júlí 11, 2004

Loxins er mér farið að líða vel. Klukkan er núna orðin 23,45 á sunnudegi, og þynnkan aðeins að skána. Ég þarf að vakna eftir 6 tíma til að fara í gymmið. Kvöldið var rosalega gaman. Frábær matur hjá Magga og Ástu. Grillað lambakjöt og kjúklingur, svakalega góð tómatsúpa og hvítvín, rauðvín, hellingur af bjór og hellingur af whiskey. Við drukkum Jameson eins og Paparnir sungu um og Maggi og Ásta lásu upp ljóð með tilþrifum. Eftir marga höfunda, sem sökum þynnku ég man ekki eftir, en reyni að setja það inn á morgun. Eitt man ég þó, við skáluðum fyrir Franco einræðisherra Spánar því hann drap Federico Garcia Lorca :) Svo var ég með hálfgerða tónlistarspurninga keppni sem var rosalega skemmtileg. Eitt af því sem við hlustuðum á var I'm leaving on a jet plane með John Denver, þar sem hann dó í flugslysi var textinn viðeigandi, sérstaklega fyrir þá sem hafa svartan húmor. Kræst hvað eg var þunnur... ekki drukkið svona í meira en eitt ár. Maður gerir það svo lítið þessa dagana, en mér tókst þó að skríða fram í sófa, Freyja skreið út á KFC og við horfðum á formúluna og svo á The Terminal með Tom Hanks, sem var ok. Þess á mill var húsfundur, sem ég hefði ekki komist á ef hann hefði ekki verið á næstu hæð fyrir neðan mig. Þar fékk ég kaffi hjá nágrönnum mínum, og það reddaði deginum. Næst á dagskrá er að klára bloggið núna og leggjast svo upp í rúm og lesa Harry Potter and the order of Phoenix, þar sem ég á bara um 850 síður eftir :) Svona til að ljúka þessu bloggi vitna ég í Seattle skáldið fræga sem skaut sig fyrir 10 árum, Kurt Cobain. I have a hangover.....

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.