apríl 13, 2005

Hjálmar og fleira

Helgin far frábær að hluta til... :) Mikið fjör var á föstudaginn var þegar ég og Freyja fórum til Hauks og Zaveh og drukkum bjór, bjór, bjór, rauðvín og smá bjór með. Förum í svona tónlistar getraun sem við Haukur sáum um. Svo var farið á Grandrokk þar sem við fengum miða á Hjálma sem héldur frábært show. Mikið drukkið og allir í góðum reggí fíling...jammin maaan...Við hittum við hans Hauks, Gauta og svo lika þjálfarann hennar Freyju. Og ég fór á klósettið að pissa bjórnum mínum og þar var enginn annar en Jakob Magnússon Stuðmaður. Kjaftaði ég smá við hann. Reyndar bara þegar við vorum búnir að pissa og komnir út af klósettinu....Eftir Hjálma fórum við á 22 þar sem við gerðum tilraun til að dansa eitthvað, en kræst oll mætí...DJ-inn var svo lélegur... hann var með tónlstina allt of hátt stillta, og það er talsvert að segja það á skemmti stað með dansgólfi, svo var hann að stoppa lög og hækka í þeim aftur í tíma og ótíma. Svo var hann í svartri skyrtu með hvítt lakkrísbindi dansandi með einhvern hjálm eða hatt á sér alveg eins og fáviti. Svo gat hann ekki skipt milli laga eins og allir geta....það koma bara surg og þögn og eitthvða rugl. Það var alger mood killer. Svo við Freyja kvöddum Hauk og Zaveh og fórum í bæinn að finna leigubíl, en við stoppuðum á pizza stað of fengum okkur eina slæs eða tver af böku, og kók með. enda ekki búin að borða í langan tíma frá klukkan 18-30 til 4 eftir miðnætti. Maður lifir ekki á bjór einum saman....eða hvað.

Laugardagurinn var erfiður, vöknuðum á hádegi, sváfum, horfðum á sjónvarpið, man ekki hvað einusinni....og vorum bara slytti heima. Ég var ekki svo þunnur (Freyja var verri :) en það var laugardagur og maður má alveg nota hann í ekkert einstaka sinnum. Svo um klukkan hálf sjö um kvöldið fórum við út í bíltúr (bara til að fara út) og fengum okkur lítinn ís í ísbúðinni Hjarðarhaga, og fórum svo og horfðum á sjóinn í Skerjafirðinum. Svaka rómó. Skítkallt úti, þunn með ís. Svo fórum við heim og horfðum á The Phanton í sjónvarpinu. Svakalega slæm mynd. Ég veit ekki hvort hún átti að vera svona retró lúkk á henni eða ekki. En þetta var eins og að horfa á gamlan Batman þátt með Adam West. Bardagasenur voru hlægilegar og allt eins leikhúslegt og það gat orðið. Eina sem gladdi augað var hin svaka sexy Catherine Zeta-Jones í hlutverki vondu konunnar sem er svo góð eftir allt.

Sunnudagurinn...vöknuðum seint. Fórum og keyptum flottan bol handa Krisjáni frænda sem hún Hildur systir á. Og svo beint í ammælið hans. Þegar það var búið var leikur...Real Madrid gegn Barcelona sem við horfðum á. Rosaleikur. Sigur fyrir fótboltann að fá svona leiki. Hasar, hraði, drama og 6 mörk. Real Madrid vann 4-2. Og enn eiga þeir séns á að vinna titilinn á Spáni. 3 manna sóknarlína, Owen, Raul og Ronaldo og svo Beckham og Zidane á köntunum...rosalegt lið.

Mánudagurinn...asshhhitt..man ekkert eftir honum. Hverjum er svo sem ekki sama um það.

Fór í gymmið í gær og þyngdi lóðin mín, þannig að núna þjáist ég af harðsperrum útum allt. Gissi og Maggi komu í heimsókn, og við ræddum undirheimana, biblíuna, trúmál, pólitík, Brúskinn (Bush fyrir þá sem ekki vita...) og sjúklingana hans Magga... sem vinnur á geðdeild. Alltaf nóg af sögum þar á bænum :) Horfðum á einn South Park þátt, þar sem Mr Garrison breytir sér í konu. Snilld, brútal húmor reyndar. Síðar um kvöldið kom Haukur og við Freyja og Haukur elduðum okkur samlokur með skinku og osti í grilli og horfðum á spennandi leik Chelsea gegn Bayern Munchen í Champions League. Bayern vann leikinn en Chelsea komst áfram því þeir unnu fyrri leikinn stórt. Svo las ég á netinu að allt hefði soðið uppúr í leik AC Milan og Inter Milano í hinum CL leiknum. Reyndar bæði Ítölsk lið. Blysum var hent inn á völlinn og all var vitlaust. Markmaður AC Milan fékk blys í öxlina, hefði getað stórskaðað hann, eða drepið hann jafnvel. Dómarinn flautaði leikinn af þegar 15 mín voru eftir. Við kíktum á þetta þegar þetta gerðist, og það var rosalegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað sem á ekki að sjá í íþróttum. Freyja var í sjokki, hún bjóst ekki við að þetta væri svona slæmt. Næsti leikur er í kvöld þar sem Liverpool mætir Juventus. 20 árum eftir Heysel slysið fræga þegar veggur hrundi yfir ítalska stuðningsmenn Juventus og allt leystist upp í slagsmál og kringum 50 manns dóu. Ensk lið voru dæmd úr Evrópukeppninni í 6 eða 7 ár eftir þetta. Þessi leið mætast aftur núna í svipuðum stórleik. Í leik liðanna í Liverpool fyrir tveim vikum var reynt að sameina stuðningsmenn liðanna en margir ítölsku stuðningsmennirnir sýndu óheyrilegan dónaskap og fyrirlitningu. Réttu fingur upp og snéru sér við meðan þeir púuðu á tilraunir til að sætta alla og virða minningu þeirra sem dóu. Sáttarhönd Liverpool var útrétt en Juventus stuningsmennirnir bara gáfu skít í það. Þannig að það gæti oriðið hasar í kvöld. Bæði í leiknum og á pöllunum og fyrir utan völlinn. Liverpool stuðningsmenn voru beðnir að fara ekki á leikinn vegna hætti á slagsmálum og óeirðum.

3 ummæli:

-Hawk- sagði...

Já þetta var gaman á föstdaginn. Þetta verður að endurtaka.

Nafnlaus sagði...

Ég hélt að Catwoman væri lélegasta ofurmanna myndin, þar til ég sá the phantom.

South Park er snilld. Mr. Garrison er ekki gay, hann er kona.

Gni

Nafnlaus sagði...

Bara hörku stuð og ég er ekki á staðnum til að taka þátt í því. Verð bara að fara að drífa mig heim.

Skuli

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.