Ferðasagan frá ferðinni norður í land þann 16 júní.
Við Freyja ætluðum að fara norður til tendó þar sem þetta var löng helgi. Planið var að vera í sveitinni í nokkra daga og skipta um umhverfi í nokkra daga. Drekka í sig fjallaloftið, hreinsa sálina og bla bla bla...og svo framvegis. Þetta er svona íslensk rómantísk sýn sem seld er túristum. Eins og greinin sem var í Grapevine um daginn. Alger snilld, þar sem þeir sögðu að tónlistarmenn eins og Björk, Mugison og Sigurrós og fleiri bönd komast upp með ákveðið naivity sem gengi ekki annarsstaðar útaf þessari mýtu um loftið, kraft jöklanna, álfa, fjöllin og þetta allt saman. Meira að segja Bo Hall sendi inn lesendabréf til Grapavine og var sammála. Og ef Bo segir þetta vera rétt þá er það svo...er það ekki. Reyndar er Björk orðin svo experimental að hún er löngu búin að skjóta yfir markið, og Mugison er bara “plain boring” og ég er búinn að reyna að hlusta á hann. En ég ákvað að prufa þetta drekka í mig smá goðsagnakenndan þjóðernisrembing og innblástur í Bárðardalnum. Svo var líka planið að spila golf á Húsavík.
Við erum búin að pakka á miðvikudeginum, og í hádeginu á fimmtudeginum fer ég heim, set draslið í bílinn, tösku, gönguskó, golfsettin okkar og það sem við ætlum að taka með okkur. Svo aftur að vinna. Þetta var leiðinda dagur í vinnunni, mikið að gera og ekkert nema vesen á þeim sem hringdu inn. Ég vorkenndi svo lögfræingnum á vakt ? Ég sæki Freyju upp á ORF og svo keyri ég upp í Mosfellsbæ (það er víst bannað að segja Mosfellssveit núna) þar sem við stoppum í Nóatúni, kaupum nesti og svo yfir götuna í ríkið og fengum okkur eina kippu af bjór til að drekka yfir helgina. Ferðin í ríkið var erfið, ég keyrði inn á planið og það var bílum lagt svo illa að ég varð að leggja þvert yfir bílastæðalínur til að fá stæði. Menn lögðu bara þvers og kruss útum allt. Loksins þegar ég kom út tók ekki betra við, heldur voru bílar lagðir útum allt plan, ekki bara í stæðum, heldur uppá gangstéttum og úti á miðjum veginum milli stæðanna. Ég komst ekki 10 metra leið frá hurðinni að mínum bíl. Ég labba út á planið og er að stefna yfir það þegar stór amerískur pickup (líklega var haglabyssa fyrir ofan spegilinn og maðurinn giftur systur sinni sem keyrði bílinn, eins og hinn fornkveðni brandari hljómar.....will you still be my sister after we get married? Ha ha ha.... :) Allavega keyrði hann næstum á mig þegar ég gerði mig líklegan til að ganga yfir götuna og svo stoppaði hann fyrir framan mig þannig að ég varð að fara kringum bílinn hans til að komast yfir götuna, og ég leit framan í hann með undrunarsvip því hann komst ekkert áfram hvort eð er, það var allt stopp. Svipurinn hans sagði “þú ert fyrir, þér var nær að reyna ganga yfir þegar ég er að keyra”, og fyrirlitningin skein úr augunum. Ég komst út af stæðinu eftir langa bið og var feginn að sleppa þaðan út, og sótti Freyju í Nóatún. Ég segi þá við hana, “ég skal keyra út úr þessari stressgötu áður en við skiptum um sæti”, því hún ætlaði að keyra fyrri hluta leiðarinnar norður, allvega yfir Holtavörðuheiðina. Okkur þótti þetta óeðlilega mikið stress og æsingur í ekki minni bæ en þetta og veltum fyrir okkur hvað væri í gangi.
Kannski var þetta eittvhvað tengt þessari bölvun sem ég var varaður við. Þannig er mál með vexti að þegar ég sagði Gissa brandarakarli vini mínum frá því að ég væri að fara að heimsækja tengdó á msn um daginn kom undarleg pása (þögn ef þetta hefði verið í samtali) og svo ein setning....Taktu með þér nóg af hvítlauk og vígðu vatni. Bwahahahahaha..... Gissi klikkar aldrei. ? Ég hafði hugsað mér að nálgast þetta á Akureyri því annars hefði bíllinn angað að hvítlauk alla ferðina. Hugsanlega hefði þetta dugað á Mosfellsbæingana og hinn íslenska “redneck” á pickup bílnum. Hvað um það, nóg komið af bröndurum á kostnað dreifbýlisins í bili.
