september 27, 2004
Scooter og fleira
Það var stuð á Scooter tónleikunum í Höllinni á laugardagskvöldið. Ég og Freyja, Andri, Arnoddur og Harri fórum saman. Skúter var með hevví tekknó og flott show. En það sem var bæði ergilegast og hlægilegast var upphitunarbandið, Love Guru. Það er feitur náungi í Henson galla sem syngur gömul og ný íslenks og erlend lög og reynir að rappa og er með dansara sem eru líka í Henson glansgöllum. Úff löng setning. Love Guru var á sínum tíma grín band sem var að stæla Scooter, en hann fór að taka þessu allt og alvarlega, og Einar Bárðarsson sem er þekktur fyrir Skítamóral, Birtu (eða Angel) Eurovision lag og Nylon flokkinn. Love Guru þessi er svoooo lélegur að það var í raun hlægilegt að horfa á hann og grey stelpurnar sem sungu og dönsuðu með honum. Og hvað í andskotanum er verið að hafa þessa hörmung sem upphitun á alvöru tónleikum. Og hvers vegna hefur enginn sagt þessu Love guru að líta í spegil og athuga sinn gang. Svo var ég að frétta það í vinnunni að einn lögfræðingurinn sem var í sumar eins og ég fá sína vinnu þangað til hann finnur sér aðra. HELVÍTIS RUGL OG ANDSKOTANS BULL. Af hverju var þá Hilmar Asni yfirmaður að ljúga að mér og segja að hann hætti á sama tíma og ég. Hvað ætti ég að gera, tala við stéttarfélagið, eða tala við Hilmar sjálfann og spurja hann hvað sé í gangi. Af hverju er hann að mismuna fólki svona? Ég vissi að hann væri fífl, en þegar það er logið upp í opið geðið á mann er manni ekki skemmt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli