nóvember 02, 2004

Ég vona að Kerry vinni í USA

Ég hef verið frekar latur að blogga síðastliðan daga, en ég er búinn að vera næstum því veikur, með slén og hor...og hausverk, og þá get ég ekki bloggað. Nenni því ekki og verð andlaus. Ég er að skána og ætla að blogga meira á morgun. En ég vona að John Kerry vinni Erkifíflið Géorg Dobbelja Brúsk. ANNAÐ VÆRI SKANDALL OG KOSNINGSVIK. Og hananú... andskotans.... argh.. En annars lítið að frétta, er bara búinn að vera taka til í skápunum heima og henda drasli. Og svo fór ég á fyrirlestur í hádeginu hjá sagnfræðingafélaginu. Síðan þeirra er vistuð hja Reykjavíkur Akademíunni. Næsti fyrirlestur verður líklega nokkuð merkilegur. Hér er línan stolin af síðunni; 16.11. Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Fjórða grein valdsins. Fjölmiðlar, áhrif og ábyrgð.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.