apríl 04, 2005

útvarp saga

Þetta póstaði ég á huga.is líka...

Miðlar, Útvarp Saga og annar viðbjóður

<> “Ris og hnignun útvarps Sögu”. Eða ætti titillinn kannski að vera “Saga í frjálsu falli og stefnir í harða lendingu”. Allavega hefur virðing mín og hlustun farið úr því að vera sæmileg yfir í algert núll. Virðingin var kannski aldrei mikil, en ég hafði gaman af því að hlusta á þessa blessuðu útvarpsmenn og þá smámunasemi sem þeir létu yfir sig vaða frá fastkúnnum sínum (innhringendur sem fleistir eru klikkaðri en ég veit ekki hvað). Það var stundum fínt að hlusta á Hallgrím Thorsteins, því hann átti það til að hafa góða viðmælendur og virkar soldið skynsamur á köflum. En skemmtum min fólst aðallega að hlusta á öfgamanninn Ingva Hrafn og bullið sem hann lét útúr sér. Einnig hlustaði ég á Arnþrúði og hafði gaman af því að hneykslast á því sem hún virkilega lét útúr sér. Ég meina, hún var lögreglukona og talar eins og hún gerir. Þetta var frábært skemmti efni. Svo fór allt í rugl hjá þeim sem endaði með því að Talstöðin var sett þeim til höfuðs, og það litla sem ég hef heyrt þar virðast þeir vera að taka Sögu í óæðri endann á gæðaefni og “professionalisma” ef svo mætti orða.

Nokkur dæmi um starfshætti Sögu sem gefa til kynna að stöðin sé á algerri vonarvöl. Til að byrja með nefni ég dæmi um þegar ég heyrði pistil á stöðinni þar sem einn fordómafullur öfgamaður og fastakúnni (einn sem hringdi í all þættina og hafði skoðun og vissi betur en allir aðrir) fékk að blaðra í svokölluðu “meinhorni”. Það er þáttur þar sem hinir og þessi geta fengið að tjá sig. Þessi viðkomandi maður var að segja hversu mikið við ættum að predika trúarbrögð og þá sérstaklega kristni í grunnskólum. Mig langað til að eiga þennan pistil og hringi upp á Sögu og það er ekkert mál að brenna pistilinn á disk og má bara sækja hann eftir nokkra tíma. Þetta var ég ánægður með. En tæpum mánuði síðar er ég að flakka milli stöðva í bílnum mínum og kem inn í pistil á Sögu þar sem einhver pabbastrákurinn úr Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokki var að halda því fram að það væri fulltrúum stjórnarandstöðunnar að kenna að hinn nýhætti fréttastjóri hefði verið ráðinn. Þessi rök, að minnihluti sé ábyrgur fyrir fáránlegri ákvörðun meirihluta skil ég ekki og þar sem ég hafði áhuga að heyra þennan pistil frá upphafi, hafði ég samband við útvarp Sögu aftur, og bað um pistilinn. Það var vel tekið í það og mér sagt að hringja á skrifstofutíma daginn eftir. Ég geri það og tala við sjálfa Arnþrúði Karlsdóttur sem segir þetta ekki vera neitt mál og segir koma þessu til tæknimannsins sem muni ganga frá þessu fyrir mig. Daginn eftir átti ég að sækja þetta. Ég hringi daginn eftir til að athuga hvort þetta sé tilbúið og næ sambandi við konu eina. Ég ber upp erindi mitt og hún segir að það muni kosta mig 1500 krónur að fá diskinn. Ég verð ansi hissa og spyr hvers vegna ég þurfi að borga svona mikið þegar ég fékk þetta ókeypis fyrir 3 vikum eða svo frá þeim. Eg get svo sem sætt mig við að koma með diski á móti eða borga jafnvel 500 kall fyrir vinnu tæknmanns (tekur sirka 3 mínútur að brenna svona disk), en að borga 1500 krónur fyrir þetta er alger klikkun. Þegar litið er á verð á nýjum diskum er þetta alger bilun. Ég spyr hvers vegna þetta sé svona núna, og svarar konan því að þetta sé alltaf svona. Ég segist hafa fengið þetta frítt áður, og þá spyr hún mig hvort ég sé frá fyrirtæki sem ég segi ekki vera. Heldur hún áfram og segir að þetta sé mikið dýrara ef ég væri frá fyrirtæki þannig að ég sé í raun heppinn að borga bara 1500 kr. Ég mótmæli enn og svarar hún að þau verði að lifa og þau séu ekki RÚV sem geti farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Ég segi við hana að ég muni hugsa málið með að borga 1500 kallinn, sem auðvitað ég ætlaði mér ekki að gera, enda fáránlegt. Fyrir utan það var þessi kona afar ósannfærandi í sínum málflutningi.

