júlí 15, 2004

Ruslpóstur og fleira

Skrapp út á tún að æfa sveifluna í gærkveldi, notaði P og S og allt gekk upp :) Skemmtileg tilbreyting það. Annars er stórkvöld í kvöld. Maggi og Ásta koma í heimsókn og við eldum saman og kíkjum Penn og Teller Bullshit, South Park og fleira gott sjónvarpsefni. Var víst búinn að lofa þeim að kópera Nick Cave, sem er snillingur náttúrulega. Ég fór í spinning í morgun og með mér í gymminu var bara ekkert nema nágrannar mínir. En núna er ég að hlusta á Ozzy Osbourne í útvapinu, og hann á sama ammælisdag og ég. Annars var ég að lesa grein af BBC vefnum sem segir frá mönnum sem nota netið og þekkingu sína á tölvum og netinu til að skemmta sér á kostnað, og ná sér niður á Nígeríu svikamönnum svokölluðum, sem senda bréf og lofa milljónum en svíkja svo þessa bjána sem falla fyrir þessu. Eins og Íslendingurinn sem kom fram í Dagblaðinu. Ég fæ nokkur svona bréf af og til, en þrátt fyrir mikla gróðavon hef ég ekki fallið fyrir þessu ennþá :) En fá póst frá vinum og kunningjum sem eru að lofa einhverju, eins t.d. hamingju eða peningum ef ég sendi þetta 5 aðila eða allra sem ég þekki, ÞAÐ ÞOLI ÉG EKKI. Þetta ætti að banna. SKAMM þið sem eruð að senda þetta andskotans rusl. Besta leiðin til að losa sig við svona póst er að nota ekki sína aðal addressu á vefsíðum, og bara nota hana í póst sem maður á von á og sendi á áreiðanlega aðila. Önnur leið er líka til, en hún er ekki endilega skynsöm, það er að flooda pósthólf þeirra sem senda manni svona rusl, sérstaklega ef þeir eru vinir eða fjölskylda...Annars er gullna reglan sú að það er bannað að svara rulspósti, því þá kemur meira og meira og meira og meira og meira... Ég ætla að reyna komast út á tún samt í kvöld og slá nokkrar kúlur áður en þau koma.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er alltaf slatti sem fellur fyrir "easy money" gylliboðum. Hvort sem það er að taka þátt í ímynduðum hlutabréfamarkaði, selja fokdýr smyrsl og tannkrem, mynt og aðra "fágæta" eðal vöru eða bara aðstoða nokkra nígeríska heiðarlega embættismenn við að geyma nokkrar USA millur á reikningi í nokkra daga. Svo er náttúrulega klassískt að senda út póst sem varar við vírus og svo senda menn það á vini og vandamenn sem svo senda það á vini og vandamenn.... Fínt keðjubréf það. Láttu ekki bugast undan þeim góðu boðum sem koma inn um "lúguna" - híhí. Verst er að sumt af þessu kjaftæði er að sundra fjölskyldum og vinum að óþörfu. Samt ljós kómískur punktur í þessu öllu...þetta er jú greindarvísitölupróf götunar.

later dude... Cuzumus

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.