júní 24, 2005

Föstudagur

Nú er ég kominn heim og er ansi þreyttur eftir vikuna, bæði búið að vera mikið að gera ásamt því að maður verður ansi sljór af þessum lyfjum. Ég er farinn að finna langtíma áhrif þess að fara að svona kúr. Þreyttur og syfjaður. Núna sé ég fram á betri tíma því kúrinn er að hætta í kvöld eða morgun...held ég.

Freyja er í einhverri vinnuferð í Hveragerði og ég fékk leyfi til að fá mér pizzu í kvöld :) Það er samt ekki gaman að koma heim eftir erfiða vinnuviku og vera bara einn :( Engin Freyja, hún á einhverju vinnudjammi. Mér til samneytis er Morrissey og nýja platan hans You are the Quarry. Kannski ekki best félagsskapurinn...þessi maður var í þeirri hljómsveit sem ég hataði þegar ég var unglingur. The Smiths. Lög eins og Girlfriend In A Coma, The Boy With The Thorn In His Side, og fleir þunglyndislög. En í dag fíla ég hann og sérstaklega þessa plötu. Það var Iddú systir sem leyfði mér að heyra í henni þegar við fórum saman í hádegismat um daginn. Núna sit ég og hlusta á Morrissey og blogga. Það er reyndar soldið næs. Ég var áðan að hlusta á gamla plötu með Tom Waits, Heartattack and wine. Alger snilld, nett blúsuð, í raun mjög blúsuð.

Stefnan er að hitta Skúlann á morgun laugardag ef það er hægt. Við sjáum hvað gerist. Nenni ekki að skrifa meira í bíli.

Engin ummæli:

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.