Mín skoðun á þessu er þessi: Kona þessi var að reyna ná sér í 1500 kall fyrir sjálfa sig eða snapa pening á alla mögulega vegu fyrir stöðina. Það minntist enginn á 1500 kr eða borgun þegar ég spurðist fyrir áður um þetta. Þetta var bara sjálfsagt. Til að rökstyðja mína skoðun að stöðin sé á algerri vonarvöl eru 4 styttri dæmi. Fyrst ber að nefna Jörund Guðmundsson. Flest sem hann tekur þátt í eins og Tívolí rekstur og fleira brask hefur oft verið ansi vafasamt, fyrir utan hvða maðurinn er leiðinlegur útvarpsmaður. Þátturinn hans “Fólk og fyrirtæki” er lúalegasta auglýsingataktík sem ég veit um. Þar sem fyrirtæki borga 50 þúsund krónur fyrir að mæta til hans og tala um eigið ágæti í 2 tíma. Kræst hvað þetta er örvæntingarfull tilraun til að fá peninga, á besta hlustunartíma.

Næsta dæmi er Sigga spá og tarotspilin. Þar mætir einhver kuklari sem þykist vera spákona og fleira andlegt, en er í mínum huga lúaleg og grimm manneskja sem níðist á veikgeðja fólki sem leitar svara við hverju sem er. Þessi manneskja getur ekki einusinni talað rétt mál, ekki bara málfræði heldur líka áherslur, ég hef aldrei heyrt manneskju tala hafn slæmt mál og hana. Fyrir utan það að fá fólk til að hringja inn og hún segir þeim hvað þau eiga að gera og hvað “andarnir” og “hinir látnu” og tarot spilin ráleggja fólki sem flest á um sárt að binda vegna ástvinamissis eða er á einhvern hátt undir í samfélaginu, andlega eða líkamlega veikt, þá þarf fólk að borga 200 krónur fyrir hverja mínútu sem það hringir inn til hennar. Kommon, á útvarpsstöð. Hvað á það að þýða að níðast á fólki sem á það síst skilið andlega og ræna það peningum á sama tíma, í beinni útsendingu. Er það ekki örvænting að útvarpsstöð láti fólk sem hringir inn borga fyrir það?

Þriðja dæmið er Hermundur Rósinkrantz eða hvernig sem það er skrifað. Hann þykist vera talnaspekingur og miðill. Ekki er hann síðri en hinn ræfillinn sem rukkar fólk (Sigga spá). Ég sem hélt að Þórhallur miðill væri lélegur “cold reader” eins og það kallast sem svona feik miðlar nota til að sannfæra fólk sem vill trúa. Heldur er hann ennþá verri “cold reader” og áskanir hans voru svo lélegar að ég næstum vorkenndi honum, en þá mundi ég eftir þvi að hann misnotar fólk og platar og prettir þá sem síst eiga það skilið, og þá ákvað ég að skrifa þessa grein. Svo biður bæði hann og þessi Sigga spá guð að blessa fólk og er alltaf að blanda guði inní þessar spiritista kukl kenningar sínar. Sem var síðast þegar ég vissi næstum túlkað sem guðlast. Kuklarar voru brenndir á báli af kirkjunni hér áður fyrr. En þetta pakk níðist á kristinni trú og öllu sem hún stendur fyrir á sama tíma og notfæra sér veikleika fólks. Allt í boði útvarps Sögu.

