ágúst 24, 2004

Myndböndin og lúkkið.

Eftir nuddið í gær er ég allur aumur í bakinu og milli herðablaðanna. En er á lífi. Gulla er góður nuddari. Ef einhver vill komast í nudd er síðan hennar hér. Hún er aðeins ódýrari en stofur. Annars er Freyja að fara í klippingu á eftir og ég fer með mömmu að skoða golfskó á útsölu í búðinni Hole in one. Kennarinn minn sagði mér að ég þyrfti skó :) Kommentið frá Hauki í gær var gott, og góður punktur þar á ferð. Það er rétt að tónlist í dag er nánast algert krapp, boy bönd og ofurpródúseraðir pretty boys and girls með ömurlega tónlist slá í gegn með ömulegri útgáfu af eldra lagi. Vegna þess að þessu fólki voru ekki gefnir hæfileikar, né var hægt að þjálfa þá upp í þeim. Þess vegna fá þau að taka lög eftir aðra sem þau ná á vinsældarlista og halda að þau séu góðir tónlistarmenn. En það er verra er að eins og Haukur segir, að þetta sé allt eins og mikið krapp í gangi, þá er það unga fólkið sem heldur að þetta sé það sem er gott. Svo þegar það hlustar á betra stuff eins og Bítlana, Duran, Depeche Mode, og bara hvað sem er, finnst þeim það bara vera eitthvað gamallt drasl. Jafnvel gæðatónlist í sem ennþá nær að leka gegnum slepjuna sem þekur allt (úúúú skáldlegur :) finnst þeim það vera ömurlegt. Þegar standardinn er svona lélegur, og krökkum og fólki eru seldar stereótýpur og mónótónískar eftirlíkingar hver af annarri sem geta ekkert, ekki einusinni feikað mæm á sviði...þá er illa komið fyrir fólki. Þetta kemur í raun beint inn í umræðuna hans Skúla Cuzumus um Totalitarianismann frá 19. águst. Skilgreining á Totaliterianisma er hér. Öllu er stýrt og einstaklingurinn fær ekki að velja, honum er sagt hvað hann á að velja. Þó það sé ekki beint gert af ríkinu, er það í raun þaðan sem viðmiðin koma. Stjórnvöld segja hvað má og hvað ekki, hvað er æskilegt með því að taka undir það sem markaðsmenn og auglýsendur segja, með því að mótmæala þvi ekki. Það má líta á það þannig. Ef maður lítur svona á hlutina fer maður kannski að hallast af því að Siggi Pönk hafi eitthvað til síns máls. Hvort er betra engin stjórn eða allavega lítil stjórn eða ofstjórn.

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

VERÐ AÐ SVARA ÞESSU

Já það er margt rétt í þessu sem þú segir en ég verð að mótmæla sumu. Ég commentaði um daginn og talaði um myndbönd. Ég er hálfgerður talsmaður svokallaðar "Mainstream" tónlistar. Ég setti út á myndböndin og mikið af krappi sem er farið að fá spilun en ég verð að segja að margt af þessu er ég að fíla og það má heldur ekki dæma tónlist bara út af því að hún fær mikla spilun. Ef þú ferð yfir listann minn TOP 100 á Dauðaspaðanum þá sérðu að ég er nú alger pop-drengur.

Það er frábært að fólk hafi sinn tónlistarsmekk og að þeir skuli ekki vera allir eins en máður (ég líka) verður að passa sig að dæma ekki of hart það sem maður ekki fílar.

Það væri samt gaman að komast að því hverjir það eru sem velja playlistana á MTV. Þetta er orðið svo mikið rap... Eminem og Dr.Dre og svo vinir þeirra. Eiga þeir MTV??? Ég er samt alveg að fíla Eminem en mikið af vinum hans eins og 50cent eru nú ekki alveg að gera það fyrir mig.
Ég get nú alveg nefn nokkur lög sem eru 100% mainstream og ég fíla í tættlur. Ég get þó stolltur sagt að ég fíla Þau því ég hef hlustað á þau 100 sinnum og enn eru þau að koma mér í þann fíling sem ég leita að í það skiptið.
*Nsync-Pop
Brirney-Born to make you happy
Sugababes-Stronger
Linkin Park-næstum bara allt.

En skemmtileg umræða. Keep up the good work ;)

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.