desember 02, 2004

Bilað blogg

Ég gat ekki bloggað í gær því ég komst ekki inn á svæðið mitt á blogger.com. Best að blogga smá núna og svo meira á morgun vonandi. Ég hef ekki gert mikið því ég fékk hálsbólgu og eitthvað þannig rugl, hausverk og nefstíflu. Svaka stuð. Þannig að ég er ekki í gríðarlegu stuði til að rita eitthvað sniðugt. Langar samt að þakka Skúla fyrir commentið, þar sem hann fer á kostum rétt eins og ég í síðasta bloggi í "ritsmíðum". Maður má ekki hrósa sjálfum sér, en hér á þessu bloggi ræð ég. Ég get hent út kommentum og gert hvað sem er, so fuck you if you dont like it. Ástæða þess að ég er svona orðljótur er að ég var að horfa á True Hollywood History, sem fjallaði um Courtney Love ekkju Kurt Cobain úr Nirvana. Og hún er orðljót með eindæmum. Þannig að það er ekki við mig að sakast, heldur sjónvarpið. Ég er bara fórnarlamb aðstæðna og sjónvarpsins. En eins og allir vita, verður fólk klikkað af því að horfa á sjónvarp. Menn fá ferkönntuð augu og allt. En það versta er að allt sem maður sér í sjónvarpinu gerir mann morðóðann og kolklikkaðann. Mig langar að drepa......drepa...en hvern langar mig að drepa? Þetta er soldið sikk þegar mann langar að drepa einhvern en veit ekki hvern. En svona er ísland í dag.... kræst þetta var innantómt.

nóvember 29, 2004

Alveg stórmerkilegt atvik

Það er gott að vera byrjaður aftur að blogga, tók mér smá pásu. Kallast oft ritstífla eða leti. Alveg stórmerkilegt atvik henti mig í gær. Þannig er mál með vexti að ég og hún Freyja mín fórum í bæinn að kaffihús, bara tvö á sunnudagskvöldi. Kíktum á Te og Kaffi en það var lokað, og því ákváðum við að fara á Súfistann í Máli og Menningu. Eftir að hafa skoða bækur í kjallaranum, allt frá DaVinci Code upp í hardcore Sci-Fi, lá leið okkar upp á aðra hæð þar sem Súfistinn selur sitt fokdýra kaffi, og ég mein það er dýrt, um 310 kr einn fokking bolli. Svo er það í svona stofnanakönnu líka, þannig að það er staðið og fúlt. Kommon gæs, ég er kaffisnobbari og það er allt Gunnari að kenna, hann kenndi mér að drakka Svaaart kaffi og Steeerkt á Svarta Kaffinu þar sem við félagarnir ræddum heimsspeki, bókmenntir, heimsfræði, stjórnmál og samfélagið og allir hlustuðu af mikilli athygli hér á árum áður. Aaa minningarnar..... :)

Ehhmm.. Aftur að Súfistanum, við Freyja fórum það inn einhvern laugardaginn fyrir nokkrum vikum, staðurinn var fullur af fólki, það voru næstum öll borð fullsetin, og við ákváðum að fara þaðan út því þetta var eins og koma inn í "The Twilight Zone" því þar var fullt að fólki en alger þögn. Ég meina, það er minni þögn á bókasöfnum og í kirkjugörðum á nóttinni... Alger jarðarfarastemming og ef fólk ætlaði að fá sér kaffi og tala saman eins og fólk gerir hefði maður bara truflað alla sem voru að lesa þarna inni. Þannig var þetta líka núna, en ekki eins margir inni. Við álpuðumst aftur uppí bíl sem var lagt fyrir framan gamlan stað sem við Skúli djömmuðum á sællar minningar hér um árið. Ég segi við Freyju, "hey, kíkjum hingað inn fyrst við erum hér". Sem við og gerðum.

Staðurinn hefur ekki breyst neitt, en það er samt meira kúl að koma inn þegar Jimi Hendrix byrjar á Foxy Lady, heldur en krappí lagi með Aerosmith sem ég þekki ekki einusinni, og miðað við að það var róleg stemming þarna inni, og ekki mikið reykt, var tónlistinn allt og hávær og allt of leiðinleg, áðurtaldir Aerosmith og Guns 'n' Roses. Alger mood killer á þessu desíbel leveli. Ég gekk inn í leðurjakkanum mínum, með nýju Baskahúfuna mína og í Real Madrid treyju innanundir. Sem er nátturulega svalt við fyrstu sýn, en þegar maður skoðar þetta betur, þá var og er Real Madrid flaggskip og stolt spænska einræðisins og konungsins, en Baskar búa í Barcelona og þar í kringi í Cataunia eða Katalóníu, og þeir myndu frekar deyja heldur en að halda með eða láta bendla sig við Real Madrid. Þegar ég var í þessum galla og hitti Magga rauða um daginn sagði hann að ég væri líklega stjórnleysingi bakvið kratagrímuma. En hvað um það, ég gengi inn á undan Freyju, hún sest, ég geng hægt að barnum og spyr barþjóninn sem sat uppi á barborðinu með lappirnar uppi á hinu barborðinu; "ertu með gott kaffi?" Hann varar að bragði "nei ég er bara með vont kaffi" og ég greindi pirring úr úrillsku í röddinni og fyrirlitningu fyrir viðskiptavinum staðarins í andliti hans. Ég svar að bragði og segi með hægum Clint Eastwood tón; "Ég ætla að fá tvo vonda kaffibolla hjá þér". Hann strunsaði að kaffivélinni sem malaði kaffið sjálf og hellti upp á tvo eðal kaffibolla með flottri froðu og góðu bragði. Svo henti hann bollunum tveim á barborðið og með og ég rétti honum 500 krónu seðil, borgaði kaffið og spurði hann hvort það væri ábót á kaffið, sem hann svaraði með því að gefa mér hundrað kónur til baka um leið og hann hreytti í mig fúllyndu "nei". Virkilega gaman að lenda inni á svona stað þar sem barþjónninn drepur alla stemmingu, því barþjónar eiga að vera hressir, kammó, sálusorgarar okkar borgaranna. Samt ljómaði ég þegar ég fór með kaffið til Freyju sem sat með blá augnskugga og rauðan varalit útí horni og beið. Ég sá gamlan vin okkar Skúla þarna inni, á sama stað og hann var síðast.

Best að lýsa þessu eins og þetta væri i skáldsögu.....Hér er í raun fyrsta örsagan mín sem hér birtist, og vænti ég dóma frá lesendum um hana.... Ég gekk að barnum og hafðu hugsað mér að panta kaffi. Barþjónninn var pirraður og ég hugsaði með mér að best væri að hafa hann góðann. Um leið og hann gengur að kaffivélinni lít ég til hliðar og sé mér til mikillar ánægju og undrunar gamlan góðkunningja. Hann sat í sínum vanalega stól og horfði ofan í bjórglasið sitt. Ég leit á hann og hann leit upp og augu okkar hefði mætst ef yfirvaraskeggið hans hefðu ekki byrgt honum sýn. Ég fann fögnuðinn hríslast um mig og ég náði að halda aftur að brosinu í nokkrar sekúndur. Hann var kominn aftur. Eða hafði hann aldrei farið? Var það bara ég sem fór? Margar spurningar og minningar skutust upp í hugann á þessum nokkru sekúndum sem við störðum hver á annan, aftur, eftir öll þessi ár. Hann var í nýjum jakka. Ég saknaði gamla gallajakkans með Disney myndinni á brjóstinu, og mér varð hugsað til Skúla, sem ekki vildi fara þarna inn til að byrja með hér um árið. Ég tók við afganginum af barþjóninum og snérist á hæl með tvo kaffibolla og gekk til dularfullu konunar sem sat í horninu og beið mín. Ég settist niður og sagði við hana; "Hann er kominn aftur, Stanislav er kominn aftur." The end.

nóvember 08, 2004

Helgin búin

Föstudagurinn var fínn, skrapp á tónleikana. Þeir voru ansi góðir, nema það að Nýdönsk tók ekki nógu mikið af frægu lögunum sínum. Sem er alltaf leiðinlegt þegar um svona tónleika er að ræða, þá finnst mér að það verði að taka lög sem fólk þekkir vel. Ekki bara þetta nýja stuff þeirra og nokkur gömul. Spilamennskan var góð hjá bæði Sinfóníunni og Nýdönskum. Sinfónían spilaði fyrst ein, og í hléinu var einhver kelling að tala um að "þetta væru nú engir klassíkerar þessir áhorfendur, og kynnu ekki að vera á svona tónleikum" og eitthvað þannig rugl. Þarna komst í snertingu við menningar elítuna svokölluðu. Þeir jú, vita allt betur en við hinir :) And they have real power..... Ég fann þá að ég var "out of place" þarna inni, en sem betur fer voru fleiri eins og ég. En samt, þetta var soldið skerí, rétt eins og að fara út að borða og vera við hliðina á Michael Corleone og félögum hans í Mafíunni. Cosa Nostra og Íslenska Menningar Elítan eða Í. M. E. eru ekki eitthvða sem maður tekur létti. Tónleikarnir voru teknir upp í video og þeim útvarpað beint. Tvö lög voru tekin aftur því líklega á að gefa þetta út á DVD síðar. Eftir tónleikana sluppum við úr klóm Í. M. E. og fórum í bæinn og svo fljótlega heim. Föstudagarnir eru oft frekar erfiðir, sérstaklega ef eitthvða djamm er í gangi, því við vöknum svo snemma á þeim dögum eins og venjulega, eða um klukkan 5,25 um morguninn.

Laugardagurinn var fínn, vaknaði snemma og fór að taka til í skápum, henda margra ára drasli og grisja allskonar bækur og rusl. Vorum í því alveg til að verða 16.00 þegar við förum á opnun á ljósmyndasýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem heitir "Fyrir og eftir" og er konseptið portrett myndir sem hefur verið breytt, annaðhvort með photoshop eða svokallaðri "retouching" aðferð. Skoðið allt um þessa sýningu hér. Svo fórum við á Café Paris og ég drakk verulega þunnt kaffi þar, en það var samt fínt. Ég Freyja og Helga vinkona hennar sátum þar og ræddum listir og fleira í kósí stemmingu, rigning og rok fyrir utan, en næs inni. Kaffiilmur og þannig. Svo fórum við heim og horfðum á myndina Ray. Ævisaga Ray Charles, sem er blindur tónlistarsnillingur. Leikarinn Jamie Foxx fer alveg á kostum sem Ray. Fín mynd og frábær tónlist. Maður áttar sig ekki á hvað hann var miklvægur í tónlistarsögunni fyrr en maður sér þessa mynd.

Sunnudagurinn var svipaður, vorum áfram í skáparuglinu og fórum svo á aðra sýningur, þessi var á Listasafni Íslands Erró safninu. Það var ekki opnun, og þvi ekki pelsklæddar kellingar og vín. Sú sýning var mikið betri en þessi ljósmyndasýning, sem er sú slakasta hingað til sem ég hef séð. Þessi sýning er um grafíska hönnun á hverdagslegum hlutum eins og Ópal pakkanum og strætómiðum og fleiru. Sjáið allt um þetta hér. Svo fóru Freyja og Helga sem aftur kom með okkur á þessa sýningu á Kjarvalsstaði og ég fór heim að horfa á Manchester United gegn Manchester City, sem var því miður 0-0 jafntefli. Svo kláruðum við íbúðina okkar og elduðum kjúkling og höfðum það bara gott frameftir kvöldi.

Mánudagurinn var þannig að við Freyja hittum Gunnarinn í gymminu um morguninn. Síðan fór ég heim og pabbi sótti mig klukkan 12 og við sáum fyrirlestur frá fyrrum sendiherra Bretlands í Finnlandi. Kona sem leit út eins og góð amma, en er alveg eitilhörð, og sérfræðingur í varnamálum Evrópu og samskiptum og infrastrúktúr Evrópusambandsins og Nató. Hún talaði um vald og tilgang og framtíð og fortíð þessa sambanda og virkni þeirra. Og ég sannfærðist enn meir að við V-Íslendingar verðum að fara inn í Evrópusambandið sem allra allra fyrst. Svo fórum við pabbi að kíkja á tölvuhluti og þannig. Og svo settist ég hér niður, ræddi við Skúlann á msn og rita þetta blogg....

nóvember 05, 2004

Föstudagskvöldið....

