febrúar 24, 2005
Golf í kvöld....
Þá er komið að því...Snorri Loopman, Haukur dauðaspaði og Skúli Cusumus ásamt hugsanlega fleirum eru að fara í g0lf í kvöld... út á skotsvæði. Freyja kemur líklega með. Vonandi Silli og Sveinbjörn lika. Helgin var fín, vorum í leti fyrir norðan hjá foreldrum Freyju. Það var bara slökun og fínt. Svo heimsóttum við líka Járnbrá og Pétur. Svo á leiðinni heim á sunnudagskvöldið vorum við komin út á flugvöll og þá var flugið fellt niður vegna veðurs. Á Akureyri var sumarblíða og 8-11 stiga hiti. En í Reykjavik var svartaþoka....við keyrðum bara aftur í sveitina og sváfum þar og fengum flug um morguninn, og mátti ekki miklu muna að það hefði ekki farið í loftið þvi þokan kom um morguninn og var næstu tvo daga í viðbót með tilheyrandi röskunum á flugi. Svo liðu næstu dagar með hálfgerðum harmkvælum... var með hausverk í tvo daga, núna er ég bara stífur í hnakkanum vegna vöðvabólgu. En ég bara díla við það með leikfimi, kaffi og verkjatöflum. :) klikkar aldrei... Annars kom Skúlinn í heimsókn um daginn, sem var í frásögur færandi, enda maðurinn sá ekki oft hér á landi. Svo er Haukurinn fluttur heim frá Danaveldi. Kærastan hans Hauks, Zaveh, fékk samning sem kokkur á Hótel Centrum. Þessu flotta nýja sem opnar bráðum í Austurstrætinu. Svo er ég bara að leita mér að vinnu núna og að hlusta á tónlist meðan ég sendi E-mail og hringi og undirbý það.
Meira síðar...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli