Þetta er góður dagur í dag. Gott veður og Freyja kemur heim til mín í kvöld eftir 5 daga fyrir norðan í sveitasælunni og heyskapnum. Þessir dagar hafa verið í raun fínir, en Freyju hefur vantað. Samt svaf ég yfir mig í morgun, ætlaði í gymmið klukkan 6.20 en svaf til 8,20. Kannski ekki nema von, ég var með gesti í gær til að verða ellefu og svo sofnaði ég ekki fyrr en eftir miðnætti. Það kemur dagur eftir þennan og ég stefni á að bæta upp skrópið með ferð í gymmið á morgun.
Freyja spurði mig hvort ég væri búinn að gera eitthvað af mér, og ég varð eins og kleina, þvi ég vissi ekki upp á mig neina sök. Eftir að hafa spurt hvað hún væri að meina, kom undarlegt svar; "var bara að athuga hvort þú værir búinn að breyta í stofunni eða eitthvað þannig". Þetta var undarlegt, en skiljanlegt þar sem mig langar til að breyta í stofunni, en Freyja er svo íhaldssöm að það má ekki. Ástæðan fyrir þessu undarlega svari var sú, að fyrir nokkrum vikum eða mánuðum vorum við að tala um þetta í fjölskylduboði, og ég sagði að ef hún vildi ekki breyta með mér myndi ég gera það þegar hún færi norður alein einhverntímann. Samt er það fyndnasta við þetta að ég var búinn að gleyma þessu og hafði ekkert slíkt í huga....þar til núna :) múúhahaha..... Ég hef nokkra tíma frá því að ég kem heim úr vinnunni þangað til hún kemur heim :) þannig að ég get umturnað öllu og þá er skaðinn skeður og ekki hægt að skamma mig neitt. Allavega ekki mikið....vona ég....
júlí 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
júlí
(20)
- Verslunarmannahelgarfríið...vá langt orð.
- Fækka fötum til að blotna ekki.
- Sundlaugarvörðurinn ógurlegi.
- Lítið að segja þessa dagana.
- Greindarvísitölupróf götunnar
- Helgin er komin... og farin.
- Kærastan kemur til mín :)
- Ruslpóstur og fleira
- Kominn í vinnuna.. er að elta uppi allskonar misfe...
- Puntur... menningar punktur.
- Aleinn .....
- Morgun dauðans part 2
- Morgun dauðans....
- Loxins er mér farið að líða vel. Klukkan er núna ...
- Nýr dagur kominn og kaffið góða orðið ekki eins go...
- Enn fór ég í golf núna í kvöld, fór með Freyju og ...
- Ahhh það er gott á fá gott kaffi. Annað að frétta...
- Ég skellti mér í golf á litla völlinn í Setberginu...
- Þetta er búið að vera soldið strembið það sem af e...
- Þá er maður byjarðu að skrifa aftur. Hef ekki skri...
-
▼
júlí
(20)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli