október 22, 2004
Búinn að ná mér
Jæja, pirringur gærdagsins er að skána, þó svo ég hafi ekki verið almennt pirraður, þá var soldið gaman að láta allt flakka. Núna er ég ansi mikið eftir mig eftir spinning tíman í morgun. Reyndar var hann ansi hressandi samt. Núna sit ég heima og blogga en er svo farinn út í Skeifu að versla. Sit og hlusta á Rod Stewart og Eric Clapton spila saman. Clapton bara á gítarinn reyndar. Lagið er Blue Moon, gamall slagari, af nýju Rod Stewart plötunni. Stardust, The Great American Songbook III, þar sem hann tekur slagara áranna milli 1910-1960 sirka. Maður er svo mellow að ég verð að drífa mig út annars blandast ég græna veggnum fyrir aftan mig í einhverskonar "mellow-fusion" og hverf að eilífu. Svo náði ég í tvo þætti af frábærri Sci-Fi seríu sem heitir Farscape, og var hætt, en vegna góðrar gagnrýni og þrýstings frá aðdáendum var endurvakin. The Peacekeeper Wars. Googlið það. Hlakka mikið til að horfa á það....blending in....gots to go.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli