september 15, 2004
Af veikindum og kóngulóm
Jæja, þá er maður skriðinn í vinnuna eftir veikindin. Kvef, hálsbólga, hiti, nefrennsli og álíka skemmtilegheit. Á miðvikudagskvöldið fann ég fyrir ónotum í hálsi, svaf illa og vaknaði veikur. För svo á föstudaginn í sumarbústað í Biskupstungunum, þar sem ég var líka veikur. Ekki nógu skemmtilegt, en ég gat alveg eins verið veikur þar eins og heima hjá mér. Þetta var verulega langþráð frí hjá okkur Freyju. Hvað var gert í bústaðnum? spyr kannski einhver. Og svarið við því er einfalt. Lítið sem ekkert. Alger slökun. Ég las Harry Potter og Eldbikarinn, spilaði Rommí við Freyju (sem ég vann á endanum :) og svaf. Fórum í smá bíltúr á Flúðir, Gullfoss og Geysi og þar í kring. Það rigndi mikið og var rok að hluta til. Freyja fór í heita pottinn og ég varð að veiða kóngulær úr pottinum, Freyja náði nokkrum dauðum í bolla, og ég notaði kúst til að ná restinni upp. Freyja greyið er soldið skelkuð þegar þessi dýr eru annars vegar. Jafnvel þó þau séu dauð. Ég var þarna úti með bullandi hita að eltast við kónuglær úr riiiisastórum heitum potti með kust að vopni. Þetta var súrt að upplifa og enn sýrðara að rifja upp. Ég kom með hugmynd sem Freyju þótti sniðug, og það var að setja heita vatnið í botn og henda svo helling af grænmeti og grasi og allskonar mat þarna ofan í og búa til stærstu grænmetis-kóngulóar-súpu sem sést hefur í Biskupstungunum lengi. Svo komum við heim á sunnudaginn og þá hélt ég áfram að vera veikur, svo má þriðjudaginn var Freyja orðin veik og við vorum veik saman heima. Svaka fjör. Núna er ég í vinnunni, veikur, en skárri en í gær allavega. Það verður gott að komast heim til veiku stelpunar minnar. Og svo er Manchester United - Lyon í Meistaradeildinni í kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
1 ummæli:
Þessi Meistaradeild er overrated. Þetta er bara auglýsinga peningaplokk. Hmm hvernig væri að gefa fólki tækifæri á að bera saman félagslið milli landa. Prump...bara verið að fjölga leikjum til að geta selt meira...fótbolti fer að líkjast Baseball með sínum 162 leikjum á leiktíðinni auk þeirra 7 ef þú meikar það að komast í World series og spila um heimsmeistaratitil BNA sem er náttlega rugl.
Til hvers að vilja bera saman félagslið milli landa, það meikar ekki neinn sens. Þetta er allt sami potturinn. Til dæmis þá eru félagslið í Englandi oft með erlenda þjálfara og kaupa á alþjóðlegum markaði þá leikmenn sem þau hafa efni á. Hvað er þá verið að keppa um í Meistaradeildinni (bestu samsetninguna!!!) og af hverju nær hún þá ekki til heimsins alls! Flamengo eða Botofogo ættu sennilega fullt erindi inn i svona meistaradeild. Meistradeild Evrópu hefur því ekkert sérkenni fram yfir enska, spænska, ítalska eða þýska boltan per se ef því er að skipta og því ekkert merkileg.
Það sem mér líkar ekki er að þessi keppni innifelur allt of mikið af peningum og ef þú kemst inn í hana þá getur það haft í för með sér keðjuverkun um að ákveðin lið haldast á topnum (dominera í skjóli fjármuna). Þ.e. geta brent meiri peningum en önnur lið. Það sem gerist er að slík drottun ákveðina liða hefur slæm áhrif á fjölbreyttni í knattspyrnunni svona svipað gelt og er að gerast með Schumacher og formúluna.
Þar er nú þegar allt of miklir peningar hjá ákveðnum liðum.
Þetta er mín skoðun.....
Later dude....
Cuzumus
Skrifa ummæli