október 14, 2004

Dópsalalistinn frægi og fleira

Stórmerkilegt atvik gerðist nú fyrir nokkrum dögum. Maður í Breiðholtinu birti lista yfir menn sem eru þekktir dópasalar. Málið á sér aðdraganda og um það var fjallað í DV. Kíkið hér og skoðið þetta athyglisverða framtak. Bæði það sem skrifað er og kommentin, stórmerkilegt. Maður þessi sýnir mikið hugrekki og er löngu tímabært að gera svona lagað. Verður spennandi að fylgjast með þessu þegar fram líða stundir. Annars er ég búinn að vera að pæla í þessi með snóker kjuðann, hann er ekki til að ná í stig, maður verður ekki mikið betri við það eitt að vera með eigin kjuða, en staðreyndin er sú að maður verður mikið stabílli. Ég fór í gær og prufaði nokkra kjuða á Billiard Barnum og það var verulega áberandi hvað mikill munur er á þeim og hversu beint maður nær að skjóta. Ef maður á eigin kjuða lærir maður að þekkja hann og stilla leðrið sem krítað er eins og maður vill jafa það. Svo náttúrulega er það sem mestu máli skiptir, það er að vara svalur í hvívetna. Nú þegar ég er hættur að ganga í æfingabuxum, kominn í svalari föt eins og svartar jakkafatabuxur og gallabuxur, leðurjakka og sólgleraugu, þá verð ég að vera með litla tösku sem inniheldur snókerkjuða. Það segir sig bara sjálft. Og líka er það algert bóhem að eiga eigin kjuða. Svo er ég ennþá í sjokki að þú Skúli sért ekki ennþá komin með eigin bowling kúlu, og að Haukur sé með snóker borð heima hjá sér. Ég verð að beita öllum brögðum til að vinna ykkur um jólin. Maður verður allavega að reyna....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veljum "Veröld Loopmans" sem vef ársins á http://www.vefsyn.is/

Kveðja,
Nefndin

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.