desember 02, 2004
Bilað blogg
nóvember 29, 2004
Alveg stórmerkilegt atvik
Ehhmm.. Aftur að Súfistanum, við Freyja fórum það inn einhvern laugardaginn fyrir nokkrum vikum, staðurinn var fullur af fólki, það voru næstum öll borð fullsetin, og við ákváðum að fara þaðan út því þetta var eins og koma inn í "The Twilight Zone" því þar var fullt að fólki en alger þögn. Ég meina, það er minni þögn á bókasöfnum og í kirkjugörðum á nóttinni... Alger jarðarfarastemming og ef fólk ætlaði að fá sér kaffi og tala saman eins og fólk gerir hefði maður bara truflað alla sem voru að lesa þarna inni. Þannig var þetta líka núna, en ekki eins margir inni. Við álpuðumst aftur uppí bíl sem var lagt fyrir framan gamlan stað sem við Skúli djömmuðum á sællar minningar hér um árið. Ég segi við Freyju, "hey, kíkjum hingað inn fyrst við erum hér". Sem við og gerðum.
Staðurinn hefur ekki breyst neitt, en það er samt meira kúl að koma inn þegar Jimi Hendrix byrjar á Foxy Lady, heldur en krappí lagi með Aerosmith sem ég þekki ekki einusinni, og miðað við að það var róleg stemming þarna inni, og ekki mikið reykt, var tónlistinn allt og hávær og allt of leiðinleg, áðurtaldir Aerosmith og Guns 'n' Roses. Alger mood killer á þessu desíbel leveli. Ég gekk inn í leðurjakkanum mínum, með nýju Baskahúfuna mína og í Real Madrid treyju innanundir. Sem er nátturulega svalt við fyrstu sýn, en þegar maður skoðar þetta betur, þá var og er Real Madrid flaggskip og stolt spænska einræðisins og konungsins, en Baskar búa í Barcelona og þar í kringi í Cataunia eða Katalóníu, og þeir myndu frekar deyja heldur en að halda með eða láta bendla sig við Real Madrid. Þegar ég var í þessum galla og hitti Magga rauða um daginn sagði hann að ég væri líklega stjórnleysingi bakvið kratagrímuma. En hvað um það, ég gengi inn á undan Freyju, hún sest, ég geng hægt að barnum og spyr barþjóninn sem sat uppi á barborðinu með lappirnar uppi á hinu barborðinu; "ertu með gott kaffi?" Hann varar að bragði "nei ég er bara með vont kaffi" og ég greindi pirring úr úrillsku í röddinni og fyrirlitningu fyrir viðskiptavinum staðarins í andliti hans. Ég svar að bragði og segi með hægum Clint Eastwood tón; "Ég ætla að fá tvo vonda kaffibolla hjá þér". Hann strunsaði að kaffivélinni sem malaði kaffið sjálf og hellti upp á tvo eðal kaffibolla með flottri froðu og góðu bragði. Svo henti hann bollunum tveim á barborðið og með og ég rétti honum 500 krónu seðil, borgaði kaffið og spurði hann hvort það væri ábót á kaffið, sem hann svaraði með því að gefa mér hundrað kónur til baka um leið og hann hreytti í mig fúllyndu "nei". Virkilega gaman að lenda inni á svona stað þar sem barþjónninn drepur alla stemmingu, því barþjónar eiga að vera hressir, kammó, sálusorgarar okkar borgaranna. Samt ljómaði ég þegar ég fór með kaffið til Freyju sem sat með blá augnskugga og rauðan varalit útí horni og beið. Ég sá gamlan vin okkar Skúla þarna inni, á sama stað og hann var síðast.
Best að lýsa þessu eins og þetta væri i skáldsögu.....Hér er í raun fyrsta örsagan mín sem hér birtist, og vænti ég dóma frá lesendum um hana.... Ég gekk að barnum og hafðu hugsað mér að panta kaffi. Barþjónninn var pirraður og ég hugsaði með mér að best væri að hafa hann góðann. Um leið og hann gengur að kaffivélinni lít ég til hliðar og sé mér til mikillar ánægju og undrunar gamlan góðkunningja. Hann sat í sínum vanalega stól og horfði ofan í bjórglasið sitt. Ég leit á hann og hann leit upp og augu okkar hefði mætst ef yfirvaraskeggið hans hefðu ekki byrgt honum sýn. Ég fann fögnuðinn hríslast um mig og ég náði að halda aftur að brosinu í nokkrar sekúndur. Hann var kominn aftur. Eða hafði hann aldrei farið? Var það bara ég sem fór? Margar spurningar og minningar skutust upp í hugann á þessum nokkru sekúndum sem við störðum hver á annan, aftur, eftir öll þessi ár. Hann var í nýjum jakka. Ég saknaði gamla gallajakkans með Disney myndinni á brjóstinu, og mér varð hugsað til Skúla, sem ekki vildi fara þarna inn til að byrja með hér um árið. Ég tók við afganginum af barþjóninum og snérist á hæl með tvo kaffibolla og gekk til dularfullu konunar sem sat í horninu og beið mín. Ég settist niður og sagði við hana; "Hann er kominn aftur, Stanislav er kominn aftur." The end.
nóvember 08, 2004
Helgin búin
Laugardagurinn var fínn, vaknaði snemma og fór að taka til í skápum, henda margra ára drasli og grisja allskonar bækur og rusl. Vorum í því alveg til að verða 16.00 þegar við förum á opnun á ljósmyndasýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem heitir "Fyrir og eftir" og er konseptið portrett myndir sem hefur verið breytt, annaðhvort með photoshop eða svokallaðri "retouching" aðferð. Skoðið allt um þessa sýningu hér. Svo fórum við á Café Paris og ég drakk verulega þunnt kaffi þar, en það var samt fínt. Ég Freyja og Helga vinkona hennar sátum þar og ræddum listir og fleira í kósí stemmingu, rigning og rok fyrir utan, en næs inni. Kaffiilmur og þannig. Svo fórum við heim og horfðum á myndina Ray. Ævisaga Ray Charles, sem er blindur tónlistarsnillingur. Leikarinn Jamie Foxx fer alveg á kostum sem Ray. Fín mynd og frábær tónlist. Maður áttar sig ekki á hvað hann var miklvægur í tónlistarsögunni fyrr en maður sér þessa mynd.
Sunnudagurinn var svipaður, vorum áfram í skáparuglinu og fórum svo á aðra sýningur, þessi var á Listasafni Íslands Erró safninu. Það var ekki opnun, og þvi ekki pelsklæddar kellingar og vín. Sú sýning var mikið betri en þessi ljósmyndasýning, sem er sú slakasta hingað til sem ég hef séð. Þessi sýning er um grafíska hönnun á hverdagslegum hlutum eins og Ópal pakkanum og strætómiðum og fleiru. Sjáið allt um þetta hér. Svo fóru Freyja og Helga sem aftur kom með okkur á þessa sýningu á Kjarvalsstaði og ég fór heim að horfa á Manchester United gegn Manchester City, sem var því miður 0-0 jafntefli. Svo kláruðum við íbúðina okkar og elduðum kjúkling og höfðum það bara gott frameftir kvöldi.
Mánudagurinn var þannig að við Freyja hittum Gunnarinn í gymminu um morguninn. Síðan fór ég heim og pabbi sótti mig klukkan 12 og við sáum fyrirlestur frá fyrrum sendiherra Bretlands í Finnlandi. Kona sem leit út eins og góð amma, en er alveg eitilhörð, og sérfræðingur í varnamálum Evrópu og samskiptum og infrastrúktúr Evrópusambandsins og Nató. Hún talaði um vald og tilgang og framtíð og fortíð þessa sambanda og virkni þeirra. Og ég sannfærðist enn meir að við V-Íslendingar verðum að fara inn í Evrópusambandið sem allra allra fyrst. Svo fórum við pabbi að kíkja á tölvuhluti og þannig. Og svo settist ég hér niður, ræddi við Skúlann á msn og rita þetta blogg....
nóvember 05, 2004
Föstudagskvöldið....