Þá er komið föstudagskvöld og ég að fara á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Nýdönsk í Háskólabíói. Fékk boðsmiða frá mömmu og pabba. Þessu er útvarpað beint og allt. Svo þegar það er búið förum við að hitta vinnufélaga Freyju sem eru að fara út að borða og Freyja hefði farið með ef við hefðum ekki fengið þessa miða á tónleikana. Hvað gerist verður að koma í ljós. Núna er hún að mála sig uppvið spegil og ég að blogga og hlusta á Miss Sarajevo með U2 og Luciano Pavarotti. Bono er alltaf góður, en mikið djöfull er þessi Pavarotti góður söngvari maður, váááá.... Það er svo langt síðan ég hlustaði á Pavarotti síðast. Svo annað, ég er orðinn hooked á einum fáránlegasta leik sem ég hef prufað á netinu. BMX Backflips. Kíkið á hann og prufið :) Þetta er nátturulega bilun. Svo svona rétt í lokin.... Bandaríkin verða hér eftir kölluð, ekki bara af mér heldur öllum lesendum þessarar síðu, Jesusland, eða JL í skammstöfun. Þar ræður Dubvya eða Dobbelja eftir hvernig menn vilja skoða orða þetta, ríkjum. Enda stendur á Dollaraseðlinum; "In God We Trust". Hvað kemur guð peningum við? Er ekki sagt að peningar eða Mammon og Guð fari ekki saman. Kannski er það markmið Dubvya Brúsks að sameina Mammon og Guð í einn og sama guðinn. Hinn eina sanna miskunsama kapítalíska guð....

nóvember 04, 2004

Fimmtudagurinn byrjaður

Sem er ekki merkilegt nema þetta flokkast sem annar í Bush....og þá í neikvæðri merkingu. Eða eins og fyrirsögnin á síðu tvö í DV. "Æ ekki 4 ár í viðbót með þessum." Ég fór í heimsókn til Gunnars í Kolaportið, Gni Portmann eins og hann er kallaður þessa dagana var hress að vanda og eftir að hafa gefið mér í nefið vorum við að ræða málin, og talið barst að hreyfingu og mataræði sem Gunnar er fróður um. Portmaðurinn var að ræða um að hann þyrfti að fara hreyfa sig aðeins, enda vinnur hann alla daga og er svo í Háskóla Reykjavíkur eftir vinnu í Viðskiptafræðinni. Ég sagði við hann, kondu með mér á námskeið í Hreyfingu á morgnana, sem byrjaði í morgun, og viti menn, Portmaðurinn einfaldlega hringir beint í Hreyfingu og skráir sig, mætir svo í morgun og stendur sig eins og hetja. Þetta er alvöru maður. Ef ég væri með hatt, tæki ég hann ofan fyrir honum. Þar sem ég er ekki með hatt núna, segi ég bara.... Gunnar hetja. Það eru ekki allir sem taka svona í mál, hvða þá að framkvæma þetta svona með stæl. Annars er pabbi að koma að sækja mig og ég ætla að fara á kaffihús með honum og fá mér morgunkaffi. Blogga meira síðar í dag ef ég nenni.

nóvember 02, 2004

Ég vona að Kerry vinni í USA

Ég hef verið frekar latur að blogga síðastliðan daga, en ég er búinn að vera næstum því veikur, með slén og hor...og hausverk, og þá get ég ekki bloggað. Nenni því ekki og verð andlaus. Ég er að skána og ætla að blogga meira á morgun. En ég vona að John Kerry vinni Erkifíflið Géorg Dobbelja Brúsk. ANNAÐ VÆRI SKANDALL OG KOSNINGSVIK. Og hananú... andskotans.... argh.. En annars lítið að frétta, er bara búinn að vera taka til í skápunum heima og henda drasli. Og svo fór ég á fyrirlestur í hádeginu hjá sagnfræðingafélaginu. Síðan þeirra er vistuð hja Reykjavíkur Akademíunni. Næsti fyrirlestur verður líklega nokkuð merkilegur. Hér er línan stolin af síðunni; 16.11. Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Fjórða grein valdsins. Fjölmiðlar, áhrif og ábyrgð.

október 28, 2004

Allt hvítt

Ég vaknaði í morgun og það var allt hvítt af snjó. Sem betur fer var það nú ekki mikið, en nú er veturinn formlega kominn. Annars voru líflegar umræður á blogginu síðast, sem voru mjög skemmtilegar. Núna er maður frekar andlaus og því verð ég að skrifa texta sem fjallar í raun ekki um neitt. Það er ótrúlegt hvað maður getur bullað um ekkert ef maður verður að gera það. En því nenni ég ekki og þarf ekki að gera það. Það er hugsanlegt að ég fari á tónleika með KK í Iðnó í kvöld, en ef ég fer ekki hlusta ég líklega á þá beint á netinu. Gegnum tónlist.is. Go tjekk it át.

október 25, 2004

Mikill hæfileiki

Helgin var mjög fín.

Laugardagurinn var frábær, sunnudagurinn enn betri. sérstaklega þegar Manchester United vann Arsenal 2-0 í einum af stórleikjum vetrarins. Mikil dramatík og spenna. Miklir eftirmálar eins og venjulega. Það var nauðsynlegt að stoppa sigurgöngu Arsenal, eða Arse-Anal :) sem eru kalla sjálfa sig "The Gunners". Þetta lið er augljóslega lið perverta og kynvillinga eins og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum kallar homma, og miðað við þá nafngift er fyrirliði verður að kalla fyrirliða Rass-Rass liðsins sem er franskur og svartur, kynvilling. Þessi setning hljómar eins og kynþáttahatur og hómófóbía, en svo er ekki. Við Freyja vöknuðum klukkan 8,10 um morguninn, og gátum ekki sofnað aftur þannig að við ákváðum að fara í Spinning klukkan 9. Það var roslegur tími, mikill hraði og keyrsla. Svo eftir blóð svita og tár og sturtu var farið að skoða stofu skenk í búðinni Inn-X. Hann kostar 39 þúsund, en við fengum hann á 19 þúsund því hann átti að fara á útsölu á næstu dögum og ég þekki sölumanninn aðeins. Addi (og Gerða) úr MS, Skúli og Sveinbjörn og Haukur þekkja þau líka betur en ég. Þau ganga á guðsvegum og trúin heldur þeim gangandi, enda búin að fatta, samþykkja og meðtaka kærleik Jesúm. Sem minnir mig á annað....Ég keyrði framhjá Mormónakirkjunni í Hafnafirðinum þegar ég var búinn að skoða skenkinn, því ég vað að hjálpa Magga rauða að henda drasli í sorpu. Þvottavél, ísskáp og fleira drasli, sem er ekki í frásögur færandi nema það að eini kosturinn við að vera mormóni er að maður verður, og er góður við sitt umhverfi og sinn náunga. Og maður má giftast mörgum konum. Lesið um Jósep Smið (Joseph Smith) í Paradísarheimt Halldórs Kiljan Laxness. Snilldarbók by the way. Og vorum við að ræða um þetta Mormónamál í bílnum og segir Maggi mér þá að það sé búið að banna fjölkvæni innan Mormónakirkjunnar, allavega hér á landi, og þá því augnabliki sá ég að ég myndi ekki snúast til þeirrar trúar. En ég komst að því að kristin trú er ekki svo ólík Mormónatrú, því innan hennar er fjölkvæni líka. Ef maður gengur í klaustur, þetta á við um konur eða nunnur eingöngu. Þá verða þær brúðir Krists. Sem sagt, þær giftast Kristi. En ef maður er munkur? Er þetta ekki þá löggilding á hjónabandi samkynhneygðra? Er ekki ósanngjarnt að bara konur megi giftast, og að Jesú eigi rosalega margar eiginkonur? Eru ekki allir jafn réttháir fyrir guði? Allavega....í annað.....Ég kom heim eftir púlið og við Freyja pöntuðum okkur Flatböku. Svo var hun étin og við slökuðum á í smá stund. Eftir það var farið í útskriftarveislu hjá Helgu Eyju vikonu Freyju. Þar var mikið um að vera, ostar og kex, vín, bjór og stelpur útum allt :) Vorum bara róleg og drukkum lítið. Samt var þessi pizzubið svolítið undarleg því við áttum 35-40 mín í biðtíma og við ákváðum að nota hann í að gera "eitthvað skemmtilegt" sem er ekki frásögur færandi, nema að pizzan kom eftir 20-25 mín, og sjaldan hef ég þakkað eins mikið fyrir að búa á 4 hæð :) því ef maður er truflaður við að gera skemmtilega hluti verður maður að vera snöggur, og í mínu tilfelli hafði ég líka smá tíma vegna allra stiganna :) Annyhoo....vorum svo bara í slökun og fórum svo heim til Helgu Eyju, vinkonu Freyju sem var að klára BS í líffræðinni fyrr um daginn. Þar var mikið af öllu, gleði, konur og vín. Við vorum bara róleg, drukkum tvo bjóra á mann og vorum bara spök.

Sunnudagurinn... Vaknaði og tók til meðan Freyja skrapp í vinnuna. Svo kom hún heim og mamma og pabbi komu í vöfflur og kaffi og sherry. Um leið og þau fóru hófst leikur Manchester United og Arsenal. Man vs Arse. Man vs Arse, hahah það er bara soldið fyndið :) Minnir soldið á Spare Ass Annie söguna eftir William S. Burroughs bítnikk skáldið mikla. Sem er þekktur í dag fyrir ritverk, heróin fíkn, líferni og það að skjóta konuna sína í hausinn og þannig drepa hana. Sagði við hana; "Lets do William Tell" setti epli á hausinn á henni og hitt ekki eplið heldur hausinn á henni. Burroughs þessi var mikill snillingur og þessi saga hans um Annie fjallar um mann sem byrjar að missa tennurnar og þær fara að vaxa í rassgatinu á honum, og rassgatið fer að tala og hann fer á sama tíma að skíta með munninum. Sem sagt alger snilld. Eða með orðum snillingsins og miðað við þann sora og þá snilld sem ég hef skrifað hér í dag og áður á þessa síðu...."Language is a virus". Þegar leikurinn var búinn tók Brasilíu kappaksturinn við í Formúlunni við. Minn maður Montoya vann fyrir BMW Williams. Kimi Raikkoned í öðru og Barrichello í þriðja sæti. Um kvöldið fórum við út í búð og elduðum okkur rosalega góðan kjúkling. Svo vorum við bara að kjafta og fórum snemma að sofa.

Mánudagurinn, fór með pabba að athuga tryggingarmál fyrir nýja bílinn þeirra og minn bíl, og húseigendatryggingar og þannig vesen. Svo keypti ég skenkinn, og fékk hann sendann um klukkan 17.30. Svo erum við Freyja búin að vera rífa úr hillum og tengja græjur og þannig vesen. Hún er bara soldið erfið :) því hún vill ekki breyta neinu. Ég er hinsvegar þannig að ég get breytt einu sinni í mánuði þessvegna :)

"We must find out what words are and how they function. They become images when written down, but images of words repeated in the mind and not of the image of the thing itself." - W.S. Burroughs

október 22, 2004

Búinn að ná mér

Jæja, pirringur gærdagsins er að skána, þó svo ég hafi ekki verið almennt pirraður, þá var soldið gaman að láta allt flakka. Núna er ég ansi mikið eftir mig eftir spinning tíman í morgun. Reyndar var hann ansi hressandi samt. Núna sit ég heima og blogga en er svo farinn út í Skeifu að versla. Sit og hlusta á Rod Stewart og Eric Clapton spila saman. Clapton bara á gítarinn reyndar. Lagið er Blue Moon, gamall slagari, af nýju Rod Stewart plötunni. Stardust, The Great American Songbook III, þar sem hann tekur slagara áranna milli 1910-1960 sirka. Maður er svo mellow að ég verð að drífa mig út annars blandast ég græna veggnum fyrir aftan mig í einhverskonar "mellow-fusion" og hverf að eilífu. Svo náði ég í tvo þætti af frábærri Sci-Fi seríu sem heitir Farscape, og var hætt, en vegna góðrar gagnrýni og þrýstings frá aðdáendum var endurvakin. The Peacekeeper Wars. Googlið það. Hlakka mikið til að horfa á það....blending in....gots to go.....

október 21, 2004

Afdalasamfélag

Síðustu dagar hafa að mestu farið í bílasöluráp með pabba og að laga tölvu fyrir vin hans pabba. Þessi tölva er 4 ára gömul með pentium III og 12 gíga disk. Svaka græja. Hún var með Win 98 stýrikerfi og stútfull af spyware, dailerum og öðru drasli. Setti inn XP, Spybot, Adaware og fleira. Núna er hún mikið betri. Svo fór ég í gær með Kristjáni frænda sem er ellefu ára og í kennaraverkfalli, í keilu, pool og þythokkí. Það var rosalega gaman og hann hafði mjög gaman af því. Svo kom Freyja heim rétt úppúr átta, eftir 12 tíma vinnudag, við borðuðum og fórum svo fljótlega að sofa.

Ég fór í gymmið í morgun klukkan 6,10 og var þrælað út í ansi erfiðum tíma. Gríðarlega hressandi samt. Svo fór ég heim og pabbi kom og við löguðum restina af tölvunni, stilltum outlookið og svoleiðis. Og það komst ég að því að það var engin tilviljun að náunginn sem svaraði símanum í þjónustuverinu, sem á að hjálpa fólki að setja upp netið, hjá Fjöltengi Orkuveitunar. Strákfíflið var dónalegt báða dagana. Maður á ekki að vera önugur og vilja ekki aðstoða fólk gegnum síma í þjónustuveri þegar menn eru FÁVITAR. Ríflektar illa á fyrirtækið, sem er varla á það bætandi eins og staðan er. Þar sem við borgum meira fyrir rafmagnið og vatnið svo hægt sá að byggja ónýtt hús og fjárfesta í risarækjueldi eins og homminn úr skransölu Varnarliðseigna gerir. Þessi skransali sem var bustaður bakvið gamalt herdrasl í Sölu Varnarliðseigna á sínum tíma, við það að halda framhjá eiginkonu sinni með öðrum karli, er enginn annar er frámmámaður þess vinnustarðar, sem reyndar var snilldar verslun, og frammámaður í B deildinni (B deild Sjálfstæðiflokksins, aka Framsókn) Alfreð Þorsteinsson. Sá maður er afadælingur og bjáni, hansfyrirtæki er rekið eins bjánalega og hægt er. Vá mikið er ég grimmur og bitur þessa stundina, þetta er alveg rosalegt. :) Svo fór með þetta að eftir leiðindi og vesen fékk ég að vita nafnið á mail servernum þeirra og þá tók þetta 5 mín að stilla inn. Helvítis íslensk þjónusta. Ekki var allt búið enn, þegar ég kom heim beið mín orðsending frá DHL hraðpóstþjónustinni. Ég hafði nefnilega pantað mér Real Madrid fótboltabúning, stuttbuxur og treyju, merkta 23 Beckham. Flott stuff, kostaði með sendingarkostnaði 65 pund, eða um 8500 krónur. Þegar ég skoða miðann, stendur þar að ég verði að borga 6666 kr. í tollkostnað. 6666 er ekki bara djöfulleg tala plús einn heldur fáránlega há upphæð til að borga af jafn ódýrri vöru og þetta. Næstum tvöfaldar verðið, og ástæðan, jú föt eru með 15% tolli og svo er það aðflutnings gjald og eitthvað annað gjald. Svo er aðal brandarinn, að ofan á toll, sendingarkostnað, vöruna og helvítis aðflutnings gjaldið borga ég virðisaukaskatt. Andskotans helvítis djöfull. Grrr, ahhrrrgg og pirringur. Svo kemur að titli þessa bloggs, þetta með Alfreð var bara útúrdúr og frekar rætið, en sannleikurinn er eitthvað sem verður að segja. Ha? Já....titillinn og ástæða þess að ég kalla hann Afdalasamfélag. Við á þessu skeri sem við köllum V-Ísland af því við erum svo vís? nei megnið af mínum samlöndum eru fávitar, og þeir kjósa þessa menn sem hér ráða yfir sig, og gleypa við öllu sem þeir segja og bjóða okkur upp á. Einokun, pólitíska spillingu, hæsta olíverð í heimi, fría þáttöku í stríð gegn Irak og margt fleira, en það sem mér þykir verst er þessi einangrunarstefna sem allt er að drepa. Hér hugsa menn og konur jafnt sem pólitíkusar, sem þeir hætta að vera mannlegir þegar þeir komast á þing, þá verða þeir heilalausir þrælar og "já" fígúrur þeirra sem ráða. Einskonar "lapdogs". Hér má ekki breyta neinu því það getur skemmt það sem fyrir er, og það borgar sig ekki að ganga í Evrópusambandið til að vera þjóð með öðrum þjóðum, heldur er betra að vera alein útí hafi og LÁTA ÞEGNANA BORGA HELVÍTIS TOLLA af öllu og engu. Oj bjakk. Bara að vera soldið neikvæður. Fuck that shit. Ég hata ykkur öll, nema þá sem lesa þessa síðu.

október 18, 2004

Brjálaður byssumaður.

