apríl 08, 2005

ekki eins og það átti að vera...

Þetta byrjaði ekki vel, við sváfum illa yfir okkur. ég fór ekki í spinning og við vöknuðum um klukkan 8,40 eða svo. Ég bloggaði stutt í gær og skrifaði svo Ragnari frænda í ameríkunni bréf sem ég átti að vera búinn að gera fyrir löngu síðan. Svo rendi ég yfir bréfið áðan og sá að það var næstum óskiljanegt. Ég skrifaði setningar sem ég strokaði út og í flýti og syfju byrjaði ég á nýrri setningu eða hugsun á fáránlegum stað. Þetta skilst held ég af samhenginu :) Ég hef ekki skrifað svona illa lengi. Hann svarar mér kannski og sendi þýðingu á því sem ég var að reyna koma frá mér. :) Mest lítið að gerast, er að hlusta á Aerosmith plötuna Toys in the Attic sem er ein þeirra besta, blússkotin með nokkrum klassíkerum eins og Walk this Way og Sweet Emotion. Eg gróf þessa plötu upp eftir að hafa þjáðst yfir Be Cool myndinni þar sem Aerosmith kom mikið við sögu. Léleg og tilganslaus mynd eins og ég sagði í gær. Ég bind vonir mínar við Sin City sem ég er að ná í núna og verður komin í hús í dag. Sin City er byggt á myndasögu eða comic book eftir Frank Miller og það er snillingurinn Robert Rodriguez sem meðal annars gerði From Dusk til Dawn og Spy Kids??? Hann er náinn samstarfsmaður Quentin Tarantiono. Sin City er að fá frábæra dóma, og vonast ég til að sú mynd verði betri en Be Cool. Hún var líka talsverð vonbrigði þar sem myndin A Love Song For Bobby Long með Travolta var fín. Og ég var að vonast eftir kombakki frá Travoltanum, en því miður hefur ferill hans spíralað niður á við eins hann gerði uppúr 1982 eða svo. Og svo aftur eftir Pulp Fiction.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.