Helgin var fín. Byrjaði á því að kaupa ammælisgjöf fyrir Andra sem kostaði helling, Stebbi borgaði helminginn. Gáfum honum Snóker kjuða í stað þess að gefa honum dvd mynd, eða síson af Simpsons á dvd. Það var svo flottur kjuði að ég hefði keypt einn handa mér ef það hefðu verið til tveir. Á leiðinni heim fann ég svona handrukkara og undirheimakylfu. Límband sem vafið hafði verið um sjálft sig og búið til úr því lítil en þung kylfa sem er mjúk, en þung. Athyglisvert að komast í návígi við undirheimana á umferðareyju á Suðurlandsbrautinni. Sérstaklega þar sem ég var með snókerkjuðann í tösku og hún var í svörtum plastpoka sem í fljótu bragði leit út eins og ég væri með haglabyssu undir hendinni í poka. Ég þorði ekki inn í verslanir eða neitt, af ótta við að fólk mesaði mig eða hringdi á lögreglu. Ég sé fyrirsögnina svona: "
Brjálaður byssumaður reyndist vera með snókerkjuða." Samt er brandarinn með þetta blessaða afmæli sá að ég bauð Andra í fyrra í mitt afmæli og hann gat ekki komið. Hann hringdi í mig með 2 tíma fyrirvara og sagði að hann yrði að bíða eftir pabba sínum, sem var að leið í heimsókn til hans að hjálpa honum að hengja upp gardínur. Eins og það geti ekki beðið, og ekki að það taki langan tíma. Ég myndi ekki sleppa 30 afmæli fyrir það að hengja upp gardínur. Svo í þokkabót gaf hann mér ekkert, en ég gef honum dýra og flotta gjöf. Ég er ennþá hissa og í raun svekktur þó það sé ár síðan. Allavega er gott að vita hvar maður hefur fólk, og stundum er sælla að gefa en þyggja. Ammælið var fínt Mikki var rosalega fullur og sagði okkur frá einhverjum nágranna sínum sem stirppar alltaf fyrir hann. Svaka myndarleg kelling víst, og voru farnar 3 ferðir til að kanna hvort showið væri opið þetta tiltekna föstudagskvöld. En því miður var ekki svo.
Laugardagurinn var fínn lika. Byrjaði á því að vakna og horfa á Manchester United gera jafntefli við Birmingham í frekar slökum leik. Mínir menn í Manchester eru bara ekki að sýna sitt besta. Svo fórum við Freyja í kringluna og keyptum boli handa mér og henni og Asics Nimbus skó handa mér, sem ég er búinn að vera að bíða eftir leeeengi. Loxins fékk ég skóna mína :) Svo var það bara slökun. Pöntuðum pizzu og horfðum á Joey, Star Trek Enterpise, tvo þætti af hvoru, og myndina First Daughter sem var slæm. Og svo man ég ekki meira, kynlíf og leti bara held ég.
Sunnudagurinn var líka ágætur. Freyja og ég fórum í Kolaportið og keyptum harðfisk og flatkökur og rúgbrauð. Svo komum við heim og ég fór með Bjarna bróðir í pool. Ég vann 4-3. Enda átti ég harma að hefna síðan hann vann mig í golfinu í sumar. Og vegna veðurs og annarra aðstæðna náði ég ekki að spila við hann aftur til að hefna mín. Bjarni kíkti upp og fékk lánaðar myndir hjá mér. Svo fórum við Freyja á Grandrokk klukkan 20.00 þar sem sýndar voru 4 heimildamyndir um blues. Bæði tónleikar og alvöru heimildamyndir. Ein eftir leikstjóran Wim Wenders sem fjallaði um æfi 3 blúsara. Bæði var notast við leikin atriði og alvöru myndir. Svo sáum við tónleika frá The American Folk Blues Music Festival 1963-1966 í Þýskalandi. Rosalega flott efni. Eini gallinn var sá að allir og ég meina allir sem voru þarna inni fyrir utan mig og Freyju keðjureyktu. Það var alveg ótrúlegt að horfa á. Svo núna í dag setti ég fötin út á snúru og viðraði þau, en var að taka þau inn núna vegna þess að það er svo hvasst, og kalt...skítaveður.
4 ummæli:
Ég skil ekki af hverju reykingar eru enn leyfðar á börum á Íslandi. Þetta er fáránlegt. Hér í NY er það alveg bannað og því er 100% fylgt eftir. Það fyndna við þetta er að gárungarnir kvörtuðu yfir þessu og sögðu að þetta myndi ganga frá skemmtistöðum og börum, þ.e. að allt myndi fara á hausinn.
