febrúar 08, 2005

Prentaramál leyst

Jæja... ég keypti prentara eftir að hafa ráðlagt mig við ansi marga....Mjööög marga...og endaði á því að fá mér Canon Pixma ip3000. Hér eru smá upplýsingar um þennan prentara. Megin ástæðurnar fyrir því að þessi varð fyrir valinu eru eftirfarandi. Þessi prentari er að fá ágætisdóma á netinu og í tölvublöðum. Betri dóma en týpan fyrir ofan hann Canaon Pixma ip4000 týpan. Sem kom mér á óvart reyndar, og meira að segja þeim sem gerðu testin líka. Ódýrari prentarar frá Canon eru flestur með 2 prenthylkjum og falla því í sama jarðveg og HP (Hewlett Packard) sem eru með tvö blekhylki. Eitt svart og eitt lita sem inniheldur 3 liti. Þessi er með 4 hylki, eitt svart eitt gult, rautt og ljósblátt, sem eru þessir grunnlitir. Hvert hylki kostar í kringum 1000 kr eða minni. Í HP kostar hylkin frá 2500 kr (svart) upp í 3900 kr (lita). Ef litahlylki í HP eða ódýran Canon klárar einn lit, verður að henda öllu hylkinu og kaup nýtt. En með svona 4 kerfa systemi er nóg að skipta út einum og einum lit þegar þörf er á. Epson prentarar eru bestir þegar kemur að ljósmyndaprentun, en kommon, hvers mikið er ég að fara prenta út hágæða ljósmyndir heima, ég læt bara framkalla og stækka myndirnar í pottþéttum gæðum á ljósmyndastofu. En með mínum prentara get ég get nokkuð góðar myndir þrátt fyrir allt. Epson eru með 4 hylkja system en svo þegar maður eru kominn í svipaðan verðflokk og minn var (16,000 kr.) eru þeir með 6 eða 8 blekhylki. Og hver þeirra kostar um 2000 kall. Þannig að Canon er einfaldlega ódýrastur í rekstri svo um munar, og Freyju langaði ekki í crappy prentara eins og við áttum fyrir nokkrum árum. Gott stuff í eitt sinn.......... Eitt vandamál leyst. Ég skrapp með Gissa Gunnars í hádegismat á Pizza 67 og fékk í magann af djönkinu þar. Helvítis andskoti... fer aldrei þangað aftur. Svo fórum við á Cafe Paris, og þar fékk ég gott kaffi aldrei þessu vant, það hefur bara ekki gerst áður að ég fengi gott kaffi þar. Þar sem Gissi reykir sátum við í reykplássinu og ég anga allur af reyk :( Í kvöld fer ég og Freyja í Saltkjötsveislu hjá mömmu og pabba. Ég borða ekki saltkjötið en Freyju langar í það. En mestu vonbriðgði lífst míns allavega þessa dagana er að ég er búinn að týna baskahúfunni minni og þessvegna er ég ekki eins gáfulegur og venjulega. Ég finn hana bara ekki. Skil þetta ekki. Ef hún finnst ekki eftir dauðaleit í kvöld og á morgun, þá kaupi ég nýja. Þegar maður er kominn með nýtt identity og það svo bara týnist....það er soldið skrítin tilfinning. Á morgun er ég að fara á fund niður á atvinnumiðlun þar sem ég ætla að ræða við yfirmenn (tvær konur sem heita Hugrún og Hrafnhildur) þar um að halda hugsanlega stutt námskeið eða fund með fólki sem á við atvinnuleysis þunglyndi að stríða eins og ég átti við að glíma í fyrra eða er í áhættuhóp. Reynslunni ríkari um hvernig má snúa slíkri þróun við og löngun til að bæta verulega slæmt kerfi sem dregur úr fólki mátt og eykur vanlíðan vegna þessa eru það sem rekur mig til að gera tilraun til að breyta einhverju og virkilega hjálpa fólki. Einnig ætla ég að tala við þær um allt ferlið sem sem heitir atvinnuleysi. Það er svo niðurlægjandi að að fara þangað til að stimpla sig reglulega. Allt sem því fylgir er eitthvða sem þarf að breyta. Ég lifi í (hugsanlega barnalegri von) þeirri von um að það sé virkilega hægt að laga þetta talsvert mikið. Svo er bara spurning hvort kerfið sé tilbúið undir mig og mínar hugmyndir. Ég á svo sem ekki von á því, en það þarf ekki nema einn til að breyta heiminum. Því get ég ekki breytt og bætt líf fólks örlítið?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já eru ekki bestu meðferðarfulltrúarnir óvirkir alkar? Ég tek undir með pizza 67, einu sinni var þetta treat, en í dag er þetta alger hörmung. Ég fór þarna í hádeginu um daginn. Algjör skelfing.

Hvernig væri að hafa veitingahúsa gagnrýni á blogsíðunni? svipað og dr. Gunni http://www.this.is/drgunni/veitingahusagagnryni.html

kv. Gni.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.