apríl 22, 2005

Íshokki.

Við Freyja förum á miðvikudaginn var á Íshokkíleik í Skautahöllinni í Laugardal. Það var Skautafélag Reykjavíkur eða SR á móti Skautafélagi Akureyrar eða SA. Sem sagt SR -SA. Freyja hélt með Akureyringum nátturulega, en ég með Reykjavíkurliðinu. SR vann 9-6 í góðum leik. Það kom mér á óvart hversu gaman er að sjá íshokkí leik. Núna er það markmið mitt á fá fleiri vini mína með. Mikill hraði og talsvert óþarfa ofbeldi. Samt drengilega leikið. Reglurnar einfaldar líka....þannig að maður nær þessu strax. Það brotnaði bara ein kylfa í öllum leiknum :) Þetta var mega fjör. Mæli með þessu fyrir alla sem geta komist.

Svo hitti ég Sævar úr Huldulandinu, eld gamall vinur minn síðan við vorum 3 ára eða svo. Hann er frægur fyrir að hafa verið annar tveggja skipverja sem voru fastir í risastórum viðgerðar pramma í nokkra daga á leið frá Evrópu til Íslands. Alvöru sjóara hetja þar á ferð, svo var hann háseti í Landhelgisgæslunni einusinni. Frábært að hitta hann aftur.

Svo daginn eftir... það er í gær...þá fórum við í Spinning í Hreyfingu. Sem var ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að tíminn átti að vera 45 min, en varð 65 mín. Því það var DJ sem sá um tónlistina og mikið fjör í Hreyfingu. Svo fór ég aftur í spinning í morgun. Og hugsanlega fótboltaæfing í kvöld líka.... það er ekki í lagi.

Eins fór ég og fékk mér skó í Intersport því þeir voru með tilboð. Asics Nimbus skórnir sem ég þarf kostuðu bara 13,000 í stað 16,000 eins og venjulega. Svo skoðuðum við golfpúttera, því ég þarf nýjann. Svo er innflutningsparty hjá Hauki og Zaveh á morgun Laugardag. Þangað förum við Freyja.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alveg með ólíkindum að íslenskir neytendum finnst þeir vera að gera góðan díl með að kaupa íþróttaskó á 13.000 kall í staðin fyrir 16.000 kall. Hér í USA finnst mönnum skór dýrir ef þeir fara yfir 6 þús kallinn eða $100. En menn verða jú að hafa skó sem flækir aðeins málið og allir helvítis kaupmennirnir eru með vöruna á sama verði.

En --- íslenskir neytendur verða bara að fara að láta heyra í sér. Segja við afgreiðsluflólk að það kaupi ekki skó á þessu fáranlega verði og labba bara út, skrifa í blöðin og djöflast yfir þessu. Ekki hlusta á einhver rök um að tollar og annað sé megin hlutinn af þessu því - því er hægt að breyta og ætti að vera hluti af þessum mótmælum.

Íslenskir neytendur eru kúgaðir og verða bara að láta fara að heyra í sér.

Skúli

PS. En samt til hamingju með nýju skóna.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.