Þetta gengur ekki lengur. Allavega ekki í dag...ég gat ekki svarað annars ágætu inpútti frá Skúlnum í gær því blogger.com var með eitthvað vesen. Því gat ég ekki bloggað neitt. So...whatever.... Nú er ég þó að blogga smá.... Það hefur ekki mikið gerst. Hugi.is vill greinilega ekki birta greinina mína um Breiðholtsdrenginn. Þó svo að það sem ég sagði í henni hafi komið í sjónvarpinu í gær. Farið á Rúv.is og skoðið kastljós þáttinn frá því í gær 16 feb. Þar er Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri DV að tala um hverngi blöðin hegða sér, svo til orðrétt uppúr blogginu mínu, þar sem ég tala um að greina séu ekki nægileg vel unnar og Skúlinn kallar svo réttilega copy/paste blaðamennsku.
Jónas er með frábæra síðu þar sem hann tæklar málin af alkunnri snilld og birtir pistla sína úr DV sem eru frábærir, sérstaklega eftir að hann hætti sem ritstjóri og fór að skrifa það sem hann vill segja. Annars var þessi kastljós þáttur fínn, kíkið á hann líka. Nenni ekki að setja link þar sem þetta er streaming. Go to Rúv.is og þetta er þarna.
Annars eru ég og Gunnar vonandi á leið í heimsókn til einhvers læknis sem Gunnar hitti á Eric Clapton póstlistanum á netinu til að sjá safnið hans af Clapton efni. Vonandi gaman.
Svo er ég á leið norður á morgun föstudag og kem aftur á sunnudaginn. Núna er ég að hlusta á My Death með Bowie...inn á milli þess semBob Marley, Keane, REM og Edit Piaf sjá um að skemmta mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli