september 07, 2004

Gardínur og rúmdýnur.....

Þá er kominn nýr dagur. Lítið að gerast nema það að enn rignir þessi ósköp. Svíakonungur í heimsókn og allt, og þá rignir hann bara niður. Hvað ætli Davíð segi nú við þessu.? Ég er ekki búinn að sjá kónginn ennþá, þó ég vinni við hliðina á sænska sendiráðinu. En ég sé tvo sænska fána og fána sem mér finnst að ætti að vera á hverju horni. Evrópusambandsfáninn.

Ég fór með Freyju í gær að skoða svona þunna yfirdýnu á rúmið okkar, sem við ætluðum að fá þegar við keyptum rúmið á sínum tíma, en gleymdum bara allaf. Þannig þunn kelidýna eins og hún heitir víst kostar 15.000 kall hjá Ragnari Björnssyni eða RBrúm. Ég ætla að panta hana beint frá saumastofunni á Búðardal fyrir minni pening. Svo fer ég í kvöld að kaupa gardínuefni með Freyju, því við erum ekki búin að fá okkur gardínur síðan við fluttum inn í íbuðina okkar fyrir 4 árum. Fór til tannlæknis og það var engin hola og bara tannsteinn tekinn og ég í góðum málum bara. Ennþá er ekki gott veður til að spila golf því það er svo blautt. Og því legg ég til innanhúss golfvöll. Hvar er nú Björgúlfur þegar maður þarnast hans.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.