ágúst 25, 2004

Aþena 2004.

Ekki mikið gerst síðan í gær, fór með mömmu og fékk mér golfskó frá Adidas. Prufa þá í kvöld. Horfði á Ólympíuleikana í gær þegar Þórey Edda náði 5 sæti í stangastökki. Sú keppni var mjög skemmtileg. Við sátum bæði föst og gláptum á þær hoppa yfir prikið.

Hér er andsvar við kommenti Hauks.

Ég veit að þú ert mainstream, það er ég að mörgu leyti líka. Og margt gott sem kemur þaðan, en ansi mikið af því er algert krapp, og þá er ég ekki að tala um persónulegan smekk minn, heldur bara staðreynd. Þú ert reyndar full mainstream fyrir minn smekk á margan hátt. Það er hellingur af góðu stuffi þarna, og jafnvel hæfileikaríkir einstaklingar eru kaffærðir því þeir eiga að hafa eitthvað ákveðið lúkk og sánd. Eins og til dæmis Svala Björgvinsdóttir lenti í. Henni var sagt að klæða sig svona og syngja svona og hegða sér svona. Þetta er orðið gelt. Ekki lengur frjósamur jaðrvegur til að leita hugmynda og fá innlbástur. Í sambandi við Dauðaspaðann.. sú síða rúlar.

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Takk fyrir það :)

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.