Boðskapur gangster rappara
Ég hef stúderað tónlist talsvert og get ekki orða bundist lengur. Allar tónlistarstefnur hafa sína texta og oftast eru þeir frakar misjafnir að gæðum. Ein stefna finnst mér þó bera af í vitleysunni, og það er þetta svokallaða “gangsta rap” eins og þeir 50 Cent og G-unit eru að kynna. Bæði eru það textarnir sem eru bæði flestir arfaslakir og svo er það þetta útlit og lúkk sem þeir kynna alveg rosalega hallærislegt. Boðskapurinn er samt það versta, þegar lúkkið og textarnir koma saman og úr verður heild sem er ekki bara fáránleg, heldur stórhættuleg líka.
Byrjum á textunum. Í gegnum tíðina hafa verið til svokallaðir bófarapparar frá því að rappið byrjaði uppúr 1975 eða þar nálægt. Ástæða þessarar stefnu í rappi og hip hoppi er sú að þessi tónlist byrjaði í hverfum svartra þar sem fátækt og glæpir réðu ríkjum og menn sungu og röppuðu um þann veruleika sem þeir þekktu. En í dag gera menn út á þetta glæpadæmi með því að tala eins og verstu ræflar. Glæpir eru gerðir cool, og kvenfyrirlitning er gríðarleg, sem og rasismi og andfélagslegur áróður. Dæmi: Á 50 Cent var talað um og fólk látið syngja um dóp og eiturlyf, krakkar sem vita ekki hvða það er eða hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Svo fjallaði eitt lagið um munnmök, sem krakkar hér líta á sem sjálfsagðin hlut segja margir. Rétt eins og það á fá sér sleikjó útí sjoppu. Annað dæmi sem margir þekkja sem eru orðinir eldri en 20 ára, og það er bandið Body Count, með Ice-T í aðalhlutverki. Þeir gáfu út lagið Cop Killer sem var bannað og allt varð vitlaust út af í USA vegna þeirra áhrifa sem það hafði á samfélagið. Þar var skotvopnum og morðum og dópi getr hátt undir höfði með fyrirlitningu á samfélaginu og þeim sem þess gæta, lögreglunni. Þetta er í raun inntakið í öllu sem þeir segja. Orð eins og bitch, whore (um konur) og pigs og fleira um löggur. Hvað læra menn af þessu og hvað hugsa unglingar sem þetta heyra. Það gerist sem einn hugari sagði á einhverjum korkinu, þegar hann lýsti showi 50 Cent. Slagsmál útum allt og aðallega svartir sem eru ósáttir við hvíta, eða eitthvað í þá áttina. Þetta er tónleikamenningu hér á landi til háborinnar skammar, ölvun og slagsmál og rasismi.
Útlitið er næst. Lúkkið hjá þessum mönnum er líka í raun fyndið ef eitthvað mætti kalla það. Berir að ofan með bling bling, eða gulldrasl um hálsinn og í tönnum og eyrum. Þetta er ekki veruleiki, þetta er ákveðin tíska. Einstaka glæpamenn og rapparar eru svona. Gott og vel, tíska á rétt á sér og er oft bara til góðs. En í þessu tilfelli er hún það ekki. Þetta finnst sumum cool og töff og er það þá þeirra vandamál J. Þessi tíska boðar að peningar og gull séu allt og menn eigi ekki að hafa neitt nema naktar konur og flotta bíla. Það er afskaplega þunnur boðskapur. Ekki neita ég því að naktar konur sé flottar né flottir bílar neitt slor. Minn veruleiki er allavega meira en það. Þetta yfirborðskennda lúkk þeirra og boðskapur er ekkert annað en yfirborðskennt rugl sem er ekki í neinum takti við raunveruleikann. Það er gott að dreyma og sýnast, en í tilfelli rappara eins og þeirra 50 Cent og G-Unit er þetta þeirra líf og boðskapur, sem þeir kynna öllum sem þeir geta. Það sem er verst við þetta að íslenskum unglingum finnst þetta töff og fá brenglaða hugmynd af lífinu og því sem þessir menn tala um. Bara nöfnin á þessum mönnum 50 Cent eru peningar, Young Bucks, líka peningar, og Lloyd Banks, Banki og peningar...Finnst fólki þetta vera töffarar, að láta skjóta sig og vera í veseni með lögreglu, slasa og drepa menn, selja nota og kynna eiturlyf fyrir ungu fólki, ala á rasisma og kvennhatri. Er töff að berja mann og annan? Er töff að skemma eigur fólks, Er töff að nauðga og fara illa með kvenfólk? Er töff að vera rasisti? Hvað finnst ykkur?
Svo maður tali ekki um tónlistarlegu hliðina, þetta er eins steingelt og ég veit ekki hvða. Eminem hefur gert góð lög, Quarashi eru fínir, en þessi 50 Cent og félagar eru bara gæjar með dj eða undirspil á teipi sem segja halda ekki upp lagi, því þeir eru hæfileikalausir tónlistarmenn. Góðir rapparar....það má deila verulega um það.
1 ummæli:
Auðvitað hafa textarnir í þessum lögum áhrif á krakkana, sérstakelega þá sem hafa ekki sterka sjálfsmynd.
Það hefur verið sagt að þeir sem horfa mikið á sjónvarp hafi ranga mynd af raunveruleikanum: fólki, gildum og menningu. Svipað er örugglega hægt að segja um þá sem drekka í sig boðskap rapparanna.
Sem dæmi má nefna rannsóknir sem hafa leitt í ljós að þeir sem horfa mikið á sjónvarp telja líkur á að þeir verði þolendur ofbeldis 1 á móti 10 þegar raunveruleikinn er nær 1 á móti 50. Ástæðan er auðvitað sú að flest efni í sjónvarpinu (sérstaklega hér í USA, og á Skjá einum) fjalla um glæpi.
Þeir Bandaríkjamenn sem horfa mikið á sjónvarp telja 20% heimsins búa í USA þegar aðeins 6% býr þar!!! Þeir trúa því einnig að fjöldi yfirmannsstarfa og sérfræðinga sé 25% af öllum störfum en í raun eru þau aðeins um 5%. Einnig trúa þeir frekar, en þeir sem horfa lítið á sjónvarp, að dugnaður sé ávalt verðlaunaður og að það góða vinni alltaf að lokum. Einnig trúa þeir frekar á föst kynjahlutverk. Þeir sem horfa mikið á sápuóperur eru líklegri til að trúa á heppni og að þeir sterkustu komist af.
En svo þroskast þessi grey og hætta að nenna að hlusta á rapp... vonandi !!! Spurningin er hins vegar hvort skaði hafi hlotist af og heilinn verði ekki alveg rétt víraður til frambúðar. Ekki gott veganesti í lífinu að halda innst inní undirmeðvitundinni að heimurinn sé eitt óumflýgjanlegt gettó þar sem sá grófari lifir daginn og ekkert sé hægt að gera í stöðunni því yður er haldið niðri af þeim...sem ráða.
Ég vill fá heiðursmannasamkomulagið aftur. þ.e. bannað að snerta liggjandi mann í slag, og veskjum er skilað með peningum þegar þau finnast.
Later dude...
Cuzumus
Skrifa ummæli