Annars er það að frétta af mér að ég og Freyja skruppum til Englands þar sem við skoðuðum skóla í Leeds og Leicester. Eftir þá skoðun tókum við ákvörðun um að fara í nám í Leeds University. Borgin er stærri og skólinn og allt sem að honum snýr er pottþétt. Mjög vel var tekið á móti okkur og allt stóðst sem talað var um. Leicester gekk ver að svara e-mail og því var þetta ekki eins smooth. Aðstaðan í Leeds fannst mér betri. Styttra milli staða og þannig.
Annars er að fara í hönd stresstímabil mikið. Við Freyja verðum að gera svo mikið. Taka til í geymslunni svo við getum fyllt hana af dóti úr búðinni. Segja upp símanum, netinu. Redda öllu í sambandi við Lín og svo framvegis. Það fer allt í gang. Stefnan er sett á að nota helgina í að gramsa í geymslunni og búa til pláss þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli