október 23, 2005

Helgin

Helgin hingað til er búin að vera athyglisverð. Á fimmtudaginn fórum við í mat til prófessors í enskudeildinni sem heitir Rory McTurk. Hann kennir og talar íslensku hér við skólann í Leeds. Við hittum þar fyrir þrjár íslenskar stelpur sem eru í námi hérna, en eru Erasmus skiptinemar eða á Erasmus styrk. Er ekki klár á því hvernig það virkar. Rory og Posy konan hans eru rosalega fín, gáfu okkur góðan mat og svo helling af víni. Maður sat fyrir framan arineld og drakk whiskey og spjallaði á ekta ensku heimili og það var bara æðislegt. Eini gallinn var að ég var smá slappur með kvefpest. En ég er mikið skárri núna heldur en í gær og fyrradag.

Núna er klukkan tvö eftir miðnætti á laugardegi, eða mjööög snemma á sunndagsmorgni. Föstudagurinn var bara verkjatöflur og vicks til að drepa slappleika og stíflað nef. En um kvöldið hitt ég nokkra íslendinga sem komu til að sjá leik með Leeds. Official aðdáendaklúbbur Leeds United á íslandi. Heimasíðan er Leeds.is. Meðal þeirra sem ég hitti var Jón sem spilaði með Iceland United á sínum tíma og er eins og ég stuðningsmaður Víkins í Fossvoginum. Við fengum okkur bjór á Holiday Inn hótelinu og hann kostaði 2,8 pund sem er algert rán. Ég ætlaði að völlinn með þeim, en hélt að leikurinn væri á laugardeginum, en ekki á fostudagskvöldinu. Það var líkelga uppselt því þetta var sjónvarpsleikurinn á Sky sports og á Sýn líka. Toppslagur í 1. deildinni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Hópurinn fór svo til Manchester á leik Man Udt og Tottenham og þeir borguðu um 15.000 krónur fyrir miðann, sem er alger klikkun. Miði á leik þar kostar ekki nema 45 pund max. En maður verður að kaupa með fyrirvara. Kannski hafa þeir verið rippaðir off af Flugleiðum og einhverri ólöglegri ticket agency hér. Ég veðja á Flugleiði, því þeir hafa eitt hlutverk, og það er að taka almenning í óæðri endann.

Laugardagurinn var einn mesti letidagur EVER. Við vöknuðum og átum afgang frá í gær. Svo horfðum við á sjónvarpið sem við sofnuðum yfir í næstum 3 tíma. Svo fórum við og þvoðum nokkrar vikur af þvotti uppi í þvottahúsi. Helvítis arabarnir eru frekjur, þeir troðast og ryðjast eins og ég veit ekki hvað. Núna þekki ég reglurnar í þvottahúsinu og þeir gera þetta ekki aftur. Svo komum við heim með allt draslið, og sofnuðum aftur yfir sjónvarpinu eftir að hafa borðað smá pasta og horft á The X-Factor sem er alger snilld. Mikið betra en Idol þó svipað C.

Klukkan 20 áttum við að hitta Farooq en hann komst ekki vegna vinnu sem hann var kallaður í allt í einu. Farook er enskur Pakistani sem ég kynntist gegnum fótboltann heima. Hann spilaði með okkur í Áreitni FC í nokkur ár, og býr núna í Bradford sem er ekki nema 20 mín. í lest frá mér. Við rifum okkur upp og skruppum í bæinn og hittum Risham sem er með mér í tímum og hún er Pakistani sem er með eina MA gráðu fyrir og er að ná sér í aðra núna. Við fórum á stað sem aðallega Indverjar og Pakistanir sækja og drukkum kaffi, súkkulaði og pepsi ásamt því að reykja Sheesha. Við Freyja reyktum ekki mikið en prufðum þó. Þetta er ekkert ólöglegt, heldur er þetta smá tóbak, en aðallega kol sem hita, og svo er tóbak þar fyrir neðan og reykurinn er filteraður gegnum ávexti eins og ber, epli, sítrónur og fleira til að fá lykt og vatn. Þetta eru svona arabískar vatnspípur. Risham og vinir hennar reyktu þetta eins og ég veit ekki hvað og það þótti flottast á fá sem mestar reyk. Fólk tekur þetta ekki ofan í sig eins og sígarettur, heldur púar bara. Svakalega sæt lykt af þessum reyktu ávöxtum. Og ekkert nema Indverjar og Pakistanir þarna inni, en alveg rosalega gaman. Allir edrú og krakkar þarna inni og allt. Meiriháttar upplifun. Þetta er ekki holt fyrir mann eins og greinin sem ég linka í hér fyrir ofan (smellið á sheesha). Lyktin er rosalega góð. Þeir sögðu þetta væri ekki nærri því eins hættulegt eins og sígarettur. Arab news segir samt annað. Allavega var þetta skemmtilegt kvöld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OjOj má ég þá biðja um ekta hass!

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.