Helgin var fín. Byrjaði á því að kaupa ammælisgjöf fyrir Andra sem kostaði helling, Stebbi borgaði helminginn. Gáfum honum Snóker kjuða í stað þess að gefa honum dvd mynd, eða síson af Simpsons á dvd. Það var svo flottur kjuði að ég hefði keypt einn handa mér ef það hefðu verið til tveir. Á leiðinni heim fann ég svona handrukkara og undirheimakylfu. Límband sem vafið hafði verið um sjálft sig og búið til úr því lítil en þung kylfa sem er mjúk, en þung. Athyglisvert að komast í návígi við undirheimana á umferðareyju á Suðurlandsbrautinni. Sérstaklega þar sem ég var með snókerkjuðann í tösku og hún var í svörtum plastpoka sem í fljótu bragði leit út eins og ég væri með haglabyssu undir hendinni í poka. Ég þorði ekki inn í verslanir eða neitt, af ótta við að fólk mesaði mig eða hringdi á lögreglu. Ég sé fyrirsögnina svona: "Brjálaður byssumaður reyndist vera með snókerkjuða." Samt er brandarinn með þetta blessaða afmæli sá að ég bauð Andra í fyrra í mitt afmæli og hann gat ekki komið. Hann hringdi í mig með 2 tíma fyrirvara og sagði að hann yrði að bíða eftir pabba sínum, sem var að leið í heimsókn til hans að hjálpa honum að hengja upp gardínur. Eins og það geti ekki beðið, og ekki að það taki langan tíma. Ég myndi ekki sleppa 30 afmæli fyrir það að hengja upp gardínur. Svo í þokkabót gaf hann mér ekkert, en ég gef honum dýra og flotta gjöf. Ég er ennþá hissa og í raun svekktur þó það sé ár síðan. Allavega er gott að vita hvar maður hefur fólk, og stundum er sælla að gefa en þyggja. Ammælið var fínt Mikki var rosalega fullur og sagði okkur frá einhverjum nágranna sínum sem stirppar alltaf fyrir hann. Svaka myndarleg kelling víst, og voru farnar 3 ferðir til að kanna hvort showið væri opið þetta tiltekna föstudagskvöld. En því miður var ekki svo.

Laugardagurinn var fínn lika. Byrjaði á því að vakna og horfa á Manchester United gera jafntefli við Birmingham í frekar slökum leik. Mínir menn í Manchester eru bara ekki að sýna sitt besta. Svo fórum við Freyja í kringluna og keyptum boli handa mér og henni og Asics Nimbus skó handa mér, sem ég er búinn að vera að bíða eftir leeeengi. Loxins fékk ég skóna mína :) Svo var það bara slökun. Pöntuðum pizzu og horfðum á Joey, Star Trek Enterpise, tvo þætti af hvoru, og myndina First Daughter sem var slæm. Og svo man ég ekki meira, kynlíf og leti bara held ég.

Sunnudagurinn var líka ágætur. Freyja og ég fórum í Kolaportið og keyptum harðfisk og flatkökur og rúgbrauð. Svo komum við heim og ég fór með Bjarna bróðir í pool. Ég vann 4-3. Enda átti ég harma að hefna síðan hann vann mig í golfinu í sumar. Og vegna veðurs og annarra aðstæðna náði ég ekki að spila við hann aftur til að hefna mín. Bjarni kíkti upp og fékk lánaðar myndir hjá mér. Svo fórum við Freyja á Grandrokk klukkan 20.00 þar sem sýndar voru 4 heimildamyndir um blues. Bæði tónleikar og alvöru heimildamyndir. Ein eftir leikstjóran Wim Wenders sem fjallaði um æfi 3 blúsara. Bæði var notast við leikin atriði og alvöru myndir. Svo sáum við tónleika frá The American Folk Blues Music Festival 1963-1966 í Þýskalandi. Rosalega flott efni. Eini gallinn var sá að allir og ég meina allir sem voru þarna inni fyrir utan mig og Freyju keðjureyktu. Það var alveg ótrúlegt að horfa á. Svo núna í dag setti ég fötin út á snúru og viðraði þau, en var að taka þau inn núna vegna þess að það er svo hvasst, og kalt...skítaveður.

október 14, 2004

Dópsalalistinn frægi og fleira

Stórmerkilegt atvik gerðist nú fyrir nokkrum dögum. Maður í Breiðholtinu birti lista yfir menn sem eru þekktir dópasalar. Málið á sér aðdraganda og um það var fjallað í DV. Kíkið hér og skoðið þetta athyglisverða framtak. Bæði það sem skrifað er og kommentin, stórmerkilegt. Maður þessi sýnir mikið hugrekki og er löngu tímabært að gera svona lagað. Verður spennandi að fylgjast með þessu þegar fram líða stundir. Annars er ég búinn að vera að pæla í þessi með snóker kjuðann, hann er ekki til að ná í stig, maður verður ekki mikið betri við það eitt að vera með eigin kjuða, en staðreyndin er sú að maður verður mikið stabílli. Ég fór í gær og prufaði nokkra kjuða á Billiard Barnum og það var verulega áberandi hvað mikill munur er á þeim og hversu beint maður nær að skjóta. Ef maður á eigin kjuða lærir maður að þekkja hann og stilla leðrið sem krítað er eins og maður vill jafa það. Svo náttúrulega er það sem mestu máli skiptir, það er að vara svalur í hvívetna. Nú þegar ég er hættur að ganga í æfingabuxum, kominn í svalari föt eins og svartar jakkafatabuxur og gallabuxur, leðurjakka og sólgleraugu, þá verð ég að vera með litla tösku sem inniheldur snókerkjuða. Það segir sig bara sjálft. Og líka er það algert bóhem að eiga eigin kjuða. Svo er ég ennþá í sjokki að þú Skúli sért ekki ennþá komin með eigin bowling kúlu, og að Haukur sé með snóker borð heima hjá sér. Ég verð að beita öllum brögðum til að vinna ykkur um jólin. Maður verður allavega að reyna....

október 12, 2004

Kominn aftur, aftur og aftur

Þá er maður kominn í bloggið aftur. Hellingur búinn að gerast, ég fékk ekki vinnuna hjá Vísa, ennþá, en það getur gerst síðar þegar þeir eru búnir að koma sínum málum á hreint varðandi starfið. Svo er ég hugsa um að kaupa mér snóker kjuða. Ég átti einn fyrir ansi mörgum árum síðan, en seldi hann og hef alltaf séð eftir því. En ef ég fæ ekki vinnu, þá get ég notað eitthvða af þeim tíma sem maður er ekki að leita að vinnu í að spila snóker ódýrt. Það kostar bara 200 kall og maður getur spilað eins lengi og mann langar ef maður er einn. Þá vaknar spurningin um hvort að ég verði ekki raunverulegur bóhem ef ég leita mér að vinnu af og til, fer á kaffihús, spái í umhverfið, ræði pólitík, og hangi á billiard stofunna þess á milli. Ég þarf að fá mér alpahúfu við blá frakkann minn. Er það ekki?

september 29, 2004

Dc++ böstað af STEF/Skífunni og lögreglu

Mikið um að vera í heimi DC++ og þeirra sem vilja dánlóda tónlist, bíómyndum og forritum og tölvuleikjum frítt um netið. Þetta er svolítið undarlegt mál, finnst mér allavega, vegna þess að bæði hérlendis og erlendis hefur sala tölvuleikja, sala geisladiska og tónlistar, og aðsókn á bíómyndir veriða að stig hækka. Því hefur meira að segja verið haldið fram að dánlód af netinu sé að mörgu leyti talin orsök þessa, því fólk fær sýnishorn af því sem það langar í og kaupir. Og hér á landi fer meira að segja hluti verðs af tómum geisladiskum til STEF. Og megnið af þeim diskum sem keyptir eru fara í tölvunotkun en ekki afritun tónlistar. Það þarf ekki að rökræða þetta neitt, það sér hver maður að þetta er rugl. Þeir sem standa að þessarri rassíu eða bösti eins og það heitir á útlenskunni, segja að þeir verði af gríðarlega miklum tekjum vegna þessa dánlóds. Ég tek undir orð eins of operatornum á einni DC rásinni sem biður um sannanir. Hér er linkur inn á heimasíðu Deilis, sem sér um nokkra DC hubba. Þar undir Korkar, eru miklar umræður og linkar á fleiri staði. Þetta er bara hræðsluáróður Skífunar og STEF samtakanna til að reyna að sporna við dánlódi. Sem nota bena skaðar þá ekki, heldur eru það þeir sem dánlóda og kaupa tölvudiska og plöturnar þeirra sem halda þessu liði uppi. Nóg í bili....

september 27, 2004

Scooter og fleira

Það var stuð á Scooter tónleikunum í Höllinni á laugardagskvöldið. Ég og Freyja, Andri, Arnoddur og Harri fórum saman. Skúter var með hevví tekknó og flott show. En það sem var bæði ergilegast og hlægilegast var upphitunarbandið, Love Guru. Það er feitur náungi í Henson galla sem syngur gömul og ný íslenks og erlend lög og reynir að rappa og er með dansara sem eru líka í Henson glansgöllum. Úff löng setning. Love Guru var á sínum tíma grín band sem var að stæla Scooter, en hann fór að taka þessu allt og alvarlega, og Einar Bárðarsson sem er þekktur fyrir Skítamóral, Birtu (eða Angel) Eurovision lag og Nylon flokkinn. Love Guru þessi er svoooo lélegur að það var í raun hlægilegt að horfa á hann og grey stelpurnar sem sungu og dönsuðu með honum. Og hvað í andskotanum er verið að hafa þessa hörmung sem upphitun á alvöru tónleikum. Og hvers vegna hefur enginn sagt þessu Love guru að líta í spegil og athuga sinn gang. Svo var ég að frétta það í vinnunni að einn lögfræðingurinn sem var í sumar eins og ég fá sína vinnu þangað til hann finnur sér aðra. HELVÍTIS RUGL OG ANDSKOTANS BULL. Af hverju var þá Hilmar Asni yfirmaður að ljúga að mér og segja að hann hætti á sama tíma og ég. Hvað ætti ég að gera, tala við stéttarfélagið, eða tala við Hilmar sjálfann og spurja hann hvað sé í gangi. Af hverju er hann að mismuna fólki svona? Ég vissi að hann væri fífl, en þegar það er logið upp í opið geðið á mann er manni ekki skemmt.

september 24, 2004

Mikið að gerast í tónlistinni

Maður hefur varla tíma til að blogga þessa dagana. Það er svo mikið að gerast í tónlistarheiminum. Ég fer annaðkvöld á Scooter í Laugardalshöllinni, svo er ég að hlusta á nýju plöturnar með Tom Waits, Rammstein, Duran Duran og er að bíða eftir Nick Cave disknum sem var að koma út. Hinar eru held ég ekki enn komnar formlega út. En frábærar allar saman. Duran Duran, gömlu idolin með massíft kombakk og Rammstein vakti upp gæsahúð sem maður fékk síðast á tónleikum þeirra í Laugardalshöllinni. Tom Waits er Tom Waits. Need I say more. Vá maður....

september 22, 2004

Star Wars og That 70's Show.

Af hverju langar mig í helling af DVD myndum? Mig langar í Star Wars trilogy kassann sem var að koma út, og ég finn svo til með honum Eric Forman í That 70's Snow sem er meiri Star Wars fíkill en ég :)

september 21, 2004

Kominn aftur í bloggið

Jæja... þá er maður kominn aftur í bloggið. Ég er búinn að vera veikur, fyrst með kvefpest og svo með magakveisu í kjölfarið. Núna er ég með það sem heitir Berkjubólga. Ég fékk sýklalyf og verð vonandi orðinn góður eftir viku. Þetta er samt ekki þannig að ég geti ekki gert neitt, heldur lítilsháttar slén bara. En ég er hress annars. Hvað hefur gengið á í mínu lífi síðan síðasta blogg kom....í stuttu máli þetta: Ég fékk hringingu frá Bossinum, þessum með 200 stiga greindarvísitöluna. Þar sem hann tilkynnti mér að ég væri góður drengur, en því miður ekki pláss á vinnustaðnum, og því væri ég í veikindaleyfi á fullum launum það sem af er mánuðinum, þangað til ég hætti. Ertu sáttur við það spurði hann, og ég svarði því játandi. En ég viðurkenni, að það er ekki gaman að fá svona símtal sem vekur mann á föstudegi klukkan 14, þegar maður er veikur með hita, en so be it. Svo hefur lítið gerst, er búinn að horfa mikið á video. Sem sagt boring as hell. En það skemmtilegasta er að ég talaði við Skúlann á msn og með webcam, það var fínt, sá bókasafnið hans vel og hann fékk að sjá bílaplanið mitt :) Annars er andinn hægt og rólega að koma yfir mann, þegar maður er með hita er maður ekki mikið upplagður í að vera að krota eitthvða að bloggið. Ég hef aðeins eitt ráð núna. Hlustið á nýja Rammstein lagið, Amerika. Það er snilld með gríðarlegum ádeilutexta á Ameríku. Ef þið getið ekki dl því, látið mig vita og ég skelli því hér inn á síðuna, svo þið getið dl því héðan og fengið textann með. Búið í bili, en það kemur meira blogg very soon.

september 15, 2004

Af veikindum og kóngulóm

Jæja, þá er maður skriðinn í vinnuna eftir veikindin. Kvef, hálsbólga, hiti, nefrennsli og álíka skemmtilegheit. Á miðvikudagskvöldið fann ég fyrir ónotum í hálsi, svaf illa og vaknaði veikur. För svo á föstudaginn í sumarbústað í Biskupstungunum, þar sem ég var líka veikur. Ekki nógu skemmtilegt, en ég gat alveg eins verið veikur þar eins og heima hjá mér. Þetta var verulega langþráð frí hjá okkur Freyju. Hvað var gert í bústaðnum? spyr kannski einhver. Og svarið við því er einfalt. Lítið sem ekkert. Alger slökun. Ég las Harry Potter og Eldbikarinn, spilaði Rommí við Freyju (sem ég vann á endanum :) og svaf. Fórum í smá bíltúr á Flúðir, Gullfoss og Geysi og þar í kring. Það rigndi mikið og var rok að hluta til. Freyja fór í heita pottinn og ég varð að veiða kóngulær úr pottinum, Freyja náði nokkrum dauðum í bolla, og ég notaði kúst til að ná restinni upp. Freyja greyið er soldið skelkuð þegar þessi dýr eru annars vegar. Jafnvel þó þau séu dauð. Ég var þarna úti með bullandi hita að eltast við kónuglær úr riiiisastórum heitum potti með kust að vopni. Þetta var súrt að upplifa og enn sýrðara að rifja upp. Ég kom með hugmynd sem Freyju þótti sniðug, og það var að setja heita vatnið í botn og henda svo helling af grænmeti og grasi og allskonar mat þarna ofan í og búa til stærstu grænmetis-kóngulóar-súpu sem sést hefur í Biskupstungunum lengi. Svo komum við heim á sunnudaginn og þá hélt ég áfram að vera veikur, svo má þriðjudaginn var Freyja orðin veik og við vorum veik saman heima. Svaka fjör. Núna er ég í vinnunni, veikur, en skárri en í gær allavega. Það verður gott að komast heim til veiku stelpunar minnar. Og svo er Manchester United - Lyon í Meistaradeildinni í kvöld.

september 07, 2004

Kræst maður..

Kræst maður, þetta síðasta var lélegt blogg :) Fjallaði ekki um neitt og bara slappt.

Gardínur og rúmdýnur.....

Þá er kominn nýr dagur. Lítið að gerast nema það að enn rignir þessi ósköp. Svíakonungur í heimsókn og allt, og þá rignir hann bara niður. Hvað ætli Davíð segi nú við þessu.? Ég er ekki búinn að sjá kónginn ennþá, þó ég vinni við hliðina á sænska sendiráðinu. En ég sé tvo sænska fána og fána sem mér finnst að ætti að vera á hverju horni. Evrópusambandsfáninn.

Ég fór með Freyju í gær að skoða svona þunna yfirdýnu á rúmið okkar, sem við ætluðum að fá þegar við keyptum rúmið á sínum tíma, en gleymdum bara allaf. Þannig þunn kelidýna eins og hún heitir víst kostar 15.000 kall hjá Ragnari Björnssyni eða RBrúm. Ég ætla að panta hana beint frá saumastofunni á Búðardal fyrir minni pening. Svo fer ég í kvöld að kaupa gardínuefni með Freyju, því við erum ekki búin að fá okkur gardínur síðan við fluttum inn í íbuðina okkar fyrir 4 árum. Fór til tannlæknis og það var engin hola og bara tannsteinn tekinn og ég í góðum málum bara. Ennþá er ekki gott veður til að spila golf því það er svo blautt. Og því legg ég til innanhúss golfvöll. Hvar er nú Björgúlfur þegar maður þarnast hans.

september 06, 2004

It's such a perfect day....

Ég fékk msn skilaboð frá Gullu systir Freyju, og honum Ormi snillingi . Sem er ekki í frásögur færandi, fyrir utan það að það var beðið um að ég setti svona kross + fyrir framan nafnið mitt á msn til að sýna stuðning við fórnarlömb gíslatökunnar í Rússlandi sem var í gær og fyrradag. Ég er uppfullur samúðar og fyllist hryllingi þegar maður heyrir á þetta minnst. En er það rétta leiðin að koma af stað svona frösum? (sendu áfram til allra sem eru á MSN-listanum núna) , og það breiddist í gær sms útum allt þar sem fólk var beðið um að kveikja í kertum í glugganum hjá sér þessu að sýna samúð og samhug. Skókkviliðið gaf út skilaboð í dag að þetta væri ekki til eftirbreytini og það væri mikið mildi að hvergi hefðu komið upp eldur. Því margir sem þessi skilaboð fengu voru börn og unglingar aðallega. Persónulega finnst mér þetta vera til þess að vekja athygli á þessum morðum. Þetta fyrirbæri Keðjubréf og allt sem er byggt upp á sömu hvötum, (athyglissýki og fleira) eins og til dæmis tölvuvírusar, þar sem höfundar þeirra eins og keðjubréfa, vilja sjá hvða þeir dreifast mikið. Þessi hneygð er eins og fjöldamorðingjar hafa, sem drepa til að fá athygli og koma samfélaginu á annan endann. Það sem verra er að þessi hegðun er í raun það sem terroristar þrífast á, rétt eins og fjöldamorðingjar fíla þeir að koma ekki bara samfélaginu, heldur heiminum öllum í ójafnvægi og þrífast á athyglinni, sem blöð, sjónvarp, netið og fleir fjölmiðlar gefa þeim óspart. Lækningin samfélagsins við þessu er að birta ekki fréttir, og taka þannig vopnin úr þeirra höndum. Rétt eins og með þessi keðjubréf, ekki senda þetta áftam því þetta er ekkert annað er ruslpóstur sem tekur tíma að skoða og fyrirhöfn að henda. Þó svo ég sé ekki með kross fyrir framan nafnið mitt, eða ég fái ekki stóran lottóvinning innan 10 daga ef ég sendi ekki bréf til allra eða minnst 10 aðila sem ég þekki, held ég mínu stolti og sjálfsvirðingu á sama tíma og ég legg mitt af mörkum við að stoppa þetta rugl, hvort sem það er keðjubréf þeirra sem notfæra sér hryllilega atburði eins og þessa í Rússlandi til að fá útrás fyrir athygliþörf sína. Gott framtak að sýna stuðning, en það er ekki rétt leið að gera þessum brjálæðingum hátt undir höfði með því að halda þeirra merki á lofti með þessum hætti.

Þetta er ekki einn af mínum bestu dögum. Það er allt svo vonlaust eitthvað. Skítaveður, peningaleysi, húsfundur, keðjubréf, atvinnuleysi, verð að komast í frí í svona viku eða svo, en kemst ekki, og fleira og fleira og fleira. Eina góða er að Freyja elskar mig og golfsveiflan er að batna.

september 02, 2004

Slasaðist í tölvuleik

Nú er komið að síðasta eða næstsíðasta golftímanum okkar í sumar allavega. Maður fer kannski í einhverja tíma næsta sumar, hver veit. Núna verður aðeins farið í stutta spilið, chipp og þannig. Við Freyja fórum örstutt í gær, eftir rosalega erfiðan dag, fórum að versla beint eftir vinnu, leituðum að buxum á mig og hana. Svo þegar það var búið og við keyptum ekki neitt, fórum við örðreytt á Bása að skjóta nokkrum kúlum, og það gekk eins og allt annað í þessari verslunarferð okkar, illa. Ég náði ekki að slaka á og fókusa og lamdi kylfunni alltaf í jörðina og sló of fast. Freyja var í sama gír, ekkert gekk upp. Mikil truflun var á æfingasvæðinu, þvi það er á 3 hæðum. Við vorum á neðstu hæð, og fyrir ofan okkur voru krakkar að giska 7-10 ára og það datt beint niður, meter eða svo fyrir framan mann, önnurhver kúla og því fylgdi mikill hávaði og læti. Svo fór að rigna ofan í vindinn. Sem sagt pirringur og vesen.

Við förum heim og slökuðum á, ég settist við tölvuna og spilaði Need for Speed. Rallaði talsvert og komst aðeins áfram í leiknum. Svo kíktum við á myndina Saved!, sem er bara mjög fín. Og sofnuðum svo vært. En þegar ég vakna í morgun var mér svo illt í einum puttanum, svokölluðum músarfingri hægri handar. Og eftir að hafa farið ofan í atburði gærdagsnins er ég nokkuð viss um að ég hafi slasað mig á hendi þegar ég lenti í slæmum árekstri á 114 mílna hraða í tölvuleiknum. Hvað annað gæti það verið. Það getur sem sagt verið hættulegt að klessa á í tölvuleik.

Erfið bið

Ég er að bíða eftir símtali út af starfi, og það hefur dregist, og því er biðin ansi erfið. Ég er að reyna að nota þetta viðh0rf, "það gerist, ef það gerist", en það er ekki auðvelt. Framtíðin veltur á þessu símtali.....Vinna eða atvinnuleysi. Framtíð eða ekki framtíð.

ágúst 30, 2004

Afmæli, dauði, getraun og blogg

Til hamingju með daginn um daginn Skúli. Velkominn í hóp "Elstu manna". Eins og elstu menn muna lést uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og Gunna (Gni) daginn áður, þann 27 ágúst 1990 í þyrluslysi. Stevie Ray Vaughan gítaleikar, sögnvari og blúsari og rokkari. Hér eru nokkrar síður um hann. Sony/Epic síðan þar sem hann var á samningi. Síðan hans Brian Combs sem ég kynntist einusinni á netinu og er með nokkra góða linka á fleiri síður. Hér er The Official SRV fan club, sem annar kunningi minn af netinu rekur, Craig Hopkins. Annars komu fín komment á þennan pistil minn, bæði á Huga.is og hér á síðunni minni. Skúli og Gunni svöruðu með skemmtilegum rökum og pælingum. Ég er ekki viss um að ég nenni að svara meira því þá skrifa ég ritgerð, en ef ég dett niður á lausn í stuttu máli, geri ég það. Þessi svör þeirra og greinin minna mig á gamla kaffihúsa tíma af Svarta kaffinu hér í den, þegar við ræddum á þesusm nótum um hvað sem er. Svörin á huga voru gáfulegri en ég átti von á :) enda of mikið af bulli þar inni. Það er ekki auðvelt að bíða við símann og vona að maður fái nýja vinnu, en ég átti að frétta eitthvað eftir 27. ágúst, sem var föstudagur, og í gær kom ekkert símtal, og þegar þetta er skrifað hefur heldur ekkert komið. Mjjjög erfitt að bíða. Viðurkenni smá stress. Til að losna við það er gott fara á Dauðaspaðann og reyna við nýjustu getraun Hauksins, eða lesa ævintýri hans af djamminu og lífinu í Köben. Önnur hugmynd sem við Skúli veltum fyrir okkur á msn í gær var að gera sameiginlega blogg síðu, og hugmyndin væri að fá Gunna, Hauk, Sveinbjörn, Silla og alla sem ég er að gleyma til að vera með og þannig getum við haldið örðuvísi sambandi, þar sem við getum ekki farið í Keiluna eða Golf saman því við erum á sitthvorum staðnum í heiminum. Skúli og Gunni eru að skrifa skemmtilega pistla hér reglulega, sem og Haukur, þannig að pælingin er að gera open forum eða eitthvað þannig. Framhald af menningarklúbbnum sem alltaf er í bígerð. Hvað finnst ykkur? Komment plís......-

ágúst 27, 2004

Smá pæling

Þessa pælingur set ég á huga.is líka til að kanna viðbrögðin :) En ég fer ekkert útí neitt nastí, eins og það að þeir sem eru mjög trúaðir séu öryrkjar eða neitt þannig, það kemur kannski síðar :). Hér er greinin.

Ég hef oft séð greinar á Huga.is og annarsstaðar þar sem fólk er að tala um trú og og guð. Fólk notar trú til að réttlæta, útskýra og halla sér að þegar bjátar á. Notar hana í hvaða skilningi sem er. Svo las ég blaðið Lifandi Vísindi sem kom út núna um daginn og fjallar um tímaflakk og hvað tíminn er. Í þessu hefti er grein þar sem talað er um bók Stephen Hawking, A Brief History of Time, From the Big Bang to Black Holes, eða “Saga tímans” í íslenskri þýðingu. Þar sem hann fjallar um sköpun heimsins og reynir að útskýra hvernig hann varð til.

Sá sem skrifaði þessa grein í blaðið komst að sömu niðurstöðu og þegar ég las þessa bók Hawkings. Niðurstaðan er sú að þegar Miklihvellur gerðist að talið er, varð hann úr engu. Og þá kemur þessi spurning upp; Hvernig getur eitthvða orðið til úr engu? Hawking gefur til kynna að einhver guðleg hjálp hafi þar verið að verki. Hann heldur opnum möguleikanum á því að guð eða guðlegt fyrirbæri sem gæti skapað eitthvað, sem vísindin gætu ekki skýrt.

Þá kemur eiginlega sprurningin sem ýtti á mig að skrifa þessa grein. Er hægt að samræma visindi og trú? Passar þetta tvennt saman? Til að svara því eru til nokkur rök, og tek ég sum þeirra hér, sem mér finnst svara þessari spurningu best og set þau fram.

Í fyrsta lagi, hver er munur á vísindum og trú. Svar við þeirri spurningu er einfalt. Vísindi leita að staðreyndum með ákveðnum aðferðum og reyna að nálgast “sannleikann” ef svo mætti segja með því að sýna fram á hann á snertanlegan og sannanlegan hátt. Niðurstaðan verður nær aldrei staðreynd, en hinsvegar afar líkleg.

Trúin er hinsvegar á hinum ásnum. Trú hefur enga sönnun, engan skýran útgangspunkt, og niðurstaðan verður aldrei annað en túlkun og það sem fólk vill að hún verði.

Í öðru lagi er það skynsemi. Oft er talað um svökölluð skynsemisrök í ýmsum málum. Þau virka á vísindin og allt sem tengist mannlegu lífi og fólk notar þau mikið eða svo til eingöngu. En þegar kemur að trúnni virka þessi rök ekki, því trúin sneiðir hjá allri skynsemi og býr sér til forsendur og lausnir.

Svarið við spurningunni er því þetta; Trú og vísindi passa ekki saman. Því er það mér torskilið hvers vegna menn eru að blanda þessu saman yfir höfuð. Er ekki hægt að sætta sig við að skilja stundum ekki það sem manni langar að fá svör við. Af hverju að búa til eitthvað sem heitir guð, eða allah eða eittvhað slíkt?

Föstudagur enn og aftur

Golfkennslan var góð og kennarinn hrósaði okkur talsvert. Freyja náði að laga það sem var að hjá henni, þannig að við vorum að gera góða hluti og erum bæði ánægð með tímann og frammistöðuna. Freyja var að æfa að fylgja eftir og gera rétta alxarhreyfingu. Ég var að vinna í jafnvægi og þungaflutningi í sveiflunni. Einnig í tempói í sveiflunni, og gekk það bara vel. Síðasta atriðið var hvernig ég held á kylfunni, ég var með kúluna of aftarlega, en er búinn að laga það núna. Þá er bara tæma hugann og slá... swiiiinnggg..... Það er ekki neitt búið að ske, talaði við Hauk og Skúla á msn í gær, og Gunna í símann. Eitthvað andlaus núna. úff...skrifa meira þegar ég fæ andann yfir mig. Hugsanlega fæ ég mér vínanda í kvöld í formið Guinness bjórs og Tuborg, en það kemur í ljós.

ágúst 25, 2004

Golfkennsla í kvöld

Ég fer í golfkennslu í kvöld og næ vonandi að laga sveifluna enn meira. Eftir síðasta tíma náði ég að laga nokkur atriði, stöðuna á höfðinu sem var þannig að ég horfði of mikið niður, núna er hausinn upp en augun niður. Svo var það hvernig ég hreyfði fótinn, sem ég gerði aðeins, en geri ekki núna. Og svo er ég að vinna í að laga tempóið í sveiflunni. Ég fór of hratt niður og var að reyna of mikið að slá fast, en núna reyni ég að fara rólega af stað og svo eyk ég hraðann þegar neðar dregur. Þegar ég næ þessu öllu í einu, næ ég frábærum höggum. Þetta er allavega að svínvirka. Freyja er að fara að laga einhver atriði, þó ekki þau sömu og ég, því ég er kominn lengra en hún í sveiflunni :) Hún er öll að koma til, en þarf að laga nokkur atriði. Er allavega efnileg. Og það er gaman að keppa við hana á jafnréttisgrundvelli á litla vellinum í Setberginu. Ég stend betur að vígi á lengri völlum hinsvegar, en það lagast þegar tíminn líður og hún æfist. Hér er staðurinn sem við æfum á undir leiðsögn kennara. Sú sem kennir okkur er Ragnhildur Sigurðardóttir og er margfaldur íslandsmeistari kvenna í golfi.

Aþena 2004.

Ekki mikið gerst síðan í gær, fór með mömmu og fékk mér golfskó frá Adidas. Prufa þá í kvöld. Horfði á Ólympíuleikana í gær þegar Þórey Edda náði 5 sæti í stangastökki. Sú keppni var mjög skemmtileg. Við sátum bæði föst og gláptum á þær hoppa yfir prikið.

Hér er andsvar við kommenti Hauks.

Ég veit að þú ert mainstream, það er ég að mörgu leyti líka. Og margt gott sem kemur þaðan, en ansi mikið af því er algert krapp, og þá er ég ekki að tala um persónulegan smekk minn, heldur bara staðreynd. Þú ert reyndar full mainstream fyrir minn smekk á margan hátt. Það er hellingur af góðu stuffi þarna, og jafnvel hæfileikaríkir einstaklingar eru kaffærðir því þeir eiga að hafa eitthvað ákveðið lúkk og sánd. Eins og til dæmis Svala Björgvinsdóttir lenti í. Henni var sagt að klæða sig svona og syngja svona og hegða sér svona. Þetta er orðið gelt. Ekki lengur frjósamur jaðrvegur til að leita hugmynda og fá innlbástur. Í sambandi við Dauðaspaðann.. sú síða rúlar.

ágúst 24, 2004

Myndböndin og lúkkið.

Eftir nuddið í gær er ég allur aumur í bakinu og milli herðablaðanna. En er á lífi. Gulla er góður nuddari. Ef einhver vill komast í nudd er síðan hennar hér. Hún er aðeins ódýrari en stofur. Annars er Freyja að fara í klippingu á eftir og ég fer með mömmu að skoða golfskó á útsölu í búðinni Hole in one. Kennarinn minn sagði mér að ég þyrfti skó :) Kommentið frá Hauki í gær var gott, og góður punktur þar á ferð. Það er rétt að tónlist í dag er nánast algert krapp, boy bönd og ofurpródúseraðir pretty boys and girls með ömurlega tónlist slá í gegn með ömulegri útgáfu af eldra lagi. Vegna þess að þessu fólki voru ekki gefnir hæfileikar, né var hægt að þjálfa þá upp í þeim. Þess vegna fá þau að taka lög eftir aðra sem þau ná á vinsældarlista og halda að þau séu góðir tónlistarmenn. En það er verra er að eins og Haukur segir, að þetta sé allt eins og mikið krapp í gangi, þá er það unga fólkið sem heldur að þetta sé það sem er gott. Svo þegar það hlustar á betra stuff eins og Bítlana, Duran, Depeche Mode, og bara hvað sem er, finnst þeim það bara vera eitthvað gamallt drasl. Jafnvel gæðatónlist í sem ennþá nær að leka gegnum slepjuna sem þekur allt (úúúú skáldlegur :) finnst þeim það vera ömurlegt. Þegar standardinn er svona lélegur, og krökkum og fólki eru seldar stereótýpur og mónótónískar eftirlíkingar hver af annarri sem geta ekkert, ekki einusinni feikað mæm á sviði...þá er illa komið fyrir fólki. Þetta kemur í raun beint inn í umræðuna hans Skúla Cuzumus um Totalitarianismann frá 19. águst. Skilgreining á Totaliterianisma er hér. Öllu er stýrt og einstaklingurinn fær ekki að velja, honum er sagt hvað hann á að velja. Þó það sé ekki beint gert af ríkinu, er það í raun þaðan sem viðmiðin koma. Stjórnvöld segja hvað má og hvað ekki, hvað er æskilegt með því að taka undir það sem markaðsmenn og auglýsendur segja, með því að mótmæala þvi ekki. Það má líta á það þannig. Ef maður lítur svona á hlutina fer maður kannski að hallast af því að Siggi Pönk hafi eitthvað til síns máls. Hvort er betra engin stjórn eða allavega lítil stjórn eða ofstjórn.

ágúst 23, 2004

Er að fara í nudd

Þá er það brostið á, ég er að fara í nudd kl. 18 hjá Gullu systur Freyju. Það verður snilld og vonandi lagar hún skrifstofusetuvöðvabólguna aðeins. Svo fara málin að flækjast aðeins, ég hætti hér 1 október í vinnunni, en eftir tvær vikur verður allt fullmannað og ég veit ekki hvar ég verð settur. Ætli ég hætti ekki bara viku fyrr en en áætlað er, eða tveim vikum fyrr. Ekki annað hægt ef ekki er pláss neinsstaðar. Well... það kemur í ljós.

Rap umræðan og fleira.

Ég póstaði þessa rap grein mina á Huga.is þegar ég setti hana hér inn, og so far eru komin 55 svör. Sum góð, önnur rugl, en ég fékk nokkur hrós fyrir að "segja sannleikann" :) og það er bara gott mál. Fríið fór þannig að við fórum með pabba upp í Munaðarnes á föstudagskvöldið. Var hlustað á gott gamallt eðal kántrí á leiðinni, sem sagt stuð í bílnum. Daginn eftir fórum við upp á Grábrók, grilluðum pulsur ekki pylsur.. PULSUR. Svo komu gestir sem ég þekki ekki neitt, eitthvað fólk úr sveitinni fyrir norðan. Það var fínt, vorum að kjafta, borða og þannig. Sunnudagurinn var slökun fram yfir hádegi, svo var farið Fjallabaksleið eða hvað það heitir frá Húsafelli til Þingvalla. Sem var fínt, en eitt sem mér fannst skyggja á ferðina, eða kannksi tvennt. Hávaði í veginum, því hann var rosalega harður, og svo skyggnið var ekki heldur gott á köflum. Við sáum Skjaldbreið, Langjökul, Okið og Þórisjökul, og fleiri fjöll og hóla. Íslensk auðn eins og hún gerist best. Svo þegar við komum niður á Þingvelli í frábæru veðri, logn og sól, eftir smá regnskúr. Regnbogar og rosalega fallegt umhverfi, var þar enginn. Ekki einn bíll, 2 tjöld og 4 túristar. Svo komum við heim og fengum okkur KFC um 10 leitið um kvöldið. Svo fór fjölskylda Freyju aftur til baka. Mér tókst að lesa smá Harry Potter á leiðinni yfir öræfin.

ágúst 19, 2004

Frábærar síður

Siggi Pönk er með flotta síðu sem er uppfull að sniðugum pælingum og leiðbeiningum. Hér er síðan hans Sigga Punk. Hér er síðan Andspyrna.net sem er einnig á hans vegum. En skoðið síðuna hans og linkana á þeirri síðu, ásamst því að skoða linkana síðunni Dordingull. Smellið hér til að komast beint þangað, því þar eru góðar leiðbeiningar við að gera hina ýmsu hluti. Eins og til dæmis hvernig á að halda tónleika, trúmal, deyjandi punk senuna, hvernig á að sleikja píkur rétt og svo framvegis. Check it out.

Um síðuna

Smá sem ég vil benda á. Það er þessi banner sem kemur efst, sem ég hef silfurlitaðann, sem er sniðugur, skoðið hann. Gott framtak hjá Blogger.com. Einnig mun ég bæta á síðuna einhverju skemmtilegu þegar á líður og ég nenni :) Linkar á blöð og tónlist til hlaða niður og þannig efni.

Sigur

Frábær sigur okkar Vís-Lendinga á Ítölum, Tvö núll og 20 þúsund manns á vellinu, eða hvað? Sigurinn staðreynd en ég á verulega bágt með að trúa því að það hafi verið 20 þús manns. Eins og Cuzumus segir í kommentinu frá því í gær gæti það ekki gengið upp. Á heimasíðu KSÍ má sá tölfræði yfir völlinn, og þar kemur fram að hann tekur 7 þúsund í sæti og 7 þúsund í stæði, samanlagt 14 þúsund manns. Smellið hér til að skoða. Þannig að fara að troða 6 þúsund manns meira á þetta litla svæði ætti að vera ógerlegt. Það sem er einnig merkilegt við þetta er að þetta svokallaða met verður ekki slegið þar sem það á að klára og byggja nýja stúku og klára hringinn og loka vellinum þannig. Þá kemur völlurinn til með að taka 12-13 þúsund manns í sæti og ekki hægt að bæta við neinu. Ég var á móti þessari stúku þegar hún var byggð 1997, því hún var of lítil. Núna sjá þeir að þeir geta sett 20 þús manns á völlinn og jafnvel fleiri ef það er góð aðstaða og fólk sér allstaðar vel. En hvað gera þeir, hafa völlin of lítinn. FÆREYJAR ERU MEÐ 15 ÞÚSUND MANNA VÖLL. Kommon... Aaaarrghh.. Pirringur og bölv... Hverskonar fávita skammsýni er þetta????? Auðvitað að að byggja völl sem tekur 25 þúsund manns því það er lítði mál að fylla hann. If you book them, they will come. Ég er sammála Skúla Cusumus um vallarmetið, verulega vafasamt. En svaka stemming og skemmtilegur leikur og frábær sigur eingu að síður. Svo hvet ég alla sem lese bloggið mitt (líklega bara 4 kannski :) að kommenta og lesa hin stórskemmtilegu kommet sem komin eru, og að öllumöðrum ólöstuðum heldur Cusumus uppi málefnalegum umræðum og er skemmtilegur penni líka. Hann og þið hin gerið þessa síðu þannig að hún er gagnvirk og skemmtileg, þó að rausið í mér sé misjafnt :)

ágúst 18, 2004

Ísland - Ítalía og fleira

Ég og Freyja erum að fara á leikinn á Laugardalsvellinum í kvöld. Menn búast við að vallarmet verði slegið í kvöld. Hið þekkta knattspyrnulið Ítala mætir, þjálfari Chelsea verður í áhorfendahópnum meðal annars. Svo langar mig á Lou Reed líka á föstudaginn í Laugardaslhöllinni, en það er séns að við förum í sumarbústað með tengdaforeldrunum á sama tíma. Svo missum við af menningarnóttinni líka því verðum í bústaðnum. Það er ok svo sem, þar sem ég hef farið í flest skiptina á menningarnóttina og það var rosalega gaman. En það verður frábært að fara í bústað og chilla....

ágúst 17, 2004

Rekinn !!!!

Jæja... þá kom að því. Mér var sagt upp vinnunni í dag. Eitthvað sem ég hafði búist við lengi enda ekki nema með tímabundna ráðningu. En það er alltaf leiðinlegt þegar sagt er við mann að maður sé að missa vinnuna. En þetta var viðbúið, því bossinn sagði við mig þegar ég var ráðinn inn hingað, að það væru mjög góðar líkur á að ég yrði hér áfram. Svo byrjaði hann að draga í land með það og fór að tala um hvað ég lærði mikið á því að vinna hér og svo framvegis. Það er næstum tveir mánuðir síðan ég spurði hann hvort ég fengi að vera áfram. En hann gat ekki svarað því fyrr en núna. Hann kallaði mig inn á teppið til sín og messaði svo yfir mér hvað hann gæti ekki haft okkur lausamennina lengur, (einn lögfræðingur í afleysingum líka) og við ættum að hætta þann 1 október. Þannig að ef vildum finna okkur aðra vinnu væri það gott tækifæri að fara að huga að því. Svo spurði hann mig hvort þetta væri ekki í lagi og hvort hann væri nokkuð að ganga að bak orða sinna, sem hann var að gera náttúrulega, en ég sagði nei. Sagði það við mömmu og mig að ég yrði mjög líklega áfram, en ekki lengur. Menn með 200 stig í IQ þurfa ekki að muna svona smáatiði. Þegar hann var búinn að tala sitt, sagði hann bara "þakka þér fyrir og þú mátt fara". Ég gat ekki sagt neitt því ég var eins og sést rekinn út frá honum. En þetta er hans samskiptamáti. Talar sitt og vísar fólki svo út. En hann er með 200 stiga IQ og því þarf hann ekki að hlusta á fólk, þvi væntalega veit hann allt.