nóvember 04, 2004
Fimmtudagurinn byrjaður
nóvember 02, 2004
Ég vona að Kerry vinni í USA
október 28, 2004
Allt hvítt
október 25, 2004
Mikill hæfileiki
Laugardagurinn var frábær, sunnudagurinn enn betri. sérstaklega þegar Manchester United vann Arsenal 2-0 í einum af stórleikjum vetrarins. Mikil dramatík og spenna. Miklir eftirmálar eins og venjulega. Það var nauðsynlegt að stoppa sigurgöngu Arsenal, eða Arse-Anal :) sem eru kalla sjálfa sig "The Gunners". Þetta lið er augljóslega lið perverta og kynvillinga eins og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum kallar homma, og miðað við þá nafngift er fyrirliði verður að kalla fyrirliða Rass-Rass liðsins sem er franskur og svartur, kynvilling. Þessi setning hljómar eins og kynþáttahatur og hómófóbía, en svo er ekki. Við Freyja vöknuðum klukkan 8,10 um morguninn, og gátum ekki sofnað aftur þannig að við ákváðum að fara í Spinning klukkan 9. Það var roslegur tími, mikill hraði og keyrsla. Svo eftir blóð svita og tár og sturtu var farið að skoða stofu skenk í búðinni Inn-X. Hann kostar 39 þúsund, en við fengum hann á 19 þúsund því hann átti að fara á útsölu á næstu dögum og ég þekki sölumanninn aðeins. Addi (og Gerða) úr MS, Skúli og Sveinbjörn og Haukur þekkja þau líka betur en ég. Þau ganga á guðsvegum og trúin heldur þeim gangandi, enda búin að fatta, samþykkja og meðtaka kærleik Jesúm. Sem minnir mig á annað....Ég keyrði framhjá Mormónakirkjunni í Hafnafirðinum þegar ég var búinn að skoða skenkinn, því ég vað að hjálpa Magga rauða að henda drasli í sorpu. Þvottavél, ísskáp og fleira drasli, sem er ekki í frásögur færandi nema það að eini kosturinn við að vera mormóni er að maður verður, og er góður við sitt umhverfi og sinn náunga. Og maður má giftast mörgum konum. Lesið um Jósep Smið (Joseph Smith) í Paradísarheimt Halldórs Kiljan Laxness. Snilldarbók by the way. Og vorum við að ræða um þetta Mormónamál í bílnum og segir Maggi mér þá að það sé búið að banna fjölkvæni innan Mormónakirkjunnar, allavega hér á landi, og þá því augnabliki sá ég að ég myndi ekki snúast til þeirrar trúar. En ég komst að því að kristin trú er ekki svo ólík Mormónatrú, því innan hennar er fjölkvæni líka. Ef maður gengur í klaustur, þetta á við um konur eða nunnur eingöngu. Þá verða þær brúðir Krists. Sem sagt, þær giftast Kristi. En ef maður er munkur? Er þetta ekki þá löggilding á hjónabandi samkynhneygðra? Er ekki ósanngjarnt að bara konur megi giftast, og að Jesú eigi rosalega margar eiginkonur? Eru ekki allir jafn réttháir fyrir guði? Allavega....í annað.....Ég kom heim eftir púlið og við Freyja pöntuðum okkur Flatböku. Svo var hun étin og við slökuðum á í smá stund. Eftir það var farið í útskriftarveislu hjá Helgu Eyju vikonu Freyju. Þar var mikið um að vera, ostar og kex, vín, bjór og stelpur útum allt :) Vorum bara róleg og drukkum lítið. Samt var þessi pizzubið svolítið undarleg því við áttum 35-40 mín í biðtíma og við ákváðum að nota hann í að gera "eitthvað skemmtilegt" sem er ekki frásögur færandi, nema að pizzan kom eftir 20-25 mín, og sjaldan hef ég þakkað eins mikið fyrir að búa á 4 hæð :) því ef maður er truflaður við að gera skemmtilega hluti verður maður að vera snöggur, og í mínu tilfelli hafði ég líka smá tíma vegna allra stiganna :) Annyhoo....vorum svo bara í slökun og fórum svo heim til Helgu Eyju, vinkonu Freyju sem var að klára BS í líffræðinni fyrr um daginn. Þar var mikið af öllu, gleði, konur og vín. Við vorum bara róleg, drukkum tvo bjóra á mann og vorum bara spök.
