júlí 08, 2004

Enn fór ég í golf núna í kvöld, fór með Freyju og mömmu og pabba. Fór bara út á nýja skotsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur sem heitir Básar. Það skutum við kúlum í allar áttir og átti bara fínan dag, sem er tilbreyting frá deginum áður. Var að slá langt með 7,5,4, og 3 tré og drivernum. Helvítis þristurinn var svo erfiður, en núna er ég að ná tökum á honum og náði nokkrum 180-200 metra höggum með honum. Freyja var að spila ókey, en hún er soldið hrædd við tré þristinn sinn, og er ekki að fara eftir því sem segir í snilldar bók kvengolfarans, "Berskjölduð á fyrsta teig", þar sem segir að maður eigi að elska allar kylfurnar sínar, ekki bara sumar. En hún náði smá tökum á honum. Gott hjá henni :) Mamma og pabbi eru að prufa þetta, hafa bara farið í nokkur skipti en maður sér alltaf smá mun á því hvað þeim fer fram. Þetta kemur með hægðunum... (er það ekki frekar ógðeslegt :) Ef fólki finnst þetta ósmekklega orðað, get ég ritskoðað bloggið mitt eins og Björn Bjarnason ráðherra gerði þegar hann samþykkti þetta "snilldar trikk" Foringjans (Davíð Oddsson)að breyta bara lögum um fljölmiðla því þjóðin er of heimsk til að kjósa um hvort þau verða að veruleika eða ekki. Þá kemur smá pæling... ef þjóðin er of heimsk til að kjósa um frumvarpið, er hún þá ekki alveg eins "vanhæf" til þess að kjósa til alþingis? Ergo...þjóðin kýs bjánalega, því hlítur Foringinn og hans skósveinar (hugtak sem ég skýri síðar :) að vera bjánar. Enda kjósa V-íslendingar bjánalega, og þá augljóslega kjósa þau bjána, og því er Davíð bjáni. Vá tóxt að segja þetta tvisar. :) Svo var gaman á fá komment, Takk Haukur... bið að heilsa Hafmeyjunni, Drottningurnni og Tuborg bjórnum í Köbenhavn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með síðuna Snorri. Mar verður bara ekkert var við það hérna í blöðunum eða neinu í USA að Dabbi kóngur hafi komið í 30mín heimsókn til Runna. Mér skildist að það hafi næstum verið bein útsending heima. Ég vona bara ykkar vegna að Gísli Marteinn hafi ekki verið að lýsa, sællar minnigar frá júróvísíon.

Later...

Cuzumus

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.