Fjórða dæmið er meira viðskiptalegs eðlis en hin, þó svo að þau hafi snúið að peningum að hluta til einnig. Auglýsingasala. Það miklvægast í rekstri svona fyrirtækja er ekki bara hlustendur, heldur auglýsendur. Þetta dæmi segir ansi mikið um viðhorf Sögu og starfsólks þess til þeirra sem sjá þeim fyrir peningum. Vinur minn á fyrirtæki sem er vel þekkt hér á landi og auglýsir talsvert. Hann fékk hringingu frá einhverri konu sem var greinilega komin yfir miðjan aldur og hún var að selja honum auglýsingar. Það fyrsta sem hún segir er að Saga hafi komið út með meiri hlustun í hádeginu heldur en bæði rás 1 og rás 2 til samans. Vinur minn segir það vera afar hæpið. Verður þá konan frekar fúl og fer að skammast í honum fyrir að auglýsa í þessum miðlum sem hann notar sem eru meðal annars ríkisútvarpið og fleiri miðlar. Vinur minn neitar að viðurkenna að Saga hafi meiri hlustun en hinar tvær stöðvarnar og endar samtalið á því að konan segir; “þú átt greinilega skítnóg að peningum” og skellti svo á hann. Niðurstaða þessa samtals er sú að þetta fyrirtæki mun aldrei versla við Sögu, og þessi saga er fljót að breiðast út og ansi margir vilja ekki neitt með svona viðskiptahætti hafa. Hvað gengur fólki til að skamma og rífa kjaft í þeim sem neita að trúa lygum og tilraunum til vörusvika. Ég kalla þetta vörusvik og lygar því þegar maður selur einhverjum eitthvað á röngum forsendum og með því að ljúga að sínum kúnnum þá er það ekkert annað.

<> Hvað finnst ykkur?

3 ummæli:

-Hawk- sagði...

Vá ég er mjög latur að lesa löng blogg en lét mig þó hafa það því þú hefur oftast mjög fróðlega hluti að segja.

Ég er mjög sammála þessu í lok greinarinnar um svik og lygar Sögu. Þetta eru fáránleg vinnubrögð og vera með skítköst út í hugsanlega væntanlegan kúnna er alveg fáránlegt. Maður bara trúir því ekki.

Ég get þó ekki tjáð mig um útvarp Sögu þar sem ég held ég hafi eiginlega aldrei heyrt neitt í þeim. Hef oft á leið í vinnu hlustað á Talstöðina og það er oft áhugavert efni. En get þó ekki borið þær saman þar sem ég hlusta meira á tónlist. Maður ætti kannski að hlusta meira á mælt mál.

Nafnlaus sagði...

Kíktu á kommentin á Huga... :)
Mér eru ekki vandaðar kveðjurnar þar :)

Nafnlaus sagði...

Hehe. Gaman að þessari grein. Það er mjög gaman að skoða kommentin á Huga og oftast en ekki þá eru menn sjálfir sekir um það sem þeir eru að væna þig um og þurfa bara 1-2 málgreinar til að sanna það.

Hvort sem það sé ádeila á lélega stafsetningu, málfar eða trúarbrögð. Svo eru menn að mótmæla rökum í greininni og toppa það svo með einhverri fáranlegri af því bara röksemdafærslu sem gjarnan er níð.

Það er gaman að þessu. En það fer í taugarnar á manni hvað það eru margi vitleysingjar þarna að kommenta eða eru þetta kannski bara allt saman 13ára unglingar sem vita ekki betur en eru farnir að hafa smá áhuga á að hafa þjóðfélagsskoðun.

Skuli

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.