Sunnudagurinn... Vaknaði og tók til meðan Freyja skrapp í vinnuna. Svo kom hún heim og mamma og pabbi komu í vöfflur og kaffi og sherry. Um leið og þau fóru hófst leikur Manchester United og Arsenal. Man vs Arse. Man vs Arse, hahah það er bara soldið fyndið :) Minnir soldið á Spare Ass Annie söguna eftir William S. Burroughs bítnikk skáldið mikla. Sem er þekktur í dag fyrir ritverk, heróin fíkn, líferni og það að skjóta konuna sína í hausinn og þannig drepa hana. Sagði við hana; "Lets do William Tell" setti epli á hausinn á henni og hitt ekki eplið heldur hausinn á henni. Burroughs þessi var mikill snillingur og þessi saga hans um Annie fjallar um mann sem byrjar að missa tennurnar og þær fara að vaxa í rassgatinu á honum, og rassgatið fer að tala og hann fer á sama tíma að skíta með munninum. Sem sagt alger snilld. Eða með orðum snillingsins og miðað við þann sora og þá snilld sem ég hef skrifað hér í dag og áður á þessa síðu...."Language is a virus". Þegar leikurinn var búinn tók Brasilíu kappaksturinn við í Formúlunni við. Minn maður Montoya vann fyrir BMW Williams. Kimi Raikkoned í öðru og Barrichello í þriðja sæti. Um kvöldið fórum við út í búð og elduðum okkur rosalega góðan kjúkling. Svo vorum við bara að kjafta og fórum snemma að sofa.
Mánudagurinn, fór með pabba að athuga tryggingarmál fyrir nýja bílinn þeirra og minn bíl, og húseigendatryggingar og þannig vesen. Svo keypti ég skenkinn, og fékk hann sendann um klukkan 17.30. Svo erum við Freyja búin að vera rífa úr hillum og tengja græjur og þannig vesen. Hún er bara soldið erfið :) því hún vill ekki breyta neinu. Ég er hinsvegar þannig að ég get breytt einu sinni í mánuði þessvegna :)
"We must find out what words are and how they function. They become images when written down, but images of words repeated in the mind and not of the image of the thing itself." - W.S. Burroughs
október 22, 2004
Búinn að ná mér
október 21, 2004
Afdalasamfélag
Ég fór í gymmið í morgun klukkan 6,10 og var þrælað út í ansi erfiðum tíma. Gríðarlega hressandi samt. Svo fór ég heim og pabbi kom og við löguðum restina af tölvunni, stilltum outlookið og svoleiðis. Og það komst ég að því að það var engin tilviljun að náunginn sem svaraði símanum í þjónustuverinu, sem á að hjálpa fólki að setja upp netið, hjá Fjöltengi Orkuveitunar. Strákfíflið var dónalegt báða dagana. Maður á ekki að vera önugur og vilja ekki aðstoða fólk gegnum síma í þjónustuveri þegar menn eru FÁVITAR. Ríflektar illa á fyrirtækið, sem er varla á það bætandi eins og staðan er. Þar sem við borgum meira fyrir rafmagnið og vatnið svo hægt sá að byggja ónýtt hús og fjárfesta í risarækjueldi eins og homminn úr skransölu Varnarliðseigna gerir. Þessi skransali sem var bustaður bakvið gamalt herdrasl í Sölu Varnarliðseigna á sínum tíma, við það að halda framhjá eiginkonu sinni með öðrum karli, er enginn annar er frámmámaður þess vinnustarðar, sem reyndar var snilldar verslun, og frammámaður í B deildinni (B deild Sjálfstæðiflokksins, aka Framsókn) Alfreð Þorsteinsson. Sá maður er afadælingur og bjáni, hansfyrirtæki er rekið eins bjánalega og hægt er. Vá mikið er ég grimmur og bitur þessa stundina, þetta er alveg rosalegt. :) Svo fór með þetta að eftir leiðindi og vesen fékk ég að vita nafnið á mail servernum þeirra og þá tók þetta 5 mín að stilla inn. Helvítis íslensk þjónusta. Ekki var allt búið enn, þegar ég kom heim beið mín orðsending frá DHL hraðpóstþjónustinni. Ég hafði nefnilega pantað mér Real Madrid fótboltabúning, stuttbuxur og treyju, merkta 23 Beckham. Flott stuff, kostaði með sendingarkostnaði 65 pund, eða um 8500 krónur. Þegar ég skoða miðann, stendur þar að ég verði að borga 6666 kr. í tollkostnað. 