ágúst 16, 2004

Rap, af gefnu tilefni

Boðskapur gangster rappara

Ég hef stúderað tónlist talsvert og get ekki orða bundist lengur. Allar tónlistarstefnur hafa sína texta og oftast eru þeir frakar misjafnir að gæðum. Ein stefna finnst mér þó bera af í vitleysunni, og það er þetta svokallaða “gangsta rap” eins og þeir 50 Cent og G-unit eru að kynna. Bæði eru það textarnir sem eru bæði flestir arfaslakir og svo er það þetta útlit og lúkk sem þeir kynna alveg rosalega hallærislegt. Boðskapurinn er samt það versta, þegar lúkkið og textarnir koma saman og úr verður heild sem er ekki bara fáránleg, heldur stórhættuleg líka.

Byrjum á textunum. Í gegnum tíðina hafa verið til svokallaðir bófarapparar frá því að rappið byrjaði uppúr 1975 eða þar nálægt. Ástæða þessarar stefnu í rappi og hip hoppi er sú að þessi tónlist byrjaði í hverfum svartra þar sem fátækt og glæpir réðu ríkjum og menn sungu og röppuðu um þann veruleika sem þeir þekktu. En í dag gera menn út á þetta glæpadæmi með því að tala eins og verstu ræflar. Glæpir eru gerðir cool, og kvenfyrirlitning er gríðarleg, sem og rasismi og andfélagslegur áróður. Dæmi: Á 50 Cent var talað um og fólk látið syngja um dóp og eiturlyf, krakkar sem vita ekki hvða það er eða hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Svo fjallaði eitt lagið um munnmök, sem krakkar hér líta á sem sjálfsagðin hlut segja margir. Rétt eins og það á fá sér sleikjó útí sjoppu. Annað dæmi sem margir þekkja sem eru orðinir eldri en 20 ára, og það er bandið Body Count, með Ice-T í aðalhlutverki. Þeir gáfu út lagið Cop Killer sem var bannað og allt varð vitlaust út af í USA vegna þeirra áhrifa sem það hafði á samfélagið. Þar var skotvopnum og morðum og dópi getr hátt undir höfði með fyrirlitningu á samfélaginu og þeim sem þess gæta, lögreglunni. Þetta er í raun inntakið í öllu sem þeir segja. Orð eins og bitch, whore (um konur) og pigs og fleira um löggur. Hvað læra menn af þessu og hvað hugsa unglingar sem þetta heyra. Það gerist sem einn hugari sagði á einhverjum korkinu, þegar hann lýsti showi 50 Cent. Slagsmál útum allt og aðallega svartir sem eru ósáttir við hvíta, eða eitthvað í þá áttina. Þetta er tónleikamenningu hér á landi til háborinnar skammar, ölvun og slagsmál og rasismi.

Útlitið er næst. Lúkkið hjá þessum mönnum er líka í raun fyndið ef eitthvað mætti kalla það. Berir að ofan með bling bling, eða gulldrasl um hálsinn og í tönnum og eyrum. Þetta er ekki veruleiki, þetta er ákveðin tíska. Einstaka glæpamenn og rapparar eru svona. Gott og vel, tíska á rétt á sér og er oft bara til góðs. En í þessu tilfelli er hún það ekki. Þetta finnst sumum cool og töff og er það þá þeirra vandamál J. Þessi tíska boðar að peningar og gull séu allt og menn eigi ekki að hafa neitt nema naktar konur og flotta bíla. Það er afskaplega þunnur boðskapur. Ekki neita ég því að naktar konur sé flottar né flottir bílar neitt slor. Minn veruleiki er allavega meira en það. Þetta yfirborðskennda lúkk þeirra og boðskapur er ekkert annað en yfirborðskennt rugl sem er ekki í neinum takti við raunveruleikann. Það er gott að dreyma og sýnast, en í tilfelli rappara eins og þeirra 50 Cent og G-Unit er þetta þeirra líf og boðskapur, sem þeir kynna öllum sem þeir geta. Það sem er verst við þetta að íslenskum unglingum finnst þetta töff og fá brenglaða hugmynd af lífinu og því sem þessir menn tala um. Bara nöfnin á þessum mönnum 50 Cent eru peningar, Young Bucks, líka peningar, og Lloyd Banks, Banki og peningar...Finnst fólki þetta vera töffarar, að láta skjóta sig og vera í veseni með lögreglu, slasa og drepa menn, selja nota og kynna eiturlyf fyrir ungu fólki, ala á rasisma og kvennhatri. Er töff að berja mann og annan? Er töff að skemma eigur fólks, Er töff að nauðga og fara illa með kvenfólk? Er töff að vera rasisti? Hvað finnst ykkur?

Svo maður tali ekki um tónlistarlegu hliðina, þetta er eins steingelt og ég veit ekki hvða. Eminem hefur gert góð lög, Quarashi eru fínir, en þessi 50 Cent og félagar eru bara gæjar með dj eða undirspil á teipi sem segja halda ekki upp lagi, því þeir eru hæfileikalausir tónlistarmenn. Góðir rapparar....það má deila verulega um það.

Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.

Nú kom að því að ég bloggaði smávegis, því ég skrifaði heila ritgerð um slagsmálin og það allt. Lítið gerðist um helgina annað en það að Þura systir Freyju var hjá okkur og á föstudagskvöldið fórum við smá rúnt í bæinn og stoppuðum á Hard Rock þar sem við sáum Sniglabandið spila. Þeir hafa verið með vinsælan útvarpsþátt á rás 2 þar sem þeir taka við óskalögum og spila þau live. Þetta var lokakvöldið og var svaka gaman. Það var einhver þjóðverji þarna í hópnum og þeir spiluðu fyrir hann Du Hast með Rammstein og Ein Bischen Frieden (ekki viss hvernig það er stafað) sem er gamalt Eurovision lag. Og spiluðu svo lagið með Rúna Júl, "Yngri konur, eldra whiskey, meiri pening" á þýsku, sem var snilld. Svo fórum við í bæinn og sáum nokkra Skota sem ekki voru farnir heim ennþá. Daginn eftir fórum við 3 að versla fyrir kaffiboðið sem var síðar um daginn, og svo þegar heim var komið var byrjað að taka til. Það var búið að taka til og baka og búa til brauðrúllur og þannig klukkan 15:30. Boðið byrjaði klukkan 16:00. Bara familían í því boði, plús Gunni og Herdís og Hersteinn Skúli hinn hressi. Helga vinkona Freyju og Þórunn og Sveinbjörn og strákarnir þeirra. Freyjan mín varð nefnilega 30 ára þann 3, ágúst 2004. Þeir sem ekki voru boðaðir eru hér með beðnir afsökunar, því húsrúm tekur ekki fleiri. SVo var það tölvuleikurinn sem ég gaf Freyju um daginn sem sló í gegn. Og þeir sem festust í honum (eins og við var að búast) voru eftirfarandi: Sveinbjörn sem viðurkenndi að hann hefði líklega sektað sjálfan sig, svipt sig ökuleyfi og lokað sig svo inni ef hann gerði það sem hann gerði í leiknum úti á götu. Svo voru það synir hans báðir og svo Bjarni bróðir minn. Hann flæktist svo illa í Need for Speed Underground að hann sást ekkert alla veisluna, en menn vissu af honum því alltaf heyrðist árekstrahljóð og blótsyrði af og til innan úr svefnhreberginu þar sem tölvan er. Einnig fylgdist veislan með honum í smá stund á sjónvarpsskjánum því tölvan er tengd við hann. Svo þegar veislan var búin kom Andri í heimsókn og kjaftaði smá stund og fékk afganga. Við Freyja horfðum svo á tvo þætti af Penn and Teller Bullshit. Sem eru snilldin ein. Svo vorum við bara að kjafta og hlusta á diskana sem Bjarni og Yukari gáfu okkur, sem eru ansi góðir. Skúli... smá til þin, þetta er svolítið svipa Budda Bar sem þú lést mig fá einusinni. Gott stuff. Svo daginn eftir fórum við Freyja með mömmu og pabba i golf í Setberginu, Freyja var að ná fínum höggum og ég spilaði betur en í langan tíma. Mamma og pabbi voru bæði að standa sig vel og allir bættu sig milli hringa, nema Freyja, en hún var samt að spila fallegt golf, það voru bara púttin sem voru að angra hana. Frábært veður, ekki ein heitt og verið hefur en nóg samt. Svo komum við heim og ég horfði á Manchester United gegn Chelsea á Skjá einum sem eru með enska boltann núna. Helvítið hann Eiður Guðjohnsen skoraði eina markið og mínir menn í Manchester töpuðu. Chelsea er bara að kaupa titilinn og hana nú. Svo komu Maggi og Ásta og fengur leyfar (er það með Y eða I ?) af ostaköku og kaffi. Við vorum að setja upp vírusvörn og eldvegg og Nero og þannig efni. Einnig lét ég þau fá nokkrar myndir. Svo sáum við einn þátt af Stargate síson átta. Og vorum soldið rugluð í því þar sem þetta átti að vera Stargate Atlantis sem er spinoff sería. Þar sem við vorum búin að missa af síðust7 seríum þar á undan var þetta frekar erfitt, en samt ekkert mál þegar á leið. Svo var það Elvis Presley sem fannst látinn 16, ágúst 1977. Lifi minningin um hann.

ágúst 12, 2004

Sá líkamsárás í gær

Gærdagurinn var frábær en endaði á frekar leiðinlegum nótum. Hann byrjaði vel og um kvöldið fórum við Freyja í golfkennslu þar sem gallar á minni sveiflu voru lagfærðir....vona ég, og gallar á sveflunni hennar Freyju voru líka lagaðir, enda er það tilgangur kennslunar :) Svo fórum við til Gullu og Þuru systra Freyju og fengum nokkra rauða og fjólubláa hlaupkalla og MTV beint í æð. Svo fórum við í bæinn því veðrið var svo gott. Þegar við erum á leið í bæinn langaði okkur í ís, enda ekki nema furða, það var brakandi hiti og sviti úti. Við fengum okkur ítalskan kúluís í boxi í gæðaísbúðinni í Vegmúla held ég, beint fyrir ofan Laugardalshöllina. Snilldar verslun þar á ferð, og mikið betri ís heldur en í ísbúðinni í Fákafeninu, sem er gríðarlega vinsæl, af einhverjum ástæðum ég veit ekki. Einusinni var sú búð í Áflheimunum, þar sem Bakarinn á hjólinu er, og var fyrst og fremst "ódýr". En í dag er hún ekki ódýr en fólk verslar þar þó svo þeir noti sama í og allar aðrar ísbúðir og sjoppur í bænum. Nema þessi sem við fórum í. Mæli með þeirri búð. Þetta er typical íslendiga eðli.....allir versla þarna af því að er flott, en enginn veit í raun af hverju. Og ef fólk er spurt, þá er svarið, hér er besti ísinn....og horfa svo framan í heiminn eins og Dobbelja Brúskur þegar hann veit ekki hvað hann á að segja....stupid looking... En hvað um það, við fórum svo með ísinn okkar niður að Laugardalshöll þar sem 50 cent var að spila, Við heyrðum eitt lag og við ákváðum að það væri meiri skemmtun að labba upp á bilaplan frekar :) Svo héldum við áfram sem leið lá niður í bæ, og tókum einn Laugarveg, og skoðuðum mannlífið. Þar voru hellingur af Skotum í Skotapilsum og allir á svaka djammi. Dunfirmline liðið er að fara að keppa við Skagamenn í kvöld í Evrópukeppninni í fótbolta og um 700 skotar fylgja þeim, eða voru það 300? Allavega hellingur af þeim allir í svakalega góðu skapi eins og þegar Skotar spiluðu við Íslendinga í fyrra. Svo var hellingur af öðrum útlendingum og Íslendingum í bænum. Þetta var líkara föstudagskvöldi en miðvikudagskvöldi. Og veðrið gerði það að verkum og fólkið að þetta var eins og í útlöndum. Svo kíktum við fyrir framan Gauk á Stöng þar sem var band að spila Doors lög, alveg hörku fínt hjá þeim. Hlustuðum á tvö lög fyrir utan :) Svo þegar heim var komið var planið að slaka á og fara svo að sofa. En þegar ég rétt kominn upp, heyri ég einhver læti fyrir utan, meðal þess sem ég greindi var Yeeha, 50 cent rules....og eitthvað þannig gáfulegt :) Ég kíki út um gluggann og sé ekkert, en heyri smá köll og læti. Svo eftur um hálfa mínútu eða minna jafvel, heyri ég svaka læti og lít út og sé þá slagsmál fyrir utan. Einn náungi að ráðast á annann, sá sem ráðist var á hröklaðist undan hinum en náði að verja sig vel samt. Svo hrasar hann afturfyrir sig og lendir á svona steinahleðslu sem aðskilur bílaplanið og húsið. Hann dregur árásarmanninn niður með sér, og sá reynir að lemja og berja mið miklu offorsi, og þeir takast á og þessi sem var agressívari reyndi að lemja hausnum á hinum niður við steinana. En honum var ekki að takast að berja nógu vel á fórnarlambi sínu, þannig að vinir hans urðu að hjálpa til. Tveir þeirra fóru að sitthvorri hlið þess sem var fórnalambið, og byrjuðu að sparka og kýla hann líka og halda honum eitthvað svo að árásarmaðurinn gæti lamið meira. Þarna voru þeir þrír á einum. Ekki nóg með það, heldur þegar þeim gengur ekki nógu vel að berja strákinn því hann barðist alltaf á móti eins og hetja. Kemur fjórði maðurinn og hoppar upp á planið og byrjar að berja og sparka í hausinn og hnakkan á þeim sem var verið að berja. Svo tók hann sig til og tók spark í hausinn á stáknum sem var svo fast að David Beckham hefði verið fyllilega sæmdur af því að framkvæma inni á vellinum. Sem betur fer, og ég segi og skrifa það aftur, sem betur fer hitti hann ekki fullkomlega. Þvílíkt var sparkið, og ég fékk hálfgert sjokk, þvi þetta var svo fast. En hann hitti sem betur fer ekki með tánni í hnakkann á manninum, því sá hinn sami hefði líklega hálsbrotnað eða fengið skóinn inn í heila gegnum hnakkann. Hann hitti í hann aftanverðan en líklega í hliðina þó. Þá slepptu þeir honum eða hann hrinti einum frá sér og hinir hoppuð aftur frá honum. Meðan hann lá kom þessi árásarmaður og gekk að hinum og sló hann í hausinn og sagði, láttu hann svo í friði þarna aumingi eða eitthvað þannig....Mér meira að segja sýndist einn vera með myndavél eða síma sem hann labbaði með afturábak eins og hann væri að taka myndir. En það er ekki víst. Miðað við hvað maður sér, þá er það ekki fráleitt. Enda virtust þeir vera að leita sér að manni til að berja og til að láta sig vera stóra kalla, sem þurfa að vera fjórir á einum og kalla það slagsmál. Þetta tók ekki nema nokkrar sekúndur, og þegar ég var kominn niður voru þeir farnir og strákurinn kominn hinum megin við götuna og var að tala við lögguna í símann. Sem kom, eftir allt of langan tíma. Þegar þeir sáu blóð, uppveðruðust þeir allir og sá að þetta var einhver alvara, en ekki einhver sem hafði fengið kjaftshögg í fylleríi. Ég lýsti því sem ég gat og verð hugsanlega kallaður til vitnisburðar síðar, ef hann kærir. Fórnarlambið stóð sig vel því hann náði að halda þeim frá sér og berjast við þá marga í einu, en hann mátti ekki við margnum. Þeir hefðu léttilega getað drepið hann og þetta spark var rosalegt. En þvílíkir aumingjar að berja svona margir á einum. Það er t0ff að vara rappaðdáandi í dag. Maður er bad-ass... eða er maður bara venjulegur asshole?

