ágúst 25, 2004
Golfkennsla í kvöld
Ég fer í golfkennslu í kvöld og næ vonandi að laga sveifluna enn meira. Eftir síðasta tíma náði ég að laga nokkur atriði, stöðuna á höfðinu sem var þannig að ég horfði of mikið niður, núna er hausinn upp en augun niður. Svo var það hvernig ég hreyfði fótinn, sem ég gerði aðeins, en geri ekki núna. Og svo er ég að vinna í að laga tempóið í sveiflunni. Ég fór of hratt niður og var að reyna of mikið að slá fast, en núna reyni ég að fara rólega af stað og svo eyk ég hraðann þegar neðar dregur. Þegar ég næ þessu öllu í einu, næ ég frábærum höggum. Þetta er allavega að svínvirka.
Freyja er að fara að laga einhver atriði, þó ekki þau sömu og ég, því ég er kominn lengra en hún í sveiflunni :) Hún er öll að koma til, en þarf að laga nokkur atriði. Er allavega efnileg. Og það er gaman að keppa við hana á jafnréttisgrundvelli á litla vellinum í Setberginu. Ég stend betur að vígi á lengri völlum hinsvegar, en það lagast þegar tíminn líður og hún æfist. Hér er staðurinn sem við æfum á undir leiðsögn kennara. Sú sem kennir okkur er Ragnhildur Sigurðardóttir og er margfaldur íslandsmeistari kvenna í golfi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
1 ummæli:
Hef ekkert verið að kommenta nýverið. Hef verið heltekinn af ákveðnu hjóli í nokkra daga. Keypti það á skransölu...finnst ég hafa keypt gull....
Það varð mitt fyrir aðeins 2 dollara...my precious....
Er búinn að vera að Googla gerðina. Þ.e. hvað það sé gamalt og svoleiðis...hvort það sé collectors item...
Það leit ekkert sérlega vel út við fyrstu sýn...nokkuð ljóst að því hefur lengi vantaði smá love. Hjólin voru ekki á því heldur lágu við hliðina. Annað hjólið var bara felgan og dekkið af þvi var þarna einhvers staðar. Keðjan var í flækju og grjóthörð. Jebb, kongulóarvefur og svoleiðis...antic roadshow here I come...
Eftir að hafa þvegið all upp úr sterkri sápu þá kemur í ljós að stellið er allveg glansandi fallegt og allir partar góðir nema hreyfingaleysi hefur fest hluti saman...but gírar og skiptar urðu sem nýir eftir smá bað í málningarþynni og smurningu...sem nýtt..ég meina alveg sem nýtt. Eigandinn sagðist hafa fundið þetta hjól fyrir mörgum árum en alldrei haft orku í að koma því á götuna aftur...Ég vona bara að hann hafi ekki stolið því long-time-ago bastarðurinn....
Jebb þetta er 12 gíra Panasonic DX-1000 götuhjól frá 8 áratugnum - custom painted by Panasonic. Með hvítt leður á stýrinu og gírskiptarnir eru niðri...retro look...mjög cool.
Ég er sem sagt búinn að gera upp hjólið og er það sem nýtt. Kostnaður við það varð undir 10 dollurum! Þurfti bara að kaupa slöngu....þvo og liðka upp...þetta er sko ekkert fjallahjól...hér er það vindur í hári og yfirferð sem er málið...frjáls....jeb neckturner á ferðinni.
Var alveg búinn að gleyma því hvað það er gaman að vinna með höndum...kom skemmtilega á óvart hvað hjólaviðgerðir eru létt mál...af hverju var allt svo erfitt í pollaheimi...
Later dude...
Cuzumus
Skrifa ummæli