6666 er ekki bara djöfulleg tala plús einn heldur fáránlega há upphæð til að borga af jafn ódýrri vöru og þetta. Næstum tvöfaldar verðið, og ástæðan, jú föt eru með 15% tolli og svo er það aðflutnings gjald og eitthvað annað gjald. Svo er aðal brandarinn, að ofan á toll, sendingarkostnað, vöruna og helvítis aðflutnings gjaldið borga ég virðisaukaskatt. Andskotans helvítis djöfull. Grrr, ahhrrrgg og pirringur. Svo kemur að titli þessa bloggs, þetta með Alfreð var bara útúrdúr og frekar rætið, en sannleikurinn er eitthvað sem verður að segja. Ha? Já....titillinn og ástæða þess að ég kalla hann Afdalasamfélag. Við á þessu skeri sem við köllum V-Ísland af því við erum svo vís? nei megnið af mínum samlöndum eru fávitar, og þeir kjósa þessa menn sem hér ráða yfir sig, og gleypa við öllu sem þeir segja og bjóða okkur upp á. Einokun, pólitíska spillingu, hæsta olíverð í heimi, fría þáttöku í stríð gegn Irak og margt fleira, en það sem mér þykir verst er þessi einangrunarstefna sem allt er að drepa. Hér hugsa menn og konur jafnt sem pólitíkusar, sem þeir hætta að vera mannlegir þegar þeir komast á þing, þá verða þeir heilalausir þrælar og "já" fígúrur þeirra sem ráða. Einskonar "lapdogs". Hér má ekki breyta neinu því það getur skemmt það sem fyrir er, og það borgar sig ekki að ganga í Evrópusambandið til að vera þjóð með öðrum þjóðum, heldur er betra að vera alein útí hafi og LÁTA ÞEGNANA BORGA HELVÍTIS TOLLA af öllu og engu. Oj bjakk. Bara að vera soldið neikvæður. Fuck that shit. Ég hata ykkur öll, nema þá sem lesa þessa síðu.
október 18, 2004
Brjálaður byssumaður.
Laugardagurinn var fínn lika. Byrjaði á því að vakna og horfa á Manchester United gera jafntefli við Birmingham í frekar slökum leik. Mínir menn í Manchester eru bara ekki að sýna sitt besta. Svo fórum við Freyja í kringluna og keyptum boli handa mér og henni og Asics Nimbus skó handa mér, sem ég er búinn að vera að bíða eftir leeeengi. Loxins fékk ég skóna mína :) Svo var það bara slökun. Pöntuðum pizzu og horfðum á Joey, Star Trek Enterpise, tvo þætti af hvoru, og myndina First Daughter sem var slæm. Og svo man ég ekki meira, kynlíf og leti bara held ég.
Sunnudagurinn var líka ágætur. Freyja og ég fórum í Kolaportið og keyptum harðfisk og flatkökur og rúgbrauð. Svo komum við heim og ég fór með Bjarna bróðir í pool. Ég vann 4-3. Enda átti ég harma að hefna síðan hann vann mig í golfinu í sumar. Og vegna veðurs og annarra aðstæðna náði ég ekki að spila við hann aftur til að hefna mín. Bjarni kíkti upp og fékk lánaðar myndir hjá mér. Svo fórum við Freyja á Grandrokk klukkan 20.00 þar sem sýndar voru 4 heimildamyndir um blues. Bæði tónleikar og alvöru heimildamyndir. Ein eftir leikstjóran Wim Wenders sem fjallaði um æfi 3 blúsara. Bæði var notast við leikin atriði og alvöru myndir. Svo sáum við tónleika frá The American Folk Blues Music Festival 1963-1966 í Þýskalandi. Rosalega flott efni. Eini gallinn var sá að allir og ég meina allir sem voru þarna inni fyrir utan mig og Freyju keðjureyktu. Það var alveg ótrúlegt að horfa á. Svo núna í dag setti ég fötin út á snúru og viðraði þau, en var að taka þau inn núna vegna þess að það er svo hvasst, og kalt...skítaveður.
október 14, 2004
Dópsalalistinn frægi og fleira
október 12, 2004
Kominn aftur, aftur og aftur
september 29, 2004
Dc++ böstað af STEF/Skífunni og lögreglu
september 27, 2004
Scooter og fleira
september 24, 2004
Mikið að gerast í tónlistinni
september 22, 2004
Star Wars og That 70's Show.
september 21, 2004
Kominn aftur í bloggið
september 15, 2004
Af veikindum og kóngulóm
september 07, 2004
Gardínur og rúmdýnur.....
