ágúst 30, 2004
Afmæli, dauði, getraun og blogg
Til hamingju með daginn um daginn Skúli. Velkominn í hóp "Elstu manna". Eins og elstu menn muna lést uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og Gunna (Gni) daginn áður, þann 27 ágúst 1990 í þyrluslysi. Stevie Ray Vaughan gítaleikar, sögnvari og blúsari og rokkari. Hér eru nokkrar síður um hann. Sony/Epic síðan þar sem hann var á samningi. Síðan hans Brian Combs sem ég kynntist einusinni á netinu og er með nokkra góða linka á fleiri síður. Hér er The Official SRV fan club, sem annar kunningi minn af netinu rekur, Craig Hopkins.
Annars komu fín komment á þennan pistil minn, bæði á Huga.is og hér á síðunni minni. Skúli og Gunni svöruðu með skemmtilegum rökum og pælingum. Ég er ekki viss um að ég nenni að svara meira því þá skrifa ég ritgerð, en ef ég dett niður á lausn í stuttu máli, geri ég það. Þessi svör þeirra og greinin minna mig á gamla kaffihúsa tíma af Svarta kaffinu hér í den, þegar við ræddum á þesusm nótum um hvað sem er. Svörin á huga voru gáfulegri en ég átti von á :) enda of mikið af bulli þar inni.
Það er ekki auðvelt að bíða við símann og vona að maður fái nýja vinnu, en ég átti að frétta eitthvað eftir 27. ágúst, sem var föstudagur, og í gær kom ekkert símtal, og þegar þetta er skrifað hefur heldur ekkert komið. Mjjjög erfitt að bíða. Viðurkenni smá stress. Til að losna við það er gott fara á Dauðaspaðann og reyna við nýjustu getraun Hauksins, eða lesa ævintýri hans af djamminu og lífinu í Köben.
Önnur hugmynd sem við Skúli veltum fyrir okkur á msn í gær var að gera sameiginlega blogg síðu, og hugmyndin væri að fá Gunna, Hauk, Sveinbjörn, Silla og alla sem ég er að gleyma til að vera með og þannig getum við haldið örðuvísi sambandi, þar sem við getum ekki farið í Keiluna eða Golf saman því við erum á sitthvorum staðnum í heiminum. Skúli og Gunni eru að skrifa skemmtilega pistla hér reglulega, sem og Haukur, þannig að pælingin er að gera open forum eða eitthvað þannig. Framhald af menningarklúbbnum sem alltaf er í bígerð.
Hvað finnst ykkur? Komment plís......-
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
3 ummæli:
Já ekki slæm hugmynd. Spurning samt hvort maður nenni að blogga á mörgum stöðum. Það virkaði ekki mjög vel á http://www.hinirvammlausu.blogspot.com/ en aldrei að vita nema það virki ef allir eru aktívir.
Hinirvammlausu, ég þekkti ekki helminginn af þeim sem þar voru og vissi aldrei út á hvað það gekk.
Ég held að Skúla veiti ekki af blog síðu. Sjálfur hef ég lítið fram að færa. Ég held að ég myndi frekar svara pistlum en skrifa þá.
Gni.
Skrifa ummæli