september 02, 2004

Slasaðist í tölvuleik

Nú er komið að síðasta eða næstsíðasta golftímanum okkar í sumar allavega. Maður fer kannski í einhverja tíma næsta sumar, hver veit. Núna verður aðeins farið í stutta spilið, chipp og þannig. Við Freyja fórum örstutt í gær, eftir rosalega erfiðan dag, fórum að versla beint eftir vinnu, leituðum að buxum á mig og hana. Svo þegar það var búið og við keyptum ekki neitt, fórum við örðreytt á Bása að skjóta nokkrum kúlum, og það gekk eins og allt annað í þessari verslunarferð okkar, illa. Ég náði ekki að slaka á og fókusa og lamdi kylfunni alltaf í jörðina og sló of fast. Freyja var í sama gír, ekkert gekk upp. Mikil truflun var á æfingasvæðinu, þvi það er á 3 hæðum. Við vorum á neðstu hæð, og fyrir ofan okkur voru krakkar að giska 7-10 ára og það datt beint niður, meter eða svo fyrir framan mann, önnurhver kúla og því fylgdi mikill hávaði og læti. Svo fór að rigna ofan í vindinn. Sem sagt pirringur og vesen.

Við förum heim og slökuðum á, ég settist við tölvuna og spilaði Need for Speed. Rallaði talsvert og komst aðeins áfram í leiknum. Svo kíktum við á myndina Saved!, sem er bara mjög fín. Og sofnuðum svo vært. En þegar ég vakna í morgun var mér svo illt í einum puttanum, svokölluðum músarfingri hægri handar. Og eftir að hafa farið ofan í atburði gærdagsnins er ég nokkuð viss um að ég hafi slasað mig á hendi þegar ég lenti í slæmum árekstri á 114 mílna hraða í tölvuleiknum. Hvað annað gæti það verið. Það getur sem sagt verið hættulegt að klessa á í tölvuleik.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er stór hættulegt allt saman, ekki síst þegar maður er kominn underground. Þar leynast hætturnar á ótrúlegustu stöðum og smá árekstur ekki endilega það hættulega.

Svo las ég nú líka leiðbeiningarnar með þessu stýri og þar er talað um að feedbackið gæti verið hættulegt og ráðlegt að taka sér góðar pásur reglulega.

Þú er sem sagt í tölvuleikjabanní í kvöld og ég fer underground.

Kveðja Freyja

Nafnlaus sagði...

Það er ástæða fyrir því að þú ert kallaður "Goldfinger." Kannski var það svoleiðis action eftir tölvuleikinn?

Gni

-Hawk- sagði...

Ég elska Underground.

Var þó soldið svektur þegar ég var búinn með allt að leikurinn bara hélt áfram og ekkert gerðist.

Er reyndar einhver forútgáfa sem ég er með. Kannski gallaður.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.