Við skiptum um sæti á planinu sem loftorka er með rétt hjá Mógilsá og Freyja keyrir svo af stað. Um leið og við förum af stað úta þjóðveg 1 aftur þá byrjar stressið aftur. Eftir að hafa ekið í smá stund sá maður bílana fyrir framan sig taka framúr þó svo það væri tilgangslaust því það var mikil umferð útúr bænum og umferðin gekk ágætlega. Samfelld bílalest upp að Hvalfjarðargöngum. Eftir göngin gekk þetta ágætlega í smástund. Sáum mörg mótorhjól og Freyja segir mér að Sniglarnir hafi verið með áróður til að hvetja menn til að sýna hvor öðrum tillitssemi og aðgát á vegum úti þessa helgina því flest hjól landsins væru á þjóðveginum á leið norður í land. Við höfðum ekki ekið lengi þegar við sjáum að slys hafði orðið, mótorhjól og bíll eitthvða rekist saman, held að enginn hafi slasast alvarlega. Þá sting ég upp á því miðað við það sem við upplifðun á leið okkar frá Keldnaholti og uppúr göngum að við ættum að telja árekstrana á leið norður miðað við stressið og sénsana sem menn voru að taka, væri það augljóst mál að þetta væri því miður ekki sá fyrsti sem við keyrðum fram á á leiðinni. Staðan 1-0 fyrir ökufanta og því miður hef ég ekki oft séð tillitssemi á vegum úti síðastliðin ár. Ekki nema snillinginn á trailer trukknum sem við eltum á leið að norðan um jólin þegar við lentum í snjóbyl í Borganesi og sváfum í bílnum þar meðan veðrið gekk niður.
Eftir smá stund komum við aftan í laaaanga bílalest sem ekur um á 60 km hraða sem er frekar hægt miðað við þjóðveg 1. Ástæður þess að bílalestin var svona löng eru þrjár. Mikil umferð, í báðar áttir. Sá sem var fremstur var á eldgömlum gráum Mitsubishi L300 mini sendibíl með risastóra hestakerru aftaní sem henn hefur líklega ekki ráðið við að draga, því ók hann mjög hægt. Þriðja ástæðan er svo fíflagangur þeirra sem á eftir honum voru. Við sáum vel fram fyrir okkur og það var ótrúlegt að sjá 4-5 bíla í röð taka framúr heilli bílalest. Þannig að þeir sem voru fremstir í lestinni áttu í erfiðleikum með að komast framúr þessu rosalega hægfara hestakerru bíl því það var meiri umferið í sömu átt á öfugum vegarhelming heldur en á móti. Þetta reddaðist þegar allir stressbjánarnir voru farnir sína leið (meira og minna á öfugum vegarhelmingi) og þegar við nálguðumst það sem eftir var af lestinni vorum við orðin verulega hissa á ökulagi ansi margra og líka þeirri staðreynd að sá sem var á þessum hægfara bíl skyldi ekki fara út í kant eða inna næstu innkeyrslu til að hleypa allri röðinni framúr sér. Menn sem keyra svona hægt eru jafn hættulegir og þeir sem keyra hraðar, því þeir skapa óþarfa framúrakstur. Þetta kemur aftur inn á þetta svokallaða séríslenska “smákónga syndrome” sem ég bloggaði um um daginn og ég veit að þið vinir mínir sem þetta lesið skiljið vel. Enda höfum við Gunnar og Skúli og allir hinir rætt þetta mikið. Hugsið ykkur tillitsleysið að hafa kannski kílómeters langa röð á eftir sér og vera bara alveg sama.
Það næsta sem gerist er þegar við nálgumst þessa nokkra bíla sem eftir eru, það er þessi hægfara, og á eftir honum var bíll með hjólhýsi sem var frekar hægfara líka og svo kom lítill japanskur bíll, líklega Toyota Yaris eða einhver þannig bíll, hugsanlega næsta stærð fyrir ofan, hvítur eða ljós gulur. Svo er þar svartur jeppi. Litli ljósi bíllinn reyndi loksins að fara framúr þessum tveimu bílum í einu og er hálfnaður yfir á hina akreinina þegar svarti jeppinn kemur á ferðinni og stingur sér framfyrir hann. Litli bíllinn þarf að hemla og snarbeyja aftur yfir á hina akreinina til að sleppa við árekstur. Hann verður að hemla talsvert til að lenda ekki aftan á hjólhýsinu sem hann var að reyna fara framúr. Okkur Freyju fannst þetta ótrúlegt að horfa á, enda munaði ekki miklu að illa færi og frekjan í jeppanum var ótrúleg. Við vorum að ræða að þarna var næstum því orðið 2-0 fyrir ökufantana. Það var í raun meiri hætta oft á tíðum aftan að manni á öfugri akrein en frá umferð á móti. Ég er vel vanur að keyra úti á landi og Freyja er mjög vön því. En svona pirring, áhættur, stress og bara ábyrgðarleysi og fíflagang höfum við ekki upplifað áður. Eins og stóð í blaðinu í gær minnir mig, þá er í raun hættuminna að keyra hér innanbæjar þó svo vel flestir hugsi bara um sjálfan sig og kunni ekki að keyra yfir höfuð, en miðað við þetta ævintýri er það bara barnaleikur að keyra hér. Ekki eins og ég sé að setja mig á einhvern háan hest sem besti bílstjóri í heimi eða neitt þannig. En þeir sem hafa vott af skynsemi og hugsa um annað en eigið rassgat (smákónga syndrome aftur) vita þetta alveg. Þeir sem keyrt hafa erlendis úti á vegum vita þetta lika. Maður hefur oft séð allskonar rugl úti á vegum þegar einhver einn og einn rugludallur er að verki en það var útrúlegt að sjá svona marga hegða sér eins og fávita. Yfirskriftin hjá ökuníðinga og rugludalla félaginu (Ö.R.F.) hefur verið þessi... ökuníðingar og rugludallar allra landa sameinist. Svo kemur “Vofa svífur ljósum logum um þjóðvegina, vofa skynseminnar......“ (Bið bæði Marx og Engels afsökunar á þessari afbökun).
