júlí 08, 2004

Ég skellti mér í golf á litla völlinn í Setberginu í gær með Freyju kærustunni minni, sem er ekki merkilegt nema fyrir það að spilamennskan mín var alger skelfing, Freyja var að spila ok, en ég var langt fyrir neðan mitt besta og það virkilega situr á sálinni minni. Ég hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona þungt á sálartetrið. Líklega er ég með bakteríuna, golfbakteríuna, og einkennin farin að segja til sín. Ætli maður fái sér ekki hnébuxur og köbblótta sokka næst. Úff maður....

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Hey hlakka til að spila við þig.
Til lukku með síðuna. :)

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.