Ég fór með Freyju í gær að skoða svona þunna yfirdýnu á rúmið okkar, sem við ætluðum að fá þegar við keyptum rúmið á sínum tíma, en gleymdum bara allaf. Þannig þunn kelidýna eins og hún heitir víst kostar 15.000 kall hjá Ragnari Björnssyni eða RBrúm. Ég ætla að panta hana beint frá saumastofunni á Búðardal fyrir minni pening. Svo fer ég í kvöld að kaupa gardínuefni með Freyju, því við erum ekki búin að fá okkur gardínur síðan við fluttum inn í íbuðina okkar fyrir 4 árum. Fór til tannlæknis og það var engin hola og bara tannsteinn tekinn og ég í góðum málum bara. Ennþá er ekki gott veður til að spila golf því það er svo blautt. Og því legg ég til innanhúss golfvöll. Hvar er nú Björgúlfur þegar maður þarnast hans.
september 06, 2004
It's such a perfect day....
Þetta er ekki einn af mínum bestu dögum. Það er allt svo vonlaust eitthvað. Skítaveður, peningaleysi, húsfundur, keðjubréf, atvinnuleysi, verð að komast í frí í svona viku eða svo, en kemst ekki, og fleira og fleira og fleira. Eina góða er að Freyja elskar mig og golfsveiflan er að batna.
september 02, 2004
Slasaðist í tölvuleik
Við förum heim og slökuðum á, ég settist við tölvuna og spilaði Need for Speed. Rallaði talsvert og komst aðeins áfram í leiknum. Svo kíktum við á myndina Saved!, sem er bara mjög fín. Og sofnuðum svo vært. En þegar ég vakna í morgun var mér svo illt í einum puttanum, svokölluðum músarfingri hægri handar. Og eftir að hafa farið ofan í atburði gærdagsnins er ég nokkuð viss um að ég hafi slasað mig á hendi þegar ég lenti í slæmum árekstri á 114 mílna hraða í tölvuleiknum. Hvað annað gæti það verið. Það getur sem sagt verið hættulegt að klessa á í tölvuleik.
Erfið bið
ágúst 30, 2004
Afmæli, dauði, getraun og blogg
ágúst 27, 2004
Smá pæling
Ég hef oft séð greinar á Huga.is og annarsstaðar þar sem fólk er að tala um trú og og guð. Fólk notar trú til að réttlæta, útskýra og halla sér að þegar bjátar á. Notar hana í hvaða skilningi sem er. Svo las ég blaðið Lifandi Vísindi sem kom út núna um daginn og fjallar um tímaflakk og hvað tíminn er. Í þessu hefti er grein þar sem talað er um bók Stephen Hawking, A Brief History of Time, From the Big Bang to Black Holes, eða “Saga tímans” í íslenskri þýðingu. Þar sem hann fjallar um sköpun heimsins og reynir að útskýra hvernig hann varð til.
Sá sem skrifaði þessa grein í blaðið komst að sömu niðurstöðu og þegar ég las þessa bók Hawkings. Niðurstaðan er sú að þegar Miklihvellur gerðist að talið er, varð hann úr engu. Og þá kemur þessi spurning upp; Hvernig getur eitthvða orðið til úr engu? Hawking gefur til kynna að einhver guðleg hjálp hafi þar verið að verki. Hann heldur opnum möguleikanum á því að guð eða guðlegt fyrirbæri sem gæti skapað eitthvað, sem vísindin gætu ekki skýrt.
Þá kemur eiginlega sprurningin sem ýtti á mig að skrifa þessa grein. Er hægt að samræma visindi og trú? Passar þetta tvennt saman? Til að svara því eru til nokkur rök, og tek ég sum þeirra hér, sem mér finnst svara þessari spurningu best og set þau fram.
Í fyrsta lagi, hver er munur á vísindum og trú. Svar við þeirri spurningu er einfalt. Vísindi leita að staðreyndum með ákveðnum aðferðum og reyna að nálgast “sannleikann” ef svo mætti segja með því að sýna fram á hann á snertanlegan og sannanlegan hátt. Niðurstaðan verður nær aldrei staðreynd, en hinsvegar afar líkleg.
Trúin er hinsvegar á hinum ásnum. Trú hefur enga sönnun, engan skýran útgangspunkt, og niðurstaðan verður aldrei annað en túlkun og það sem fólk vill að hún verði.
Í öðru lagi er það skynsemi. Oft er talað um svökölluð skynsemisrök í ýmsum málum. Þau virka á vísindin og allt sem tengist mannlegu lífi og fólk notar þau mikið eða svo til eingöngu. En þegar kemur að trúnni virka þessi rök ekki, því trúin sneiðir hjá allri skynsemi og býr sér til forsendur og lausnir.
Svarið við spurningunni er því þetta; Trú og vísindi passa ekki saman. Því er það mér torskilið hvers vegna menn eru að blanda þessu saman yfir höfuð. Er ekki hægt að sætta sig við að skilja stundum ekki það sem manni langar að fá svör við. Af hverju að búa til eitthvað sem heitir guð, eða allah eða eittvhað slíkt?
Föstudagur enn og aftur
ágúst 25, 2004
Golfkennsla í kvöld
Aþena 2004.
Ekki mikið gerst síðan í gær, fór með mömmu og fékk mér golfskó frá Adidas. Prufa þá í kvöld. Horfði á Ólympíuleikana í gær þegar Þórey Edda náði 5 sæti í stangastökki. Sú keppni var mjög skemmtileg. Við sátum bæði föst og gláptum á þær hoppa yfir prikið.
Hér er andsvar við kommenti Hauks.
Ég veit að þú ert mainstream, það er ég að mörgu leyti líka. Og margt gott sem kemur þaðan, en ansi mikið af því er algert krapp, og þá er ég ekki að tala um persónulegan smekk minn, heldur bara staðreynd. Þú ert reyndar full mainstream fyrir minn smekk á margan hátt. Það er hellingur af góðu stuffi þarna, og jafnvel hæfileikaríkir einstaklingar eru kaffærðir því þeir eiga að hafa eitthvað ákveðið lúkk og sánd. Eins og til dæmis Svala Björgvinsdóttir lenti í. Henni var sagt að klæða sig svona og syngja svona og hegða sér svona. Þetta er orðið gelt. Ekki lengur frjósamur jaðrvegur til að leita hugmynda og fá innlbástur. Í sambandi við Dauðaspaðann.. sú síða rúlar.
ágúst 24, 2004
Myndböndin og lúkkið.
ágúst 23, 2004
Er að fara í nudd
Rap umræðan og fleira.
ágúst 19, 2004
Frábærar síður
Um síðuna
Sigur
ágúst 18, 2004
Ísland - Ítalía og fleira
ágúst 17, 2004
Rekinn !!!!
ágúst 16, 2004
Rap, af gefnu tilefni
Boðskapur gangster rappara
Ég hef stúderað tónlist talsvert og get ekki orða bundist lengur. Allar tónlistarstefnur hafa sína texta og oftast eru þeir frakar misjafnir að gæðum. Ein stefna finnst mér þó bera af í vitleysunni, og það er þetta svokallaða “gangsta rap” eins og þeir 50 Cent og G-unit eru að kynna. Bæði eru það textarnir sem eru bæði flestir arfaslakir og svo er það þetta útlit og lúkk sem þeir kynna alveg rosalega hallærislegt. Boðskapurinn er samt það versta, þegar lúkkið og textarnir koma saman og úr verður heild sem er ekki bara fáránleg, heldur stórhættuleg líka.
Byrjum á textunum. Í gegnum tíðina hafa verið til svokallaðir bófarapparar frá því að rappið byrjaði uppúr 1975 eða þar nálægt. Ástæða þessarar stefnu í rappi og hip hoppi er sú að þessi tónlist byrjaði í hverfum svartra þar sem fátækt og glæpir réðu ríkjum og menn sungu og röppuðu um þann veruleika sem þeir þekktu. En í dag gera menn út á þetta glæpadæmi með því að tala eins og verstu ræflar. Glæpir eru gerðir cool, og kvenfyrirlitning er gríðarleg, sem og rasismi og andfélagslegur áróður. Dæmi: Á 50 Cent var talað um og fólk látið syngja um dóp og eiturlyf, krakkar sem vita ekki hvða það er eða hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Svo fjallaði eitt lagið um munnmök, sem krakkar hér líta á sem sjálfsagðin hlut segja margir. Rétt eins og það á fá sér sleikjó útí sjoppu. Annað dæmi sem margir þekkja sem eru orðinir eldri en 20 ára, og það er bandið Body Count, með Ice-T í aðalhlutverki. Þeir gáfu út lagið Cop Killer sem var bannað og allt varð vitlaust út af í USA vegna þeirra áhrifa sem það hafði á samfélagið. Þar var skotvopnum og morðum og dópi getr hátt undir höfði með fyrirlitningu á samfélaginu og þeim sem þess gæta, lögreglunni. Þetta er í raun inntakið í öllu sem þeir segja. Orð eins og bitch, whore (um konur) og pigs og fleira um löggur. Hvað læra menn af þessu og hvað hugsa unglingar sem þetta heyra. Það gerist sem einn hugari sagði á einhverjum korkinu, þegar hann lýsti showi 50 Cent. Slagsmál útum allt og aðallega svartir sem eru ósáttir við hvíta, eða eitthvað í þá áttina. Þetta er tónleikamenningu hér á landi til háborinnar skammar, ölvun og slagsmál og rasismi.
Útlitið er næst. Lúkkið hjá þessum mönnum er líka í raun fyndið ef eitthvað mætti kalla það. Berir að ofan með bling bling, eða gulldrasl um hálsinn og í tönnum og eyrum. Þetta er ekki veruleiki, þetta er ákveðin tíska. Einstaka glæpamenn og rapparar eru svona. Gott og vel, tíska á rétt á sér og er oft bara til góðs. En í þessu tilfelli er hún það ekki. Þetta finnst sumum cool og töff og er það þá þeirra vandamál J. Þessi tíska boðar að peningar og gull séu allt og menn eigi ekki að hafa neitt nema naktar konur og flotta bíla. Það er afskaplega þunnur boðskapur. Ekki neita ég því að naktar konur sé flottar né flottir bílar neitt slor. Minn veruleiki er allavega meira en það. Þetta yfirborðskennda lúkk þeirra og boðskapur er ekkert annað en yfirborðskennt rugl sem er ekki í neinum takti við raunveruleikann. Það er gott að dreyma og sýnast, en í tilfelli rappara eins og þeirra 50 Cent og G-Unit er þetta þeirra líf og boðskapur, sem þeir kynna öllum sem þeir geta. Það sem er verst við þetta að íslenskum unglingum finnst þetta töff og fá brenglaða hugmynd af lífinu og því sem þessir menn tala um. Bara nöfnin á þessum mönnum 50 Cent eru peningar, Young Bucks, líka peningar, og Lloyd Banks, Banki og peningar...Finnst fólki þetta vera töffarar, að láta skjóta sig og vera í veseni með lögreglu, slasa og drepa menn, selja nota og kynna eiturlyf fyrir ungu fólki, ala á rasisma og kvennhatri. Er töff að berja mann og annan? Er töff að skemma eigur fólks, Er töff að nauðga og fara illa með kvenfólk? Er töff að vera rasisti? Hvað finnst ykkur?
Svo maður tali ekki um tónlistarlegu hliðina, þetta er eins steingelt og ég veit ekki hvða. Eminem hefur gert góð lög, Quarashi eru fínir, en þessi 50 Cent og félagar eru bara gæjar með dj eða undirspil á teipi sem segja halda ekki upp lagi, því þeir eru hæfileikalausir tónlistarmenn. Góðir rapparar....það má deila verulega um það.
Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
ágúst 12, 2004
Sá líkamsárás í gær
ágúst 11, 2004
Veðrið.. hvað annað
ágúst 06, 2004
Föstudagsfárið..eða hvað?
ágúst 04, 2004
Helgin búin og ég á lífi.
júlí 30, 2004
Verslunarmannahelgarfríið...vá langt orð.
júlí 29, 2004
Fækka fötum til að blotna ekki.
júlí 28, 2004
Sundlaugarvörðurinn ógurlegi.
júlí 23, 2004
Lítið að segja þessa dagana.
júlí 21, 2004
Greindarvísitölupróf götunnar
júlí 19, 2004
Helgin er komin... og farin.
júlí 16, 2004
Kærastan kemur til mín :)
júlí 15, 2004
Ruslpóstur og fleira
júlí 14, 2004
júlí 13, 2004
Puntur... menningar punktur.
Aleinn .....
Morgun dauðans part 2
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
►
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
►
júlí
(20)
- Verslunarmannahelgarfríið...vá langt orð.
- Fækka fötum til að blotna ekki.
- Sundlaugarvörðurinn ógurlegi.
- Lítið að segja þessa dagana.
- Greindarvísitölupróf götunnar
- Helgin er komin... og farin.
- Kærastan kemur til mín :)
- Ruslpóstur og fleira
- Kominn í vinnuna.. er að elta uppi allskonar misfe...
- Puntur... menningar punktur.
- Aleinn .....
- Morgun dauðans part 2
-
►
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.