Ferðin gekk svo sem slysalaust fyrir okkur allavega þangað til við komum að hlykkjótta kaflanum fyrir rétt áður en maður kemur að sjoppunni Baulu og Munaðarnesi þegar við komum þangað lendum við fyrir aftan mótorhjól sem er hægara en eðlilegt getur talist, við áttum lítið erindi framúr á þessum kafla því það var talsverð umferð og mikið um blindhæðir, svo loksins þegar við fáum tækifæri er hjólið á leið niður brekku sem sveigðist aðeins í vinstri boga við dólum á eftir á svona 40-50 km hraða sirka. Svo tekur Freyja sig til þegar það skapast pláss fyrir umferð á móti og kíkir í spegilinn og gefur stefnuljós og gengur úr skugga um að það sé enginn bíll að koma aftanfrá og beygir út á öfuga akrein til að fara framúr hjólinu og þegar hún er komin hálf yfir kemur svartur jeppi á fullu framúr okkur, á brjálaðri ferð. Freyja verður að bregðast við eins og litli ljósi bíllinn áður, og bremsar og rykkir bílnum aftur yfir á okkar helming. Mig rámar í að það hafi verið annar bíll á eftir honum líka en ég er ekki viss. Svo þegar Freyja er búin að fara aftur yfir á akreinina okkar er hún að kíkja aftur fyrir sig til að komast aftur og kanna hvort það séu fleiri bílar að koma, þá sé ég að hjólið er stopp á miðjum fucking veginum. Það var sæmilegt pláss til að fara útaf til hægri til að hleypa framhjá sér umferð og ekki bara það heldur var þarna bílaplan hjá einhverri skógrækt sem hann hefði getað beygt inná meðan hjólið rann. Ég kalla á Freyju að stoppa, sem hún gerir strax, og við erum stopp fyrir aftan hjólið í svona 4 metra fjarlægð. Liðu ekki nema 1-2 sekúndur þegar við fáum á okkur rosalegan skell. Þá koma einn aftan á okkur á 90-100 km hraða að eigin sögn.
Ok...gott og vel...Fólkið á mótorhjólinu hefði getað stoppað úti í kanti, það hefði getað beygt inn á planið. Og um leið og það er keyrt á okkur, stíga karlinn og kerlingin af hjólinu (Fjóla Hilmarsdóttir kt: 180756-4849 og líklega Guðni Pálsson kt. 250650-3299 úr Keflavík) og fara með það inn á planið og fara að laga olíuleiðsluna. Freyju brá soldið við skellinn, ég varð frakar pirraður skiljanlega, þar sem eðlileg viðbrögð við svona eru adrenalín sem líkaminn gefur frá sér. Ég spyr Freyju hvort hún sé í lagi og hún játar því. Þegar ég veit að hún er ekki meidd eða að fara gráta eða neitt þannig, fer ég út og labba að bílstjóranum sem stóð eins og þvara með hring í vörinni og segi við hann. “Hvað ertu að hugsa? Þú keyrðir allt of hratt maður..!!!” Þá stendur hann rosalega aulalegur og segir; “ég var bara á 90 eða 100, það er ekkert hratt.”. Svo spyr ég hann hvort hann sé ok. Hann segist aðeins finna fyrir sér þar sem b Bílar rjúka framhjá og enginn segir neitt eða gerir neitt. Fólkið á hjólinu kom ekki til okkar og spurði hvort við værum í lagi, ekki strákbjáninn heldur. Ég labbaði að konunni (Fjólu) og spurði hvort þau væru í lagi, sem hún játaði, og svo hvort hún hefði séð svarta jeppann. Hún sagði nei og líka maðurinn hennar sem sagðist bara hafa verið að hugsa um sjálfan sig því hjólið var bilað. Svo kemur...”en þú, ertu þú nokkuð meiddur?”. Er ég meiddur... ég stend við hliðina á henni og er að tala við hana og búinn að spyrja þau. Ég átt jafvel von á að þau væru í smá sjokki eftir að hafa valdið árekstri að hluta til og hafa næstum verið keyrð niður. Neeeeiiii ekkert slíkt. Svo héldu þau áfram að laga hjólið sitt og ignora okkur þangað til ég fór aftur til þeirra og talaði við þau. Á meðan stóð strákurinn og vaktaði bílinn sinn sem inniheldur græjur að verðmæti 500 þúsund krónur. Hann kom ekki að Freyju eða mér og spurði hvort væri í lagi eða neitt. Hann stóð þarna bara og góndi út í loftið eins og gullfiskur, sem man bara 3 sekúndur og veit ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Sorry en þannig var hann bara. Ég er ekki með neitt disrespect eða neitt, bara segi hlutina eins og þeir voru.
