júní 28, 2005

Þriðjudagur

Helgin var ok, gerðum ekki mikið því Freyja var þunn á laugardaginn eftir vinnudjammið. Hún var algert slytti bara....Horfði á sjónvarpið allann daginn. Þegar ég var búinn að horfa á tvær myndir gafst ég upp og Freyja sendi mig til Magga, þar sem ég Maggi og Ásta sátum og kjötfuðum og hlustuðum á tónlist og drukkum miiikið af kaffi. Allavega ég og Maggi. Frá klukkann 22-01 sirka. Miikið kaffi, enda gekk ekki nægilega vel að sofna eftir það.

Sunnudagurinn fór í algera leti líka, dópuðum okkur upp og fórum í golf. Sem var að hluta til ráðlagt af lækninum okkar. Því það hreyfir bakvöðvana vel og maður teygir vel bæði fyrir og eftir. Það dugði ekki betur en svo að ég var kominn með klikkaðan hausverk eftir 9 léttar holur. Þannig að við förum til mömmu og pabba sem gáfu okkur fisk og kartöbblur og mér meiri verkjatöflur. Vá maður... maður lítur út fyrir að vera einhver dópisti, en þetta eru afleiðingar þess að Ísland elur af sér fávita upp til hópa. Sem í þessu tilfelli kunna ekki að keyra eða neitt. Strákurinn sem keyrði á okkur missir ekki einusinni bónus hjá Vís. Ástæðan er sú að það er ekki það tjón sem hann veldur heldur hversu 0FT hann veldur því. Sem sagt, maður getur drepið mann með því að keyra á hann, og þegar maður drepur næsta mann þá missir maður bónus. Tryggingafélög...gotta love'm.

Allavega, ég fór og náði að sofna heima en vaknaði með þennan rosalega hausverk og skreið ekki fyrr en á hádegi í vinnuna eftir að hafa legið og hvílt mig og bruðið töflur eins og í góðu smartís partíi. Skúlinn kom í heimsókn um kvöldið. Það var fínt. Hann kláraði kaffið, vatnið og Frescað líka :) . Við kjöftuðum heilmikið eins og venja er og það var bara frábært. Annars áður en ég fór heim þann daginn fór ég loksins með bílinn uppá þjónustumiðstöð Vís sem sagði mér að ég gæti skilið hann eftir þar og fengið mér bílaleigubíl. Við fengum ljósbláan Volkswagen Polo, beinskiptann. Núna þegar maður fer á beinskiptan bíl aftur, skilur maður ekki af hverju þeir eru til. Og enn síður af hverju þeir eru ódýrari en sjálfskiptir hér á landi, en ekki erlendis. Annyhoo. Freyja tók bílinn og skutlaði mér í vinnuna núna. Hún vön að keyra þessa beinskiptu, því hún keyrir ekkert nema stóra RALA jeppa hér innabæjar.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.