júlí 29, 2004

Fækka fötum til að blotna ekki.

Núna þori ég varla heim, það er svo mikil rigning og rok. Ég samt brá að það ráð þegar ég kom í morgun á hjólinu mínu að vera í stuttbuxum. Ég fauk í vinnuna í morgun en hinsvegar verður mikill mótvindur á leið heim og meiri rigning. En kosturinn við þessa ráðstöfun að vera í stuttbuxum er sú að fötin blotna ekki eins mikið þannig. Svo vantar frambretti á hjólið mitt og ef ég fer í poll eða er úti í rigningu spýtist alltaf vatn upp um mig allann, og sérstaklega skálmarnar á buxunum. Sem sagt, fækka fötum til að blota minna. Ég var bara með föt til skiptanna í bakpoka sem ég er í núna. Mæli með þessu. Svo las ég í fréttum að um 20 Franskir ferðamenn væru týndir uppi á fjöllum í versnandi veðri, hvassviðri rigning og vatnavextir í ám. Þyrlan og björgnarsveitir eru farnar upp á fjöll til að leita af þeim. Það spaugilega við þetta, ef svo mætti segja, því það er í raun ekki fyndið heldur grafalvarlegt, er að þeir eru allir með magakveisu sem stafar liklega af matareitrun. Það merkir að þeir eru allir bölvandi á frönsku og með bullandi niðurgang lengst uppi á heiði í skítaveðri, sem óneitanlega fær nýja merkingu við þessar aðstæður. Líklega er allur klósettpappírin búinn og mosinn dugir skammt í svona aðstæðum. :)

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.