ágúst 12, 2004
Sá líkamsárás í gær
Gærdagurinn var frábær en endaði á frekar leiðinlegum nótum. Hann byrjaði vel og um kvöldið fórum við Freyja í golfkennslu þar sem gallar á minni sveiflu voru lagfærðir....vona ég, og gallar á sveflunni hennar Freyju voru líka lagaðir, enda er það tilgangur kennslunar :)
Svo fórum við til Gullu og Þuru systra Freyju og fengum nokkra rauða og fjólubláa hlaupkalla og MTV beint í æð. Svo fórum við í bæinn því veðrið var svo gott. Þegar við erum á leið í bæinn langaði okkur í ís, enda ekki nema furða, það var brakandi hiti og sviti úti. Við fengum okkur ítalskan kúluís í boxi í gæðaísbúðinni í Vegmúla held ég, beint fyrir ofan Laugardalshöllina. Snilldar verslun þar á ferð, og mikið betri ís heldur en í ísbúðinni í Fákafeninu, sem er gríðarlega vinsæl, af einhverjum ástæðum ég veit ekki. Einusinni var sú búð í Áflheimunum, þar sem Bakarinn á hjólinu er, og var fyrst og fremst "ódýr". En í dag er hún ekki ódýr en fólk verslar þar þó svo þeir noti sama í og allar aðrar ísbúðir og sjoppur í bænum. Nema þessi sem við fórum í. Mæli með þeirri búð. Þetta er typical íslendiga eðli.....allir versla þarna af því að er flott, en enginn veit í raun af hverju. Og ef fólk er spurt, þá er svarið, hér er besti ísinn....og horfa svo framan í heiminn eins og Dobbelja Brúskur þegar hann veit ekki hvað hann á að segja....stupid looking... En hvað um það, við fórum svo með ísinn okkar niður að Laugardalshöll þar sem 50 cent var að spila, Við heyrðum eitt lag og við ákváðum að það væri meiri skemmtun að labba upp á bilaplan frekar :) Svo héldum við áfram sem leið lá niður í bæ, og tókum einn Laugarveg, og skoðuðum mannlífið. Þar voru hellingur af Skotum í Skotapilsum og allir á svaka djammi. Dunfirmline liðið er að fara að keppa við Skagamenn í kvöld í Evrópukeppninni í fótbolta og um 700 skotar fylgja þeim, eða voru það 300? Allavega hellingur af þeim allir í svakalega góðu skapi eins og þegar Skotar spiluðu við Íslendinga í fyrra. Svo var hellingur af öðrum útlendingum og Íslendingum í bænum. Þetta var líkara föstudagskvöldi en miðvikudagskvöldi. Og veðrið gerði það að verkum og fólkið að þetta var eins og í útlöndum. Svo kíktum við fyrir framan Gauk á Stöng þar sem var band að spila Doors lög, alveg hörku fínt hjá þeim. Hlustuðum á tvö lög fyrir utan :) Svo þegar heim var komið var planið að slaka á og fara svo að sofa. En þegar ég rétt kominn upp, heyri ég einhver læti fyrir utan, meðal þess sem ég greindi var Yeeha, 50 cent rules....og eitthvað þannig gáfulegt :) Ég kíki út um gluggann og sé ekkert, en heyri smá köll og læti. Svo eftur um hálfa mínútu eða minna jafvel, heyri ég svaka læti og lít út og sé þá slagsmál fyrir utan. Einn náungi að ráðast á annann, sá sem ráðist var á hröklaðist undan hinum en náði að verja sig vel samt. Svo hrasar hann afturfyrir sig og lendir á svona steinahleðslu sem aðskilur bílaplanið og húsið. Hann dregur árásarmanninn niður með sér, og sá reynir að lemja og berja mið miklu offorsi, og þeir takast á og þessi sem var agressívari reyndi að lemja hausnum á hinum niður við steinana. En honum var ekki að takast að berja nógu vel á fórnarlambi sínu, þannig að vinir hans urðu að hjálpa til. Tveir þeirra fóru að sitthvorri hlið þess sem var fórnalambið, og byrjuðu að sparka og kýla hann líka og halda honum eitthvað svo að árásarmaðurinn gæti lamið meira. Þarna voru þeir þrír á einum. Ekki nóg með það, heldur þegar þeim gengur ekki nógu vel að berja strákinn því hann barðist alltaf á móti eins og hetja. Kemur fjórði maðurinn og hoppar upp á planið og byrjar að berja og sparka í hausinn og hnakkan á þeim sem var verið að berja. Svo tók hann sig til og tók spark í hausinn á stáknum sem var svo fast að David Beckham hefði verið fyllilega sæmdur af því að framkvæma inni á vellinum. Sem betur fer, og ég segi og skrifa það aftur, sem betur fer hitti hann ekki fullkomlega. Þvílíkt var sparkið, og ég fékk hálfgert sjokk, þvi þetta var svo fast. En hann hitti sem betur fer ekki með tánni í hnakkann á manninum, því sá hinn sami hefði líklega hálsbrotnað eða fengið skóinn inn í heila gegnum hnakkann. Hann hitti í hann aftanverðan en líklega í hliðina þó. Þá slepptu þeir honum eða hann hrinti einum frá sér og hinir hoppuð aftur frá honum. Meðan hann lá kom þessi árásarmaður og gekk að hinum og sló hann í hausinn og sagði, láttu hann svo í friði þarna aumingi eða eitthvað þannig....Mér meira að segja sýndist einn vera með myndavél eða síma sem hann labbaði með afturábak eins og hann væri að taka myndir. En það er ekki víst. Miðað við hvað maður sér, þá er það ekki fráleitt. Enda virtust þeir vera að leita sér að manni til að berja og til að láta sig vera stóra kalla, sem þurfa að vera fjórir á einum og kalla það slagsmál. Þetta tók ekki nema nokkrar sekúndur, og þegar ég var kominn niður voru þeir farnir og strákurinn kominn hinum megin við götuna og var að tala við lögguna í símann. Sem kom, eftir allt of langan tíma. Þegar þeir sáu blóð, uppveðruðust þeir allir og sá að þetta var einhver alvara, en ekki einhver sem hafði fengið kjaftshögg í fylleríi. Ég lýsti því sem ég gat og verð hugsanlega kallaður til vitnisburðar síðar, ef hann kærir. Fórnarlambið stóð sig vel því hann náði að halda þeim frá sér og berjast við þá marga í einu, en hann mátti ekki við margnum. Þeir hefðu léttilega getað drepið hann og þetta spark var rosalegt. En þvílíkir aumingjar að berja svona margir á einum. Það er t0ff að vara rappaðdáandi í dag. Maður er bad-ass... eða er maður bara venjulegur asshole?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bloggsafn
-
▼
2004
(63)
-
▼
ágúst
(19)
- Afmæli, dauði, getraun og blogg
- Smá pæling
- Föstudagur enn og aftur
- Golfkennsla í kvöld
- Aþena 2004.
- Myndböndin og lúkkið.
- Er að fara í nudd
- Rap umræðan og fleira.
- Frábærar síður
- Um síðuna
- Sigur
- Ísland - Ítalía og fleira
- Rekinn !!!!
- Rap, af gefnu tilefni
- Elvis Presley lést á þessum degi árið 1977.
- Sá líkamsárás í gær
- Veðrið.. hvað annað
- Föstudagsfárið..eða hvað?
- Helgin búin og ég á lífi.
-
▼
ágúst
(19)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
50 cent RULE... jeeee...
Nei djók. Vá þvílíkt og annað eins. Maður var að vona að Íslendingar væru að þroskast. En ætli við séum ekki eins brjáluð og við höfum alltaf verið.
Þar eru svo margir hálfvitar til. Ég var einu sinni staddur á NASA fyrir svona 2-3 árum síðan og sat uppi á efri hæðinni, og var að hugsa mér til hreyfings heim á leið. Í horni salarins var borð með 4 stelpum og á setbekk við hliðina á þeim sat strákur sem ég hélt að væri vinur þeirra því þau voru einhvað að tala saman. Svo gerist það að hann stendur upp, dustar einhvað af sér, snýr sér svo snögt við og kýlir eina stelpuna föstu höggi beint á andlitið og labbar út. Þetta var steraflykki allur ljósabékkjabrúnn og í nýjustu tísku. Hann labbaði bara eins og fínn maður út meðan vinkonur hennar stumruðu yfir henni. Allir þarna voru undrandi stjarfir og var hann farinn í burtu áður en menn vöknuðu aftur til lífsins um hvað hafði gerst.
Ég fór ekki á NASA í langan tíma eftir það og svo næst þegar ég fór með hópi úr vinnunni þá fannst mér flestir þarna inni vera svipaðar típur og sterabelgurinn. þ.e. grunnt og yfirborðskennt fólk, upptekið af sjálfum sér og lifir fyrir núið.
Fór snemma heim og hef ekki komið þangað síðan. Er NASA en til?
Later dude...
Cuzumus
Skrifa ummæli