Raunin varð önnur. Sala jókst!!! Og viðskiptin aldrei betri - hellingur af fólki.
Málið er að fólk sem ekki reykir er í meirhluta. Bara sú einfalda staðreynd ætti að segja bareigendum að það er yfirleitt betra fyrir bisnessinn að rækta stærri markaðshópinn. Hellingur af fólki fer ekki á barina vegna þess að því líður illa innan um reykinn.
Einnig ber að hafa í huga að þeir sem reykja, en geta það ekki, drekka meira til að yfirvinna löngunina !!!
Að öðru. Cusumus og frú unnu það stórvirki um síðustu helgi að klára New York City Marathonið. Tíminn var ekkert sérstakur og tók það 10 klukkustundir að fara þessa 42 kílómetra. Já það er rétt...við gengum Marathon leiðina! Eða eins og ég vill kalla það að ég hafi nú unnið það afrek að hlaupa Marathon en ég hafi bara hlaupið rosalega hægt!!! Official NYC Maraþonið verður hins vegar þann 7 nóv. n.k.
Nú er allt að verða vitlaust í kosningabaráttunni hérna í USA. Allir nágranar míni eru með "BUSH MUST GO!" merki í garðinum nema einn sem er með "BUSH - CHENEY" merki. Sá tekur það alltaf inn á kvöldin.
Að öðru. Cusumus hefur orðið var við músargang í íbúðinni og fann hann spor í smörinu þ.e. í hnetusmjörinu sem hann skyldi eftir á borðinu. Cusumus smíðaði gildru sem veiðir músina lifandi þannig að hægt er að sleppa henni. Þessi gildra svínvirkar og náðist músin. Hins vegar náðist hún hlukkan 3.30 um nóttina þannig að cusumus nenti ekki að fara allt of langt í burtu til að sleppa músinni. Ég fór bara í almenningsgarð sem er í 5 mín gögnufæri og sleppti músinni á þá leið að hurðinn á gildrunni opnaðist svo miklu flottara hús blasti við músinni....þ.e. ég vonaðist til að hún vildi búa þar frekar en hjá mér...
Hins vegar 2 dögum síðar þá urðum við var við músina aftur. Við höldum að þetta sé sama músin! Silvester var því aftur kallaður til leiks (þ.e. músagildran) og við náðum músinni aftur! jibbí. Núna fór ég með músina í bíltúr og keyrði ég a.m.k. 4 mílur og sleppti henni þar. Ég hafði rannsakað þetta á netinu og fróðir menn segja að maður eigi ekki að sleppa nema a.m.k. 2 mílum í burtu svo þær komi ekki aftur.
Nú er bara spurning hvort þær séu fleiri. Silvester verður látin standa vaktina næstu nætur...það er alveg bókað.
Later dude...
Cusumus
Já það er endalaus heimska veitingamanna að leyfa reykingar. Fólk borðar meira í reyklausu umhverfi, og það stoppar í styttri tíma. Þannig næst mun meiri nýting á borðunum. Svo líður starfsfólkinu betur í reyklausu umhverfi og afkastar því betur. Og svo eins og Skúli sagði þá er reyklausi hópurinn í meirihluta. Og þeir sem eyða mestu á veitingahúsum er fjölskyldufólk. Það fólk forðast veitingastaði þar sem reykingar eru leyfðar. Af hverju er bannaði McDonalds reykingar á stöðunum sínum áður en það var lögbundið? Bara business, þar eru snjallir business menn. Annað en íslenskir vertar. Enda veitingabransinn á íslandi sífellt á hausnum.
Gni.
Gni.
Heyr heyr... Banna reykingar.
Það væri samt gaman að fara með þessar tölur til bareiganda í Danmörku. Hann mundi halda að maður væri orðinn eitthvað skrítinn að halda því fram að það væri meiri bisness í því að banna reykingar en leyfa.
En allavegna þá trúi ég því. Það er ekki eins og veitingastaðir og barir séu að græða mikið á sölu sígarettna. Síður en svo. Eintómt bras með sígarettur og hagnaður af hverjum pakka er kannski svipaður og hagnaður af 10 dropum af bjór.
Svo ég segi... "Hættið að reykja og drekkum meira í staðinn"
Skál
Danir eru líka sér á báti með reykingar. Þar eru reykingar allstaðar leyfðar. Krabbameinssjúklingur þarf að vaða sígarettureyk í apótekinu til að ná í krabbameinslyfin sín.
Frekar sjúkt.
Gni.
Skrifa ummæli