ágúst 11, 2004

Veðrið.. hvað annað

Ég hef ekki bloggaði mikið síðust daga, vegna veðurs. enda einmuna blíða búin að vera síðust dagana. Hitinn var bara um 25 gráður í skugganum í hádeginu, en er núna samkvæmt CNN veðurspánni bara 23 gráður. 25 er sama og 77 Fahrenheit skalanum. Rakinn var var 53% áðan en er núna 49%. Allavega er bilun að láta fólk vinna inni í svona stofnun eins og ég er að vinna hjá, því að þó hún loki gerist ekkert, hún rúllar bara á morgun eins. En hér fær starfsfólk ekki að njóta neins, ekki frí vegna hitamets í borginni, ekki árshátið, ekki starfsmannasjóður til að gera eitthvað, ekki neitt. Núll.... En hverjum er ekki sama...Það er grill hjá Landsbankanum hér fyrir neðan klukkan 14. 00 í tilefni veðursins, og ég fer þangað, fæ pulsu og kók. Allavega bara kók :) Svo síðar í dag förum við Freyja í golfkennslu tíma hjá henni Ragnhildi Sigurðardóttur í Básum í Grafaholti. Svo verðum við að leika okkur á æfingasvæðinu fyrir eða eftir þann tíma. Í gær hinsvegar fórum við að sækja Þuru þegar hún kom út úr Laugardalshöllinni efir að hafa horft á Pink tónleikana. Þeir voru að sögn vel heppnaðir. En það sem mér þótti merkilegast var enn og aftur veðrið. Það gerist ekki oft að maður getur farið út klukkan ellefu um kvöldið á stuttbuxum og stuttermabol, og verið heitt. Ekki smá svalur blástur, heldur heitt. Og aftur í dag er svona veður, nema eins og segir hér á undan, betra veður. Þessi síðasta setning hljómar svolítið undarlega, en það verður að hafa það.... nenni ekki laga neitt á þessu bloggi.. Allt á að vera eins og það kemur af lyklaborðinu. Maggi og Ásta eru komin í heimsókn í vinnuna.... Later...

ágúst 06, 2004

Föstudagsfárið..eða hvað?

Friday night fever....hljómar ekki eins vel og orginal-inn. Það var húsfundur í gær, og allt var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, Ragnar, gamli bjáninn er búinn að átta sig á því að hann hefur tapað völdum og virðingu í húsinu. Það væri hægt að gera heila bók um ruglið í honum eða halda úti vefsíðu....sem gæti svo sem heitið; Sögur af bjána, eða eitthvað slíkt. Það á að laga skólprör sem er bilað, taka nokkur tré úr garðinu, laga fánastöngina og svo laga þakið á næsta ári. En ég er alvarlega að íhuga að setja sögur af Ragnari hér á netið, það er bara spurning hvort ég nenni að pikka þetta allt inn, þetta er svo mikið. Annars er Þura litla systir hennar Freyju að koma í kvöld, og ætlar að sjá PINK tónleikana í Laugardalshöllinni á morgun held ég. Þetta er slæmt, það eru tveir möguleikar í tónleikaflórunni, Pink og 50 Cent. Ég myndi ekki borga 50 cent til að sjá pink...:) hahahaha.... Fuuuunnnnýýýýý. Ég ætla að horfa á Rímnastríð í sjónvarpinu á Popp Tíví í kvöld. Það eru allir Eminem wannabíarnir að reyna að rappa hvern annan í kútinn. Þeir koma úr húddinu í Breiðholtinu og slumminu bak við KR heimilið, svo koma nokkrir líklega úr Grafarvoginum þar sem upper classið býr. "The come from the "hood" in Wide Hill, the slum behind the KR asylum and from Cemetery Hill where the upper class rule. " Þetta er svona lausleg þýðing á enskuna.....ég óska hér með eftir fleir þýðingum á máli sem wannabe Eminem-ar skilja.

ágúst 04, 2004

Helgin búin og ég á lífi.

Helgin búin og ég er ennþá á lífi. Róleg helgi miðað við marga....Við Freyja hittum Magga og Ástu á laugardaginn og voru þau hjá okkur í nokkra tíma. Svo borðuðum við Freyja og fórum svo niður í Laugardal í Fjölskyldugarðinn þar sem Stuðmenn ásamt Long John Baldry voru að spila, blues og svo sína dagskrá. Hellingur af fólki var þarna og mikið fleiri en búist var við. Þannig að það tók okkur um 20 mínútur að komast inn í garðinn og gegnum hann að sviðinu. Gæti hafa verið lengur en það. Allt krökt af fólki, eða um 17.000 manns eins og giskað var á, því talning einfaldlega gekk ekki upp því svo mikið var af fólki að starfsfólkið í miðasölunni hafði ekki undan, enda bara tveir á vakt. Og þeir sem voru að telja voru komnir með krampa í þumalinn á því að telja fólk inn í garðinn með handteljaranum. En hvað er þetta með fólk og barnavagna og kerrur. Hvers vegna í andskotanum er fólk að fara með svona kerrur og vagna inn í svona mannfjölda? Þvílíkt rulgl, þar sem þetta tefur allt og tekur mikið pláss, og svo labbar þetta lið alltaf hlið við hlið, með nokkra vagna og nokkra krakka eins og flugur í kring. Þetta gerir það að verkum að ef þau labba hægt verða hinir 10.000 fyrir aftan líka ennþá hægar, því enginn kemst framúr. Og ef maður biður um að fá að skáskjóta sér framhjá, er maður álitinn fáviti fyrir að troðast. Legg til að þessi hegðun verði bönnuð, og fólki með vagna og kerrur sent heim þegar svona viðburðir eru. Annars voru Stuðmenn frábærir og veðrið og umhverfið og stemmingin alveg engu lík. Við vorum léttklædd með létta jakka og nokkra bjóra í bakpoka. Eftur skemmtilega útiveru í dalnum hringdi Andri í okkur við við fórum í Snooker í Faxafeninu. Jafnir leikir en Andri hafði þó sigur, því eitthvað hafði bjórinn áhrif á mig og mína spilamennsku þó ekki hafi ég drukkið mikið. Daginn eftir vöknuðum við á hádegi, og fórum í golf með mömmu og pabba í Setberginu. Þau hafa tekið miklum framförum, og fóru völlinn litla bara á fínu skori. Sama var ekki að segja um mig, en ég spilaði illa. Þó hef ég tekið miklum framfötum en lítið spilað úti á golfvelli. En spilamennskan mín þar er í raun verri en í fyrra. Líklega er það óöryggi vegna þess að ég er að reyna að skjóta lengra og fastar með hærri númeruðum kylfum. Ég ætlað að halda mig við mína venjulegu sveiflu næst og sjá hvað gerist þá. Freyja spilaði vel einnig. Síðan horfðum við á The Bourne Supremecy með Matt Damon, og var hún fín. Bara góður hasar. Mánudagurinn leið bara í móki og afslöppun. Man í raun ekkert hvað ég gerði. Held að ég hafi horft á einhverja bíómynd, annars er það ekki merkilegt þegar heill dagur hverfur úr minninu svona léttilega. Þriðjudagurinn var betri. Fór til læknis og svoleiðis, en Freyja átti ammæli og varð 30 ára þann dag. Sem þýðir að hún var getin sama dag og ég fæddist, sem er akkúrat 9 mánuðum fyrr :) Hún fékk digital myndavél frá foreldrum sínum og systrum. Flíspeysu og flísvesti frá mömmu minni og pabba. Þá get ég loksins hent þessari grænu ljótu flíspeysu sem hún á :) Ég gaf henni glös í stíl við bollana okkar sem eru með einhverjum dýramyndum á. Hún var svaka ánægð með þetta allt. Svo gaf ég henni 3 tölvuleiki og Force Feedback stýri til að spila kappakstursleiki með :) Gaf henni Need for Speed: Underground, og Colin McRae Rally 3. Svo fékk hún Tiger Woods PGA Tour 2004 leikinn, sem var eiginlega fyrir okkur bæði þar sem við vorum búin að tala saman um að kaupa hann. Ég fékk leikina á góðu verði. En Freyja hefur varla verið viðræðuhæf síðan þetta stýri kom á heimilið, því núna situr hún við tölvuna og keppir í göturalli eins og brjálæðingur. Mig langaði til að gefa henni eitthvað annað en þetta hefðbundna sem fólk fær í ammælisgjöf, skartgripi og þennig hluti. Eitthvað sem maður myndir ekki kaupa sér venjulega og væri hægt að hafa bara gaman af. Comment plis. Var þetta sniðugt eða ekki?

júlí 30, 2004

Verslunarmannahelgarfríið...vá langt orð.

Nú er komið frí. Loxins komið frí....og núna er ég að tala við Andra á msn og tala við Freyju sem er að lesa eitthvað blað, og að blogga og að brenna diska fyrir Magga og Ástu, á meðan ég bíð eftir að Silli og Tína komi í heimsókn. Ekkert smá fjölhæfur. Annars er bara gott að vera kominn í frí. Af þessum frönsku mönnum á hálendinu að frétta er að þetta er líklega gabb, en samt eru þyrla og jeppar og fullt af björgunarsveitarmönnum að leita útum allt. Hvaða fávita dettur í hug að gabba svona... Menn að leggja sig í stórhættu við að bjarga fólki sem ekki í nauðum. Nema því vanti klósettpappír :)

júlí 29, 2004

Fækka fötum til að blotna ekki.

Núna þori ég varla heim, það er svo mikil rigning og rok. Ég samt brá að það ráð þegar ég kom í morgun á hjólinu mínu að vera í stuttbuxum. Ég fauk í vinnuna í morgun en hinsvegar verður mikill mótvindur á leið heim og meiri rigning. En kosturinn við þessa ráðstöfun að vera í stuttbuxum er sú að fötin blotna ekki eins mikið þannig. Svo vantar frambretti á hjólið mitt og ef ég fer í poll eða er úti í rigningu spýtist alltaf vatn upp um mig allann, og sérstaklega skálmarnar á buxunum. Sem sagt, fækka fötum til að blota minna. Ég var bara með föt til skiptanna í bakpoka sem ég er í núna. Mæli með þessu. Svo las ég í fréttum að um 20 Franskir ferðamenn væru týndir uppi á fjöllum í versnandi veðri, hvassviðri rigning og vatnavextir í ám. Þyrlan og björgnarsveitir eru farnar upp á fjöll til að leita af þeim. Það spaugilega við þetta, ef svo mætti segja, því það er í raun ekki fyndið heldur grafalvarlegt, er að þeir eru allir með magakveisu sem stafar liklega af matareitrun. Það merkir að þeir eru allir bölvandi á frönsku og með bullandi niðurgang lengst uppi á heiði í skítaveðri, sem óneitanlega fær nýja merkingu við þessar aðstæður. Líklega er allur klósettpappírin búinn og mosinn dugir skammt í svona aðstæðum. :)

júlí 28, 2004

Sundlaugarvörðurinn ógurlegi.

Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni hjá mér þessa síðustu daga og svo bilaði fyrst heimasíminn og svo netið heima. Því var lítið um blogg hjá mér síðastliðna daga. Ekki mikið búið að gerast. Ég fór með Bjarna bróðir í golf og hann vann mig með fimm höggum á korpunni. Ekki vegna þess að hann var að spila svona vel, heldur var ég að pútta eins og alger bjáni. Ég var í nóló gírnum. Í golfinu á maður að pútta sem sjaldnast, en leikurinn sem ég var í gekk útá það að pútta sem oftast, þó ég væri ekki að reyna spila þann leik. Á þessu eru samt tvær góðar hliðar, Bjarni e,r og veður næst "overconfident", og ef ég spila eins og maður í styttri höggum og púttum rústa ég honum :) Við fórum í sund með Silla og Tinu á mánudaginn var í Laugardalslaugina og ég fékk frítt inn :) þar sem ég er í bónus klúbbnum í Hreyfingu. Silli og Tina unnu okkur Freyju í sundboltakörfuleik með Make it-take it fyrirkomulagi. En við Freyja vorum að draga á þau þegar við hættum til að geta komst í pottinn smá stund. Svo er Silli líka svo stór að það er ekki gaman að vera á móti honum í svona leikjum :) Svo lentum við í pottinum sem er ekki í frásögur færandi. nema að þessi sundlaugarvörður var svo skapstyggur að mönnum og konum í pottinum stóð ekki á sama. Satt að segja varð fólk skelfingu lostið, þegar hann sagði við einn 8 ára strák sem sat í pottinum með svona lítinn bolta, "EKKI VERA MEÐ BOLTANN Í POTTINUM, FARÐU MEÐ HANN Í GRUNNU LAUGINA". Hann sagði þetta ekki. hann þrumaði hátt með reiðilegri röddu yfir allar laugarnar. Svo rétt á eftir sagði hann svo aftur með sinni reiðu rödd. "LÖGIN LOKAR EFTIR 10 MÍNÚTUR." Þegar hér var komið sáum við okkur bestan kost að flýja í dauðans ofboði. Enda sagði hræðslusvipur sundlauga gesta meira en mörg orð..... Nú er ég ekki vatnshræddur eins og sumir, heldur sundlaugavarðahræddur. Þetta syndrome heitir víst eitthvað, en ég fann það ekki á netinu. Google brást mér... :( Annars er lítið að frétta. Horfði á I Robot með Will Smith, sem var ok, en afskaplega þunn, þar sem ekki var kafað ofan í málin, heldur snérist þetta aðallega um hasar. Svo skipti ég yfir á Van Helsing, og eftir um 20 mín ákvað ég og Freyja að fara inn í rúm að lesa. Ég að lesa Harry Potter and the Order of Phoenix og Freyja var að klára The Notebook sem er núna Hollywood mynd sem verður sýnd hér bráðum. Man ekki hvaða bók hún er að lesa. Einhver bók um stelpu sem er myrt og hún bútuð niður, og svo horfir hún á líf aðstandenda og morðingja frá himnum. Svo var ég að sækja um vinnu hjá fyrirtæki einu í bænum og vona að ég fái starfið. En eins og vanalega verður svarið líklega nei. En maður veit samt aldrei..... Meira síðar.......

júlí 23, 2004

Lítið að segja þessa dagana.

Ég fór svo miklum framförum í blogginu um daginn að ég er bara útbrunninn.....Nei segi svona bara. Það er búið að vera nóg að gera í vinnunni, ennþá að vinna persónulega mál fyrir yfirmanninn. Það er eins gott að hann ráði mig áfram vegna þess að ég er að redda ótrúlegustu hlutum fyrir hann prívat og persónulega. Hann þakkar ekki fyrir sig einusinni. Baaastard. Það er rigning andsotans.. og ég á reiðhjóli... :(

júlí 21, 2004

Greindarvísitölupróf götunnar

Þessi titill sem vísar í póst sem Mr. Cumulative Sum Guðmundsson ritaði sem comment við pistil minn um netsvindlara. Þetta orðalag er snilld, vegna þess að það segir svo mikið um fólk og viðbrögð þess við áreiti, og þær ákvarðanir sem það tekur. Þetta skiptir jú máli þegar maður hugsar um póltíkina og fjölmiðlana sem eru aðaumræðuefnið í samfélaginu í dag. Davíð "Hinn réttláti" Oddsson vill greinilega klekkja á Herra Ólafi Ragnari forseta (þetta með Herra, er bara til að stríða pabba :) Þetta sjá allir nema meðlimir og stuðningsmenn sjálfstæðisflokksins sem flokkast undir Já menn svokallaða. Það eru hinir foringja hollu fótgönguliðar flokksins. Þessi lýsinga minnir svolítið á forvera og forfeður og skoðanabræður sjálfstæðismanna í stríðinu, Nasista, og hreyfingu ungliða þeirra, Hitlers ækuna. Hinn svokallaði vitiborni maður sem gengst undir skilgreiningu Mr. C. Sum. um greindarvísitölu götunnar, á hverjum degi, sér þetta eins og það er. Síðasta tilraun Davíðs til að ná sér niðri á Forsta okkar, og í leiðinni traðkar hann hann á því eina sem kalla mætti alvöru lýðræði, með því að svifta almenning réttinum til að kjósa. Dobbelja Brúskur í Ameríkunni gerði þetta í Florída og er ásakaður um svindl, og óheiðarleika. En rétt eins og þeir vinir og skoðanabræður (veit ekki á hvorn hallar meira) Dobbelja og Davíð skiptir heiðarleiki ekki máli, ekki frekar en persónulegir hagsmunir. Dobbelja vill olíu og sýna Brúsk eldri að eitthvða sé varið í hann með þvi að klára eitthvða sem sá gamli byrjaði á (Írak og það allt) og Davíð að sýna skítlega eðlið sitt og ná sér niður, persónulega, á Ólafi fyrir að taka af honum völdin þegar þjóðinni ofbauð heiftin og ruglið í Davíð Oddssyni. Davíð ætlar sér að drepa niður málskotsrétt forseta, með því að freista þess að breyta stjórnaskránni seinna, og með því að afturkalla eigin lög sem hann taldi nógu góð, og reyndar stuðningsmenn þessara laga líka, að þau voru samþykkt af löggjafarsamkundu okkar V-Íslendinga. Annars er það af mér að frétta að ég er bara að vinna og fer út á tún eftir vinnu að golfast til að æfa sveifluna, allavega er það á stefnuskránni. :)

júlí 19, 2004

Helgin er komin... og farin.

Þetta var viðburðarrík helgi. Freyja kom heim á föstudagskvöldið og það var Gulla systir hennar sem kom með hana heim. Ég var bíllaus og gat því ekki sótt hana á flugvöllinn. Við sátum og kjöftuðum til miðnættis og það va fínt. Daginn eftir fórum við Freyja á fætur til að taka til og gera íbúðina fína, sem tókst svona sæmilega. Við vorum búin að plana að hitta Vilborgu vinkonu Freyju sem er að flytja til Akreyrar, en það klikkaði þar sem við vorum að hugsa um jazzinn á Jómfrúnni en við nenntum ekki þangað þannig að við Freyju ætluðum í sund, en þegar við erum búin að labba alla leið niður í laugardalslaug í frábæru veðri, talaði Freyja við Vilborgu sem var búin að segja foreldrum sínum frá jazzinum. Þau fóru þangað og við hittum bara Vilborgu síðar, en við Freyja fórum til mömmu og pabba án þess að fara í sund. Þess í stað fengum við bílinn lánaðan og fórum í bíltúr á Þingvelli, Laugarvatn, Skálholt, Biskupstungur, Reykholt, Laugarás, Sólheima í Grímsnesi Selfoss og í fjöruna okkar Freyju við Eyrabakka brúnna, ásamt fleiri stöðum þarna á milli. Meðal þess sem við sáum var brúin í Laugarási sem pabbi byggði fyrir lööngu síðan. Flott hengibrú þar... gott hjá þér pabbi. Annars vorum við að ræða það hvert okkur langaði í útilegu, og við komumst að því að Snæfellsnesið er næsta stop, hvort sem við förum bara tvö eða með Magga og Ástu, og þeim leist vel á Snæfellsnesið um daginn allavega. Sunnudagurinn var þannig að við vorum á bílnum og fórum í Smáralindina þar sem við sáum ömurlegt tívolí sem var svo dýrt að ég reyndi ekki að fara í einn skotbakka einusinni, til að reyna vinna mér inn svo sem eitt tuskudýr eða svo. Þetta er algert bull, og að fólk og unglingar séu að láta hafa sig að fíflum með því að borga í þetta er alveg ótrúlegt. En ef fólk virkilega borga í þetta, þá á það, það bara skilið að vera "ripped off". Svo fórum við á Bása, skotsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur og vorum þar, áður en við fórum heim og svo þaðan beint í móttöku hjá Fram fyrir leik Fram og ÍBV, þar fengum við snittur og kökur og rauðvín og bjór og gos og bara það sem okkur langaði í. En við fórum ekki á leikinn, þvi Freyja kíkti til Þórunnar vinnkonu sem býr þar nálægt og ég sá leik með liðinu Áreitni FC sem ég stofnaði ásamt Andra fyrir 7 árum síðan. 2-0 í hálfleik fyrir Áreitni en Gerifulgarnir sigruðu arfaslakt lið Áreitni í síðar hálfleik og staðn varð 2-5 í lokin. Sorglegt. Reyni að segja eitthvað meira en bara lýsingu síðar í dag. Verð að fara segja eitthvað að viti :) bráðum.

júlí 16, 2004

Kærastan kemur til mín :)

Þetta er góður dagur í dag. Gott veður og Freyja kemur heim til mín í kvöld eftir 5 daga fyrir norðan í sveitasælunni og heyskapnum.  Þessir dagar hafa verið í raun fínir, en Freyju hefur vantað. Samt svaf ég yfir mig í morgun, ætlaði í gymmið klukkan 6.20 en svaf til 8,20. Kannski ekki nema von, ég var með gesti í gær til að verða ellefu og svo sofnaði ég ekki fyrr en eftir miðnætti.  Það kemur dagur eftir þennan og ég stefni á að bæta upp skrópið með ferð í gymmið á morgun. Freyja spurði mig hvort ég væri búinn að gera eitthvað af mér, og ég varð eins og kleina, þvi ég vissi ekki upp á mig neina sök. Eftir að hafa spurt hvað hún væri að meina, kom undarlegt svar; "var bara að athuga hvort þú værir búinn að breyta í stofunni eða eitthvað þannig". Þetta var undarlegt, en skiljanlegt þar sem mig langar til að breyta í stofunni, en Freyja er svo íhaldssöm að það má ekki. Ástæðan fyrir þessu undarlega svari var sú, að fyrir nokkrum vikum eða mánuðum vorum við að tala um þetta í fjölskylduboði, og ég sagði að ef hún vildi ekki breyta með mér myndi ég gera það þegar hún færi norður alein einhverntímann.  Samt er það fyndnasta við þetta að ég var búinn að gleyma þessu og hafði ekkert slíkt í huga....þar til núna :) múúhahaha..... Ég hef nokkra tíma frá því að ég kem heim úr vinnunni þangað til hún kemur heim :) þannig að ég get umturnað öllu og þá er skaðinn skeður og ekki hægt að skamma mig neitt. Allavega ekki mikið....vona ég....

júlí 15, 2004

Ruslpóstur og fleira

Skrapp út á tún að æfa sveifluna í gærkveldi, notaði P og S og allt gekk upp :) Skemmtileg tilbreyting það. Annars er stórkvöld í kvöld. Maggi og Ásta koma í heimsókn og við eldum saman og kíkjum Penn og Teller Bullshit, South Park og fleira gott sjónvarpsefni. Var víst búinn að lofa þeim að kópera Nick Cave, sem er snillingur náttúrulega. Ég fór í spinning í morgun og með mér í gymminu var bara ekkert nema nágrannar mínir. En núna er ég að hlusta á Ozzy Osbourne í útvapinu, og hann á sama ammælisdag og ég. Annars var ég að lesa grein af BBC vefnum sem segir frá mönnum sem nota netið og þekkingu sína á tölvum og netinu til að skemmta sér á kostnað, og ná sér niður á Nígeríu svikamönnum svokölluðum, sem senda bréf og lofa milljónum en svíkja svo þessa bjána sem falla fyrir þessu. Eins og Íslendingurinn sem kom fram í Dagblaðinu. Ég fæ nokkur svona bréf af og til, en þrátt fyrir mikla gróðavon hef ég ekki fallið fyrir þessu ennþá :) En fá póst frá vinum og kunningjum sem eru að lofa einhverju, eins t.d. hamingju eða peningum ef ég sendi þetta 5 aðila eða allra sem ég þekki, ÞAÐ ÞOLI ÉG EKKI. Þetta ætti að banna. SKAMM þið sem eruð að senda þetta andskotans rusl. Besta leiðin til að losa sig við svona póst er að nota ekki sína aðal addressu á vefsíðum, og bara nota hana í póst sem maður á von á og sendi á áreiðanlega aðila. Önnur leið er líka til, en hún er ekki endilega skynsöm, það er að flooda pósthólf þeirra sem senda manni svona rusl, sérstaklega ef þeir eru vinir eða fjölskylda...Annars er gullna reglan sú að það er bannað að svara rulspósti, því þá kemur meira og meira og meira og meira og meira... Ég ætla að reyna komast út á tún samt í kvöld og slá nokkrar kúlur áður en þau koma.

júlí 14, 2004

Kominn í vinnuna.. er að elta uppi allskonar misfellur og eitthvað sem gengur ekki alveg upp. Timafrekt en gaman. Veit ekkert hvað ég geri í dag. Byrja á því að klára vinnuna og hengja upp þvott heima. Svaka stemming.... Er frekar andlaus í þessa stundina og er í alvöru að hætta við að pósta þetta innihaldslausa blogg.

júlí 13, 2004

Puntur... menningar punktur.

Skúli var svikinn.... það var þessi eðal menningar Punktur eða bara Punktur eins það heitir á laugardaginn. En það er þér að kenna skúli að vera flækjast í Ameríku þegar það er punktur á dagskra. En góðu fréttirnar eru þær að ég fann gamalt blað sem við gáfum út... Bowling Weekly, sem er alger snilld. Og verða greinar úr því blaði birtar á netinu við tækiæri.

Aleinn .....

Ég er orðinn aleinn. Freyja fyrir norðan og ég einn heima. Það er svolítið undarleg tilfinning að koma heim úr vinnunni og vita að enginn kemur heim rétt á eftir, eða bíður eftir manni. En ég er hress og fékk mér pizzu í kvöldmat, og horfði á Harry Potter and the Prisoner of Azkaban í sjónvarpinu aleinn.....Skilinn einn eftir... andvarp... Nú er það næst að fara í draumalandið undir sænginni....og vakna svo spærkur og fara í vinunna....

Morgun dauðans part 2

Ég er ekki viss um að skáldið Lorca heiti Federico, ég veit bara að Fellini hét líka Federico...en hverjum er ekki sama. Fór í spinning í morgun og lifði bara af.. þetta var mikið púl, en ég komst frá þessu lifandi og er bara mjög sprækur. Svaf reyndar yfir mig en náði í tímann, þó Gunni "Der Fleisch Kind" hafi farið á undan mér og sleppt spinning þar sem ég kom ekki....fyrr en seint og síðarmeir....Við ætlum að fara á fimmtudaginn í staðinn. Búið að vera mikið að gera núna fyrir hádegið, og ég var smá þreyttur eftir tímann, en það sem gerði þetta að öðrum morgni dauðans var þegar ég hjólaði í vinnuna, það var ekki létt. Annars er þetta "Kind" dæmi hjá Gunnari eitthvað sem verður að skoða nánar. Hann kom með þá hugmynd að gera kvikmyndahandrit um rollu sem verður fyrir andlegri upplifun. Málið er í vinnslu... Heyrði í Freyju... hún er kominn á fullt í heyskapinn, gott hjá henni.

Bloggsafn

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.