júní 30, 2005

Duran Duran í kvöld.

Þá er komið að því. Nostalgían nær hámarki. Ég hef aldrei verið mikill nostalgíukall og fyrir það að lifa endalaust í fortíðinni. En eitt er víst. Duran Duran hefur verið mín uppáhldshljómsveit meðal annarra í gegnum árin. Eftir misjafna sólóferla og mismunandi uppstillingar í bandinu er það komið saman aftur í sinni upprunalegu mynd. Ég og Freyja og Haukur og Árni í vinnunni og fleiri og fleiri ætla að fara. Mikið stuð væntanlega. Árni sá þá í london núna í vor og þeir voru frábærir. Þeir eru að fá frábæra dóma fyrir giggin sín og spilagleðin allsráðandi. Dómar fyrir plötuna Astronaut eru góðir og ég á von á hörku tónleikum.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.