nóvember 08, 2004

Helgin búin

Föstudagurinn var fínn, skrapp á tónleikana. Þeir voru ansi góðir, nema það að Nýdönsk tók ekki nógu mikið af frægu lögunum sínum. Sem er alltaf leiðinlegt þegar um svona tónleika er að ræða, þá finnst mér að það verði að taka lög sem fólk þekkir vel. Ekki bara þetta nýja stuff þeirra og nokkur gömul. Spilamennskan var góð hjá bæði Sinfóníunni og Nýdönskum. Sinfónían spilaði fyrst ein, og í hléinu var einhver kelling að tala um að "þetta væru nú engir klassíkerar þessir áhorfendur, og kynnu ekki að vera á svona tónleikum" og eitthvað þannig rugl. Þarna komst í snertingu við menningar elítuna svokölluðu. Þeir jú, vita allt betur en við hinir :) And they have real power..... Ég fann þá að ég var "out of place" þarna inni, en sem betur fer voru fleiri eins og ég. En samt, þetta var soldið skerí, rétt eins og að fara út að borða og vera við hliðina á Michael Corleone og félögum hans í Mafíunni. Cosa Nostra og Íslenska Menningar Elítan eða Í. M. E. eru ekki eitthvða sem maður tekur létti. Tónleikarnir voru teknir upp í video og þeim útvarpað beint. Tvö lög voru tekin aftur því líklega á að gefa þetta út á DVD síðar. Eftir tónleikana sluppum við úr klóm Í. M. E. og fórum í bæinn og svo fljótlega heim. Föstudagarnir eru oft frekar erfiðir, sérstaklega ef eitthvða djamm er í gangi, því við vöknum svo snemma á þeim dögum eins og venjulega, eða um klukkan 5,25 um morguninn.

Laugardagurinn var fínn, vaknaði snemma og fór að taka til í skápum, henda margra ára drasli og grisja allskonar bækur og rusl. Vorum í því alveg til að verða 16.00 þegar við förum á opnun á ljósmyndasýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem heitir "Fyrir og eftir" og er konseptið portrett myndir sem hefur verið breytt, annaðhvort með photoshop eða svokallaðri "retouching" aðferð. Skoðið allt um þessa sýningu hér. Svo fórum við á Café Paris og ég drakk verulega þunnt kaffi þar, en það var samt fínt. Ég Freyja og Helga vinkona hennar sátum þar og ræddum listir og fleira í kósí stemmingu, rigning og rok fyrir utan, en næs inni. Kaffiilmur og þannig. Svo fórum við heim og horfðum á myndina Ray. Ævisaga Ray Charles, sem er blindur tónlistarsnillingur. Leikarinn Jamie Foxx fer alveg á kostum sem Ray. Fín mynd og frábær tónlist. Maður áttar sig ekki á hvað hann var miklvægur í tónlistarsögunni fyrr en maður sér þessa mynd.

Sunnudagurinn var svipaður, vorum áfram í skáparuglinu og fórum svo á aðra sýningur, þessi var á Listasafni Íslands Erró safninu. Það var ekki opnun, og þvi ekki pelsklæddar kellingar og vín. Sú sýning var mikið betri en þessi ljósmyndasýning, sem er sú slakasta hingað til sem ég hef séð. Þessi sýning er um grafíska hönnun á hverdagslegum hlutum eins og Ópal pakkanum og strætómiðum og fleiru. Sjáið allt um þetta hér. Svo fóru Freyja og Helga sem aftur kom með okkur á þessa sýningu á Kjarvalsstaði og ég fór heim að horfa á Manchester United gegn Manchester City, sem var því miður 0-0 jafntefli. Svo kláruðum við íbúðina okkar og elduðum kjúkling og höfðum það bara gott frameftir kvöldi.

Mánudagurinn var þannig að við Freyja hittum Gunnarinn í gymminu um morguninn. Síðan fór ég heim og pabbi sótti mig klukkan 12 og við sáum fyrirlestur frá fyrrum sendiherra Bretlands í Finnlandi. Kona sem leit út eins og góð amma, en er alveg eitilhörð, og sérfræðingur í varnamálum Evrópu og samskiptum og infrastrúktúr Evrópusambandsins og Nató. Hún talaði um vald og tilgang og framtíð og fortíð þessa sambanda og virkni þeirra. Og ég sannfærðist enn meir að við V-Íslendingar verðum að fara inn í Evrópusambandið sem allra allra fyrst. Svo fórum við pabbi að kíkja á tölvuhluti og þannig. Og svo settist ég hér niður, ræddi við Skúlann á msn og rita þetta blogg....

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Og hvernig sannfærðist þú? Ég er ekki sannfærður.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.