febrúar 13, 2005
Hugvekja
Brenndur bloggari forðast bloggið. Þetta er sálfræðilega erfitt blogg núna... eftir þessa lífsreynslu mína að skrifa mikið og það klikkar allt.. þá er maður bara hræddur við að blogga aftur. En eina leiðin til að losna við þessa áunnu fóbíu er að að blogga aftur... Eins og hinn aldni vísi maður sagði.... "Maður bloggar ekki eftirá." Hmmmm ekki passar það, því blogg er allt gert eftirá. Annyoooo who cares.... Ekki mikið að frétta af mér. Við Freyja erum búin að liggja í leti alla helgina og glápa á video, taka til og svo kom mamma og pabbi og Snæfríður frækna (6 ára) í heimsókn í dag. Þá er það upptalið held ég. Góðar fréttir.. Manchester United vann Manchester City 2-0 í dag og Real Madrid vann Osasuna 1-2 í dag líka.
Annars eru smá hræringar á útvarpsmarkaðnum því Útvarp Saga er að fá samkeppni frá Norðurljósum eða "365 miðlar" eins og það heitir í dag. Ég hef reynt að hluta á báðar stöðvar eitthvað og hef komist að því, mér sjálfum til mikillar furðu að Útvarp Saga hefur vinninginn eins og staðan er, miðað við það sem ég hef heyrt. Þessi nýja talmálsstöð er bara ekki að gera sig. Ég átti von á miklu þegar Illugi Jökulsson væri við stjórnvölinn og átti von á óvægri gagnrýni og skemmtilegum umræðu. Ó nei...Bara bjáninn hann Ingvi Hrafn að hrauna yfir allt og alla sem ekki elska Davíð Oddsson út að lífinu. Ég meina Ingvi Hrafn kallaði Hrafn Gunnlaugsson snilling....og sagði að mynd han um Opinberun Hannesar vera eina bestu mynd sem hann hafði séð ever.... Svo er þetta ljóðalestur frá Stúdentaleikhúsinu og einhver hámenning sem lætur Þorstein J. Vilhjálmsson líta út eins og menningaróvita. Konan sem var með þáttinn Spegillinn á rás 2 um daginn er með einhvern fáránlegan þátt sem væri betur lagðru niður. Eitthvert ómeinningar hámenningar kjarftæði. Og ég batt vonir við að þetta væri góður þáttur hjá henni þar sem Spegillinn var ávíttur af útvarpsstjóra (sem er fyrrverandi borgarstjóri bláu handarinnar) fyrir að vera með "vinstri slagsíðu" eins og það var orðað. Þá hefur kellingavælið í henni Arnþrúði bjána á Sögu meira "impact" heldur en vælið á þessari nýju stöð. En ég verð samtað bíða og sjá, þetta er bara fyrsti dómur :) Ég vona að þetta lagist....
Í annað...
Mig hlakkar til að fá nýjan töluvleik sem bráðum kemur á markað hér á landi. Reyndar er hann kominn út allstaðar nema hér á landi. Bæði BT og Skífan vissu ekki hvða leikur þetta var eða hvenær hann kæmi. Mín mistök voru þau að panta hann ekki á Amazon. Knights of the Old Republic II. Framhaldið af leik ársins 2003. Dööhh... Ha? Hvaða leikur er það....ég kemst ekki yfir hvað þetta fólk í þessum verslunum, sem á að heita sérfræðingar, er óheyrilega vitlaust og illa að sér. Og ég fæ ekki vinnu í svona verslun þó svo ég taki þetta lið í nefið óæfður í þekkingu á tónlist, myndum og jú meira að segja tölvuleikjum. Þó svo ég spili þá svo til aldrei. Nema þennan eina leik. Ég hangi atvinnulaus meðan fæðingarhálfvitar sem ekkert vita fá borgað fyrir að vita ekkert og gera enn minna. Kræst....hvað maður verður að þjást fyrir aumingjaskap annarra. Ég ver víst að viðurkenna að ég veit af þessum möguleika, eða skulum við kalla það steðreynd, að nokkrir einstaklingar eins og ÉG og fleiri sem þetta lesa (þið vitið hverjir þið eruð) erum það sem kallast meðvituð um heimskuna og ruglið sem viðgengst í kringum okkur. Á öllum sviðum. Og fyrir það verðum við að þjást með heimsku heimsins á herðunum. Rétt eins og Ágústínus kirkjufaðir grét yfir örlögum heimsins vegna guðleysis og guðhræðslu, þá græt ég yfir heimsku, fáfræði, og bulli samtíðarinnar. Vona innst inni, þegar ég ligg grátandi fyrir utan eina af fataverslunum Baugs á Laugarveginu, að miskunsami samverjinn einfaldlega gangi framhjá mér og láti mig vera, því ef hann myndi hjálpa mér þegar fólkið sem gengi framhjá kveldi mig með heimsku sinni, myndi það stoppa og berja ekki bara mig heldur hann líka. Hvar værum við þá ef miskunsami samverjinn lægi í blóði sínu við í ræsi á Laugarveginum. Er ekki betra að þjást einn þar og vita að þessi góði miskunsami samverji sé þarna einhversstaðar úti og bíði eftir að hans tími komi senn þegar ský þokukenndra hugsana, fáfræði og bánaskapar létti af landanum og í raun heiminum??? Hvað finnst ykkur lesendur góðir. Hér enda ég sunnudagshugvekju mína þessa vikina. Og munið að heimska er að gera sama hlutinn aftur og aftur og vonast eftir nýjum niðurstöðum í hvert sinn. Og vitna þar í mann sem bar heiminn á herðum sínum. Albert Einstein.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Um mig
- S. Kristjansson
- I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli