En það sem plagaði okkur báða var fótboltaæfinginn frá deginum áður. Rúmlega tveir tímar af non stop bolta á stórum velli. Og harðsperrurnar eftir því. Ég er í fínu formi, en hef ekki verið að gera þessar ákveðnu hreyfingar í tvö ár, og því reyndi þetta á vöðva og staði sem voru ekki alveg í eins góðu formi og aðrir. Ofan á það var nátturulega bara álagið. Spinning um morguninn og svo rosaleg æfing um kvöldið.
Sunnudagurinn var verri því bæði hjá mér og Silla, við gengum eins og gamlir kallar. Erfitt að standa upp og þannig. Við hittum Silla og Tinu líka á sunnudeginum, horfðum á Formúlu 1 saman, þar sem svakalegur endapsprettur milli Schumacher og Alonso var einn mest spennandi sem ég hef séð lengi, og honum lauk með sigri Alonso á Renault bíl. Tina bakaði múffins og svo förum við saman á American Style í Kópavogi. Tina fékk sér nautasteik sem hún sendi 3 sinnum til baka því hún var blóðug. Hún er ólétt og vill fá well done. Þvílikir sveppir sem eru að vinna þarna. Svo fékk ég bogara í staðinn fyrir samloku. Silli fékk sósuna mína. Og þegar hann fór aftur með borgararnn fékk ég ekki sósuna mína sem hann hafði tekið með borgaranum til baka. Ég veit ekki á hvaða lyfjum þetta starfsfólk var. Ég er ennþá með verki í lærum eftir þennan fótbolta, þó svo ég hafi farið í gymmið í morgun. En ég er að skána :)
1 ummæli:
Hefði nú alveg getað slafrað í mig einum American Style á sunnudeginum en var of latur til að fara fram úr rúminu.
Skrifa ummæli