apríl 22, 2005

Ný grein á Huga

Umhverfisráðherra og lýðræði.

Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í gær þar sem talað var við umhverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur. Ég veit að stjórnmálamenn nota lygar og búa til einhvern veruleika sem þeir halda fram að sé réttur til að blekkja almenning og fjölmiðla í þeim tilgangi að ná fram sínum pólitísku markmiðum. Umrætt viðtal snérist um Diesel olíu. Olían átti að vera ódýrari en bensínið þegar stóð til að breyta kerfinu í sambandi við þungaskatt og það sem snýr almennt að diesel olíu viðkiptum. En þegar allt kom til alls er olían dýrari en bensínið. Fréttamaður stöðvar tvö spurði ráðherra réttilega hvort hefði ekki verið tækifæri að hafa olíuna ódyrari, því diesel mengar minna og bílarnir eyða minna. Það er því hvatning að kaupa sér þannig bíl. Það sem ég er svo gáttaður á hvernig ráðherrann segir að þessi hækkun sé til góðs og sé hvatning fyrir fólk. Smellið hér til að horfa á klippuna.

Mér finnst ótrúlegt að horfa uppá ráðamenn fara með svona rökleysu og mjög svo undarlega tilraun til að opinbera mikið áræði að ljúga að kjósendum og landsmönnum í fréttum og virkilega halda að fólk sé þessu alveg sammála. Kannski virkar þetta vel því hún veit að flestir Íslendingar gleyma öllu sem stjórnmálamenn segja og gera hvort sem er. Og þegar ráðherrar og aðrir pólitíkusar eru farnir að ganga út frá því að við gleymum og getum hvort ekki gert neitt í málinu, þá er það bara í lagi að segja þetta svona beint út. Þetta kemur beint inn á merkingu lýðræðishugtaksins, sem hér á Íslandi er verulega brenglað merkingarlega. Í stuttu máli, fólk hefur ákveðið vald til að segja til um hverjir stjórna og hvernig þeir gera það. En í raun er það ekki hér á landi. Hér er svokallað fulltrúalýðræði, sem líka er afbökun á því orði, því hér höfum við ekki neitt að segja um hverjir eru kosnir eða hvernig. Almenningi er talið trú um að prófkjör (sem eru svo til aldrei bindandi, þó svo það sé auglýst) og kosningar séu leið okkar til áhrifa. Sú staðreynd að atkvæðavægi er ekki jafnt milli landsmanna og að við verðum að kjósa ákveðna lista en ekki einstaklinga gera þetta að algerum skrípaleik. Það sem er þó verst við þetta eru blessuð loforðin. Tek sem dæmi muninn á Bandaríkjunum og Íslandi. Ef flokkur lofar einhverju, til dæmis að lækka skatta og draga úr peningum til hersins og bæta menntakerfið, þá er það gert. Það er, menn fá það sem þeir kjósa. Og ef fólk er ekki sátt, þá falla menn og flokkar í næstu kosningum. Hér eru loforð sem ekki er staðið við og við fáum ekki séns á að fella þá sem standa sig illa. Það er hugsanlega vegna þessa "lýðræðisgalla" sem umhverfisráðherra lætur svona bull útúr sér. Hún veit að hún kemst upp með að misbjóða fólki, og hún veit lika að hún þarf ekki að segja af sér frekar en aðrir sem það ættu að gera. Og það er alltaf hægt að ljúga meira að almenningi og sérstaklega fjölmiðlum sem gleypa við öllu hráu.

Þetta var greinin og hér er linkur á huga... það eru komin nokkur svör.

1 ummæli:

-Hawk- sagði...

Já þetta eru ótrúleg vinnubrögð í sambandi við Diesel verðið. Maður skilur ekki hvað er verið að reyna að fá út úr þessu. þetta verður til þess að diesel bílar hætta að seljast og allir sem keyra mikið (menga mikið) kaupa sér bensínbíl sem mengar meira, fyrir utan að endast mun lengur.

En Íslendingum er alltaf sama um allt, allavegna á morgun. Það er talað um hlutina og rifist í fjölmiðlum svo er allt gleymt á morgun og allir kyngja bara því sem stjórnvöld, búðir, bensínstöðvar, tryggingafélög o.s.frv. setja á okkur.

Man eftir einu máli sem kom upp í Danmörku þar sem gjöld á Dankort (ca debetkort) voru sett á eða hækkuð verulega. Almenningur var ekki sáttur og ég fékk e-mail þar sem allir voru beðnir að fara í bankana og taka út af reikningunum sínum 88,75 sem eru þá 1 50 kr seðill ein 20 kr mynt, ein 10 kr mynt, ein 5 kr mynt, ein 2 kr mynt, ein 1 kr mynt, ein 50 aura mynt og ein 25 aura mynt. Þetta sýndi bönkunum að gífurleg vinna fer bara í að telja peninga og tala nú ekki um mistök sem koma upp við svona viðskiptahætti. Veit ekki hvort þetta e-mail og þessi herferð varð til þess að þetta gjald var svo ekki sett á.

Við þurfum að standa saman og segja hingað og ekki lengra. Kannski ekki í þessu diesel máli því það snertir kannski ekki marga en come on... það er fullt af málum sem hægt er að hneykslast út af.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.