nóvember 05, 2004

Föstudagskvöldið....

Þá er komið föstudagskvöld og ég að fara á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Nýdönsk í Háskólabíói. Fékk boðsmiða frá mömmu og pabba. Þessu er útvarpað beint og allt. Svo þegar það er búið förum við að hitta vinnufélaga Freyju sem eru að fara út að borða og Freyja hefði farið með ef við hefðum ekki fengið þessa miða á tónleikana. Hvað gerist verður að koma í ljós. Núna er hún að mála sig uppvið spegil og ég að blogga og hlusta á Miss Sarajevo með U2 og Luciano Pavarotti. Bono er alltaf góður, en mikið djöfull er þessi Pavarotti góður söngvari maður, váááá.... Það er svo langt síðan ég hlustaði á Pavarotti síðast. Svo annað, ég er orðinn hooked á einum fáránlegasta leik sem ég hef prufað á netinu. BMX Backflips. Kíkið á hann og prufið :) Þetta er nátturulega bilun. Svo svona rétt í lokin.... Bandaríkin verða hér eftir kölluð, ekki bara af mér heldur öllum lesendum þessarar síðu, Jesusland, eða JL í skammstöfun. Þar ræður Dubvya eða Dobbelja eftir hvernig menn vilja skoða orða þetta, ríkjum. Enda stendur á Dollaraseðlinum; "In God We Trust". Hvað kemur guð peningum við? Er ekki sagt að peningar eða Mammon og Guð fari ekki saman. Kannski er það markmið Dubvya Brúsks að sameina Mammon og Guð í einn og sama guðinn. Hinn eina sanna miskunsama kapítalíska guð....

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Hvernig voru tónleikarnir ?

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.