október 12, 2004
Kominn aftur, aftur og aftur
Þá er maður kominn í bloggið aftur.
Hellingur búinn að gerast, ég fékk ekki vinnuna hjá Vísa, ennþá, en það getur gerst síðar þegar þeir eru búnir að koma sínum málum á hreint varðandi starfið. Svo er ég hugsa um að kaupa mér snóker kjuða. Ég átti einn fyrir ansi mörgum árum síðan, en seldi hann og hef alltaf séð eftir því. En ef ég fæ ekki vinnu, þá get ég notað eitthvða af þeim tíma sem maður er ekki að leita að vinnu í að spila snóker ódýrt. Það kostar bara 200 kall og maður getur spilað eins lengi og mann langar ef maður er einn. Þá vaknar spurningin um hvort að ég verði ekki raunverulegur bóhem ef ég leita mér að vinnu af og til, fer á kaffihús, spái í umhverfið, ræði pólitík, og hangi á billiard stofunna þess á milli. Ég þarf að fá mér alpahúfu við blá frakkann minn. Er það ekki?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
2 ummæli:
Ég vissi ekki að það væri hægt að fá svona díl á snokerstofunum. Það er frábært að geta farið og æft sig og það kostar bara 200 kall án þess að vera á timer.
Svo náttlega verðurðu að fá þér hallandi gleraugu eins og Steve Davis á.
Ætlarðu svo að leigja skáp fyrir kjuðan á biljardstofunni og grafa nafn á kjuðan "Grandmaster Loopman".
Vandamálið við þetta er bara að félagsskapurinn á þessum stofum er ekki sá besti og upplífgandi....og svo er snóker mikið félagssport....
...plús ég mun aldrei spila við þig ef ég veit að þú ert að taka léttan Axxxa á fullu á milli þess að við spilum og ert því í fanta snoker-formi...ekki gaman að láta rústa sér á fyrsta breiki og komast ekki að....
But ef þetta er eins og í keilunni þá liggja náttlega nokkur stig bara í því að eiga sinn eigin kjuða...
Later dude....
Cuzumus
Ertu búinn að kaupa þér keilukúlu Cusumus?
Já það verður gaman að koma heim um jólin og sjá hvort mér takist að halda í við þig í snooker og Skúla í keilunni.
Annars er ég nú með snookerborð í stofunni minni :) ca 47cm * 26cm :)
Skrifa ummæli