mars 31, 2005
kominn aftur...
Jæja...byrjaður að blogga aftur eftir smá pásu. Ég hef reyndar verið í bölvuðum vandræðum með þetta blogger dæmi. Er búinn að reyna í marga daga að gera eitthvða og blogger síðan er í einhverju rugli. Það rétt hafðist að breyta um lit því það fraus alltaf og eitthvað vesen á þessu. Ég hef verið að hugsa um að prufa að blogga á einhverjum af þessum íslensku blogg síðum. Er að skoða það. Annyhoo...ég verð að breyta útlitinu aðeins meira þannig að munið að gera reload. Annars hefur lítið gerst, ég var á þessu námskeiði sem talað er um í síðasta bloggi og lærði ég nokkra nýja hluti þar. Meðal annars stal ég nýrri heimasíðu fyrir mig :) og hún er hér: http://www.centrum.is /~vorlon og þar er ýmislegt.. endilega kíkið þangað... sérstaklega á download vikunnar. Það sem hefur drifið á mína daga undafarið fyrir utan þetta venjulega....Fór með Gunnari Kolaportssyni og Freyju á blueshátið þar sem við sáum KK og Grinders bandið sem hann spilaði með þegar hann flutti hingað heim árið 1989 eða svo. Tónlist sem er í stíl við fyrstu plötuna hans. Lucky one. En vinsamlega ekki versla þessa plötu frá Skífunni, því Skífan er handbendi hins illa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli