Ehhmm.. Aftur að Súfistanum, við Freyja fórum það inn einhvern laugardaginn fyrir nokkrum vikum, staðurinn var fullur af fólki, það voru næstum öll borð fullsetin, og við ákváðum að fara þaðan út því þetta var eins og koma inn í "The Twilight Zone" því þar var fullt að fólki en alger þögn. Ég meina, það er minni þögn á bókasöfnum og í kirkjugörðum á nóttinni... Alger jarðarfarastemming og ef fólk ætlaði að fá sér kaffi og tala saman eins og fólk gerir hefði maður bara truflað alla sem voru að lesa þarna inni. Þannig var þetta líka núna, en ekki eins margir inni. Við álpuðumst aftur uppí bíl sem var lagt fyrir framan gamlan stað sem við Skúli djömmuðum á sællar minningar hér um árið. Ég segi við Freyju, "hey, kíkjum hingað inn fyrst við erum hér". Sem við og gerðum.
Staðurinn hefur ekki breyst neitt, en það er samt meira kúl að koma inn þegar Jimi Hendrix byrjar á Foxy Lady, heldur en krappí lagi með Aerosmith sem ég þekki ekki einusinni, og miðað við að það var róleg stemming þarna inni, og ekki mikið reykt, var tónlistinn allt og hávær og allt of leiðinleg, áðurtaldir Aerosmith og Guns 'n' Roses. Alger mood killer á þessu desíbel leveli. Ég gekk inn í leðurjakkanum mínum, með nýju Baskahúfuna mína og í Real Madrid treyju innanundir. Sem er nátturulega svalt við fyrstu sýn, en þegar maður skoðar þetta betur, þá var og er Real Madrid flaggskip og stolt spænska einræðisins og konungsins, en Baskar búa í Barcelona og þar í kringi í Cataunia eða Katalóníu, og þeir myndu frekar deyja heldur en að halda með eða láta bendla sig við Real Madrid. Þegar ég var í þessum galla og hitti Magga rauða um daginn sagði hann að ég væri líklega stjórnleysingi bakvið kratagrímuma. En hvað um það, ég gengi inn á undan Freyju, hún sest, ég geng hægt að barnum og spyr barþjóninn sem sat uppi á barborðinu með lappirnar uppi á hinu barborðinu; "ertu með gott kaffi?" Hann varar að bragði "nei ég er bara með vont kaffi" og ég greindi pirring úr úrillsku í röddinni og fyrirlitningu fyrir viðskiptavinum staðarins í andliti hans. Ég svar að bragði og segi með hægum Clint Eastwood tón; "Ég ætla að fá tvo vonda kaffibolla hjá þér". Hann strunsaði að kaffivélinni sem malaði kaffið sjálf og hellti upp á tvo eðal kaffibolla með flottri froðu og góðu bragði. Svo henti hann bollunum tveim á barborðið og með og ég rétti honum 500 krónu seðil, borgaði kaffið og spurði hann hvort það væri ábót á kaffið, sem hann svaraði með því að gefa mér hundrað kónur til baka um leið og hann hreytti í mig fúllyndu "nei". Virkilega gaman að lenda inni á svona stað þar sem barþjónninn drepur alla stemmingu, því barþjónar eiga að vera hressir, kammó, sálusorgarar okkar borgaranna. Samt ljómaði ég þegar ég fór með kaffið til Freyju sem sat með blá augnskugga og rauðan varalit útí horni og beið. Ég sá gamlan vin okkar Skúla þarna inni, á sama stað og hann var síðast.
Best að lýsa þessu eins og þetta væri i skáldsögu.....Hér er í raun fyrsta örsagan mín sem hér birtist, og vænti ég dóma frá lesendum um hana.... Ég gekk að barnum og hafðu hugsað mér að panta kaffi. Barþjónninn var pirraður og ég hugsaði með mér að best væri að hafa hann góðann. Um leið og hann gengur að kaffivélinni lít ég til hliðar og sé mér til mikillar ánægju og undrunar gamlan góðkunningja. Hann sat í sínum vanalega stól og horfði ofan í bjórglasið sitt. Ég leit á hann og hann leit upp og augu okkar hefði mætst ef yfirvaraskeggið hans hefðu ekki byrgt honum sýn. Ég fann fögnuðinn hríslast um mig og ég náði að halda aftur að brosinu í nokkrar sekúndur. Hann var kominn aftur. Eða hafði hann aldrei farið? Var það bara ég sem fór? Margar spurningar og minningar skutust upp í hugann á þessum nokkru sekúndum sem við störðum hver á annan, aftur, eftir öll þessi ár. Hann var í nýjum jakka. Ég saknaði gamla gallajakkans með Disney myndinni á brjóstinu, og mér varð hugsað til Skúla, sem ekki vildi fara þarna inn til að byrja með hér um árið. Ég tók við afganginum af barþjóninum og snérist á hæl með tvo kaffibolla og gekk til dularfullu konunar sem sat í horninu og beið mín. Ég settist niður og sagði við hana; "Hann er kominn aftur, Stanislav er kominn aftur." The end.
3 ummæli:
Örsagan er mjög góð...þetta er eins og gerst hafi í gær...Stanislav í gallajakkanum með Disney-myndinna áfasta!!!!
Já mér leiðist Kaffimafían alveg óstjórnlega. Ég stræka á þetta herna í USA. Kaffibolli herna kostar svona $1.5 og Late er á svona $3. Þetta þykir mér fram úr hófi okur og er ég búinn að venja mig á að gera mitt kaffi bara sjálfur.
Síðasta vika var Thanks giving vikan. Fór í ferðalag yfir til Massachussets og var þar í 4 daga heima hjá Elizabeth. Bara mjög góð ferð. Bakaleiðin var svolítið stressandi þar sem við festums í rosalegri bumper-to-bumber umferðarteppu á hraðbrautinni. Það versta var að þegar við vorum orðin föst þá áttuðum við okkur á að bílinn var að verða bensínlaus og ljósið kveiknaði....Hvað gerir mar þegar bíllinn verður bensinlaus þarna í ausandi rigningu og dimmu skyggni þar sem ekki er vitað hvað langt er í næstu bensínstöð...kannski 33miles!!!!....húkkar maður sér far eða hringir maður einhvað...hvert þá?
Við tókum upp á því að drepa á bílnum þegar allt var stopp og láta hann renna ef var brekka. Við sátum þarna föst í svona klukkustund þegar við spottuðum möguleika á að skjótast krókaleið sem gæti endað burt af þessum vegi og það varð raunin...við komust á veg sem lá í burtu frá þeirri átt sem við vildum fara í en vegurinn var greiður og kannski væri möguleiki að rekast á bensínstöð...kannski!
Eftir að hafa keyrt nokkrar mílur og við vissum að bara gufur voru eftir af bensíninu sáum við skilti þar sem á stóð "2 miles to next exit - Gas station and food court - Next gas station 35 miles". Jibbíjei...og við rétt mörðum það og ég fylti tankinn upp að loki og nokkra dropa í viðbót.
Later dude....
Cuzumus
Hvað ekkert blogg í dag!!!!!
Mar er orðinn háður bloggskamti frá Loopman...kallað er eftir fleiri örsögum, nostralgíuflippi eða snörpum vinkli á íslenska hversdagsleikann...leika sem saknað er að afliðnum degi þegar myrkrið blasir við eins og skammdegið forðum......híhí
Cuzumus
Loose [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive professional invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.
Skrifa ummæli