júlí 08, 2004

Þetta er búið að vera soldið strembið það sem af er degi, vaknaði klukkan 5,30 eftir að hafa farið að sofa á miðnætti, sem er frekar lítill svefn, og fór í gymmið. Djöflaðist á 33,38 mínútur á treadmill tæki, og lyfti svo smá og teygði og var kominn heim klukkan 8,00 þar sem Freyjan mín sat og horfði á morgunsjónvarpið á stöð 2. Eftir þennan ekki nógu mikla svefn, er maður búinn að vera soldið syfjaður. Kaffibolli gerði ekkert fyrir mig, þannig að ég fór út í búð og keypti "alvöru" kaffi sem ég upp á mitt einsdæmi og góðmennsku :) ætla að fá mér og bjóða samstarfsfélögum mínum, með fimmtudags bakkelsinu. Kólumbía kaffi frá Kaffi Tár, það er fínt, en best er Santo Domingo frá Te og Kaffi búðinni. ´ Ég verð víst á játa allt, ég er kaffisnobbari....og þoli ekki kaffi sem ekki er mjög gott. Svo verð ég að fara skrifa eitthvað af viti....ég vona að það komi síðar (vitið og skrifin :)

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.