febrúar 07, 2005

Leoncie rúlar...

Leoncie er svöööl. ég sá hana í Elko í gær. Við Freyja fórum að skoða prentara sem okkur vantar og þegar við erum að ganga inn sáum við Leoncie og manninn henner. Það er ekki í frásögur færandi nema ef mjög augljós misnotkun á hárkollum væri ekki til staðar. Leoncie er með massífar krullur, sem tækju nokkra tíma að laga til á hverjum degi. Við sáum þau um klukkan tvö, sem útilokar ekki að hún hafi vaknað snemma og byrjað að rúlla sig... En líklegra er þó hárkollan, sérstaklega þegar ég sá myndir af henni á heimasíðu frá Ljósnanótt í Keflavík eða Reykjanesbæ eins og það heitir núna, þegar hárkollan datt af henni þegar hún datt á sviðinu :) En hún var alveg stífmáluð og meikuð, og leggur greinilega mikið uppúr útlitinu. Hún er listamaður og því má hún gera það sem henni sýnist. Verra var þó misnotknun eiginmanns hennar á hárkollum, því hans var augljósari en hennar. Að sjá þau bæði svona var algert higlight á deginum. A real Kodak moment. Svo eru hér nokkrar síður um hana. Hér er hægt að kaupa diskinn hennar á netinu. Hér er annar linkur þar sem hún er að munnhöggvast við fólk á netinu Smá grein um hana frá mogganum Hér er útlensk síða sem segir frá henni og komment um hana og hennar tónlist frá fólki sem hefur sent inn á síðuna. Snilldar síðan www.b2.is er með gott safn af geggjuðum linkum um hana og myndir og sögur.. algert must see. Offcial heimasíðan... ég verð að ráða þennan vefsíðuhönnuð í vinnu.. algert snilld. Að öðru....ég er búinn að vera í hrikalegum vandræðum með að velja mér prentara. Það eru Epson, Cannon og Hewlett Packard sem koma til greina. En hver.... Allir sölumenn segja sitthvorn hlutinn og engum kemur saman um neitt. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ormur Karlsson vinur minn sagði að ég ætti ekki að taka Cannon, því þeir fengu gáfust upp á honum í vinnunni, en hann vinnur í tölvuversluninni www.task.is og þeir eiga HP búðina. Hann er samt ekki að bullshitta neitt. Skúli sagði að ég ætti að kaupa ódýrasta bastardinn sem ég finn, en þá eru þeir dýrir í rekstri, og svo framvegis. Sölumenn, vinir og bara allir. Þetta er alger martröð. Ég fór á netið og gramsaði í dómum og fleiru, og það versnaði þetta enn meir. HJÁLP... einhver..... Svo annað... við Freyja horfðum á myndina Hotel Rwanda í gær og það er rosaleg mynd og ótrúlegan atburð í mannkynssögunni. Einni milljón var slátrað með sveðjum og byssum á 6 mánuðum og heimsbyggðin gerði ekkert. Einn maður bjargaði yfir 1200 manns með því að múta og beita áhrifum sínum. Frábær mynd. Sem er tilnefnd til nokkura óskarsverðlauna. Og ég vona að hún eigi eftir að vekja umtal. Annað er fáránlegt. Hér er vefsíða um myndina, og hér er önnur. Ég hvet alla til að fletta henni upp og lesa viðtöl við aðstandendur myndarinnar og Paul Rusesabagina sem myndin fjallar um. Ótrúlegur maður. Google it. Thats it for now...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skulinn ráðleggur að kaupa þann prentara sem er ódýrstur og notar ódýr hylki. Minnir að Lexmark sé Hp kram án þess að borga fyrir merkið. Skúli keypti drulluódýran Lexmark og mælir eindregið með honum.

Allavegana gengur þessi prentarabissness út á það að selja hylkin þannig að aðalatriðið er að huga að því hvað kostar að reka þá. Muna bara að hafa sérstakt svart hylki.

Skulinn vill bara minna Loopmans á að Loopman prentar ekki á við fyrirtæki og þarf ekki einhvern industrial strength prentara enda ef hann ólíklega bilar eftir 2-3 ár þá kaupir hann bara annan því hann keypti prentara sem var helmingi ódýrari en merkjavaran.

Annars er þessi prentaratækni orðin trivial a.m.k. fyrir home users þannig að ég myndi bara spá í rekstrarkostnaði og innkaupsverð. Ekki vera að spá í einhver sölumans specs.

Skúli

Nafnlaus sagði...

Þú kaupir bara ódýrasta prentarann. Gæðin á prenturum í dag eru miklu meiri en þú þarft á að halda. Skoðaðu bara hvort ekki séu til ódýr hylki frá öðrum en framleiðanda prentarans.

Ekki kaupa óalgeng ódýr merki nema vera 100% viss um að fá hylki í prentarann í framtíðinni. Ég keypti einu sinni ryksugu í Bónus sem virkaði fínt. Gallin var sá að enginn seldi ryksugupoka í hana (fann það ekki heldur á netinu). Svo ég varð að henda ryksugu sem virkaði fínt.

Kosturinn við HP og Canon er að þu færð alltaf hylki í þá.

Kv. Gni.

Nafnlaus sagði...

Ég fann Prentara Gni og Skúli.... lesið nýja bloggið.

Snorrinn

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.