Mannlegi þátturinn kemur inn í, og virðing hver fyrir öðrum umhyggja fyrir náunganum. Nú hjóma ég eins og einhver nýjaldar kuklari eða Hare Krishna predikari. En þeir sem þekkja mig vita að ég er það ekki. Það er samt óþolandi og í raun ótrúlegt að þeir sem í raun valda árekstri eins og þessum skuli hvorugur kanna hvort þeir hafa slasað einhvern. Þá kemur smákónga syndrom-ið aftur inn í dæmið. Ég slapp og ég hugsa bara um mig (sagt með mikilli kaldhæðni í röddinni), mér er sama um hina. Þegar hér var komið, hringi ég beint í lögregluna með aðstoð 112 sem gáfu mér samband við lögregluna í Borgarnesi. Kristján lögreglumaður stóð sig ágætlega og gaf mér grænt ljós á að keyra heim, en ekki til Akureyrar. Á meðan var Gunnbjörn (Gunnbjörn Gísli Kristjánsson. Kt. 090686-2919 frá Þorlákshöfn. Bílnúmer hans er: KJ-473 rauð beygluð Toyota Corolla með 500 þús, króna græjum) að aðstoða mótorhjóla fólkið að laga hjólið sitt. Svo segir Guðni mótorhjólamaður sigri hrósandi að gullfiskurinn (Gunnbjörn) hafi lánað þeim slöngu og við svo búið fóru þau sinnar leiðar. Ég náði símanúmeri hennar rétt áður en hún fór þó. Það sem mér þykir þó verst er helvítis svarti jeppinn. Mig grunar að þetta hafi verið sami jeppi og svínaði á litla bílinn rétt áður en við komum að Hafnarfjallinu. Hann hefur líklega stoppað í Borgarnesi og svo náð okkur því við keyrðum beint í gegn þar. Ég er alveg sannfærður að fleiri hafa lent í honum, og ef lögreglan hefur tekið um 200 manns fyrir of hraðann akstur eru líkurnar á því að þeir hafi tekið hann talsverðar. Hér með auglýsi ég eftir þessum bíl. Mér finnst sjálfsagt að hann taki ábyrgð á sínu. Slysið okkar varð um klukkan 19,45 sikra og þegar hann svínaði á hinn bílinn var svona 15-20 mín áður, hugsanlega meira. Ég ætla að pósta þetta blogg mitt á huga.is til að kanna viðbrögð, en tek úr nöfn fyrst ?
Svo er nátturulega annar kapítuli samskiptin við VÍS þar sem ég og hann erum tryggðir. Skýrslan frá Borgarnes lögreglunni er ekki enn komin. Meðan er ég á bíl sem ég má varla keyra og get ekki sett hann á verkstæði eða fengið mér bílaleigubíl, nema á eigin ábyrgð. Við Freyja erum í sæmilegu lagi. Fengum bæði massíft högg á bak og háls. Beltin björguðu okkur alveg 100%. Við erum á Íbúfen og Parkódín Forte kúr. Samt er ég aumur í bakinu, með stanslausan hausverksseiðing og illt í hálsinum framan verðum hægra megin. Freyja er aum í bakinu, og í vinstri hendinni.
Samt er eitt sem ég gleymdi að taka fram. Ef gullfiskurinn hefði ekki lent á okkur þá erum við Freyja bæði sammála um að henn hefði mjög líklega lent á kyrrstæðu mótorhjólinu á þessum mikla hraða, og það hefði ekki endað með bakeymslum og parkódíni. Ég meina, hann bremsaði ekki einusinni.