ágúst 19, 2004

Sigur

Frábær sigur okkar Vís-Lendinga á Ítölum, Tvö núll og 20 þúsund manns á vellinu, eða hvað? Sigurinn staðreynd en ég á verulega bágt með að trúa því að það hafi verið 20 þús manns. Eins og Cuzumus segir í kommentinu frá því í gær gæti það ekki gengið upp. Á heimasíðu KSÍ má sá tölfræði yfir völlinn, og þar kemur fram að hann tekur 7 þúsund í sæti og 7 þúsund í stæði, samanlagt 14 þúsund manns. Smellið hér til að skoða. Þannig að fara að troða 6 þúsund manns meira á þetta litla svæði ætti að vera ógerlegt. Það sem er einnig merkilegt við þetta er að þetta svokallaða met verður ekki slegið þar sem það á að klára og byggja nýja stúku og klára hringinn og loka vellinum þannig. Þá kemur völlurinn til með að taka 12-13 þúsund manns í sæti og ekki hægt að bæta við neinu. Ég var á móti þessari stúku þegar hún var byggð 1997, því hún var of lítil. Núna sjá þeir að þeir geta sett 20 þús manns á völlinn og jafnvel fleiri ef það er góð aðstaða og fólk sér allstaðar vel. En hvað gera þeir, hafa völlin of lítinn. FÆREYJAR ERU MEÐ 15 ÞÚSUND MANNA VÖLL. Kommon... Aaaarrghh.. Pirringur og bölv... Hverskonar fávita skammsýni er þetta????? Auðvitað að að byggja völl sem tekur 25 þúsund manns því það er lítði mál að fylla hann. If you book them, they will come. Ég er sammála Skúla Cusumus um vallarmetið, verulega vafasamt. En svaka stemming og skemmtilegur leikur og frábær sigur eingu að síður. Svo hvet ég alla sem lese bloggið mitt (líklega bara 4 kannski :) að kommenta og lesa hin stórskemmtilegu kommet sem komin eru, og að öllumöðrum ólöstuðum heldur Cusumus uppi málefnalegum umræðum og er skemmtilegur penni líka. Hann og þið hin gerið þessa síðu þannig að hún er gagnvirk og skemmtileg, þó að rausið í mér sé misjafnt :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það var mjög góð stemming á vellinum og á ég erfitt með að ímynda mér að það hafi verið logið til um hversu margir hafi komið. Þessi líka flotta tala 20.204. Þó svo að það eigi bara að komast 7000 manns í stæði þá er alltaf hægt að troða. Svo stóð líka stór hluti af börnunum fyrir framan vegginn við hlaupabrautina. Þannig að ég held að 20.204 einstaklingar hafi verið á vellinum og hana nú. ..... met slegið.

Kveðja Freyja

Nafnlaus sagði...

Sigurinn gleður íslenskt hjarta í útlöndum. Nú geng ég knarrreystur um og fer stoltur út í búð og svoleiðis...en verst er að eiga ekki landsliðsbúning til að vera í...við erum jú allir í baráttunni...við tókum allir saman höndum og unnum Ítalana...mar veit aldrei hvenær mar fær boltann...ávalt viðbúinn.

Já það var gott að vera Íslendingur þ.e. þangað til ég sá þetta helvítis komment á Soccernet:

"Iceland, ranked 79th in the world, had not won a match since a 2-1 defeat of the Faroe Islands a year ago and had suffered a 6-1 thrashing by England in June."

Þetta varð til þess að ég þurfti jú endilega að snappa aftur inn í raunveruleikann... þ.e. að við getum ekkert í fótbolta - alveg kristaltært. Strákar: Hvernig væri að fara að vinna einhverja leiki sem skipta máli...og hætta að monta sig af einstakri hepni eins og þessum leik og þeim margrómaða síendurlýsta 1-1 leik gegn heimsmeisturum um árið.

Það er mjög erfitt að vera fótboltastrákur. Man eftir lýsingu Hemma Gunn á eftirleiknum eftir 14-2 tapið gegn Dönum. Fyrir leik voru allir að gera að því skóna að íslenska liðið væri hið svokallaða draumalið og danska pressan var í kringum þá eins og vindurinn. Fótboltastrákarnir tóku náttúrulega út kosningasigurinn fyrirfram og ferðuðust um í köben sem kóngar. Sennilega villt kvennafar og slatti af eiginhandaráritunum...en svo kom leikurinn...14-2 fyrir baunadósunum. Þá kunnu menn ekki að pakka í vörn og halda hreinu eins og í dag. Hemmi Gunn lýsti heimi fótboltastráksins þannig að liðið checkaði sig út af hótelinu bakdyrameginn og fluttu sig yfir á gistiheimili í óþekktum hluta bæjarinns, og þorðu ekki að koma heim til landsins fyrr en 2 vikum síðar þegar öldurnar höfðu lægt.

Strákar njótið mómentsins...það líður ekki langt þangað til þið þurfið að checka ykkur út bakdyrameginn eins og venjulega...

Later dude...

Cuzumus

-Hawk- sagði...

Ha ha... sammála Cusumus.

En Íslendingar eru fljótir að verða stolltir yfir litlu. Vita Íslendingar yfir höfuð að Ítalía er líka með landslið á Ólympíuleikunum. Eru ekki eitthvað að þeirra góðu spilurum þar...

Jæja njótum þess á meðan við getum.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.