nóvember 04, 2004

Fimmtudagurinn byrjaður

Sem er ekki merkilegt nema þetta flokkast sem annar í Bush....og þá í neikvæðri merkingu. Eða eins og fyrirsögnin á síðu tvö í DV. "Æ ekki 4 ár í viðbót með þessum." Ég fór í heimsókn til Gunnars í Kolaportið, Gni Portmann eins og hann er kallaður þessa dagana var hress að vanda og eftir að hafa gefið mér í nefið vorum við að ræða málin, og talið barst að hreyfingu og mataræði sem Gunnar er fróður um. Portmaðurinn var að ræða um að hann þyrfti að fara hreyfa sig aðeins, enda vinnur hann alla daga og er svo í Háskóla Reykjavíkur eftir vinnu í Viðskiptafræðinni. Ég sagði við hann, kondu með mér á námskeið í Hreyfingu á morgnana, sem byrjaði í morgun, og viti menn, Portmaðurinn einfaldlega hringir beint í Hreyfingu og skráir sig, mætir svo í morgun og stendur sig eins og hetja. Þetta er alvöru maður. Ef ég væri með hatt, tæki ég hann ofan fyrir honum. Þar sem ég er ekki með hatt núna, segi ég bara.... Gunnar hetja. Það eru ekki allir sem taka svona í mál, hvða þá að framkvæma þetta svona með stæl. Annars er pabbi að koma að sækja mig og ég ætla að fara á kaffihús með honum og fá mér morgunkaffi. Blogga meira síðar í dag ef ég nenni.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.