Freyja er í einhverri vinnuferð í Hveragerði og ég fékk leyfi til að fá mér pizzu í kvöld :) Það er samt ekki gaman að koma heim eftir erfiða vinnuviku og vera bara einn :( Engin Freyja, hún á einhverju vinnudjammi. Mér til samneytis er Morrissey og nýja platan hans You are the Quarry. Kannski ekki best félagsskapurinn...þessi maður var í þeirri hljómsveit sem ég hataði þegar ég var unglingur. The Smiths. Lög eins og Girlfriend In A Coma, The Boy With The Thorn In His Side, og fleir þunglyndislög. En í dag fíla ég hann og sérstaklega þessa plötu. Það var Iddú systir sem leyfði mér að heyra í henni þegar við fórum saman í hádegismat um daginn. Núna sit ég og hlusta á Morrissey og blogga. Það er reyndar soldið næs. Ég var áðan að hlusta á gamla plötu með Tom Waits, Heartattack and wine. Alger snilld, nett blúsuð, í raun mjög blúsuð.
Stefnan er að hitta Skúlann á morgun laugardag ef það er hægt. Við sjáum hvað gerist. Nenni ekki að skrifa meira í bíli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli