Ég er kominn með miða á Star Wars Episode III. Revenge of the Sith. Arnoddur fór í röð og keypti miða fyrir mig og Freyju. Forsýningin verðun án texta, án helvítis hlés sem er snilld og sándsystemið notað vel. Nýuppgerður salur Laugarásbíós sér um það. Svo er það stærsta tjald landsins þannig að það stefnir í algera geggjun. Plús það að allir mestu nördarnir mæta...liklega menn í búningum og allt.
Annars er það að frétta úr þjóðlífinu hér að þingmaður flokks Frjálslyndra, Gunnar Örn Örlygsson sem er einn af fjórum þingmönnum Frjálslyndra yfirgefur flokkinn og gengur í Sjálfstæðisflokkinn. Svik við kjósendur og allt það. Hér er grein frá DV. Underlegt er að Mogginn er ekkert að hampa þessari frétt. Enda svik við kjósendur þar daglegt brauð. Gunnar sat inni fyrir skattsvik og skjalafals minnir mig, og er nokkuð ljóst að hann er ennþá sami skíthællinn og hann var. Hann ætti að hafa dísensí að segja af sér þingmennsku þangað til næstu kosninga. Eins og maður segir, eitt sinn skíthæll ávallt skíthæll.
3 ummæli:
Mig langar í golf með ykkur :(
Gunnar Örn sat inni fyrir brot á lögum um fiskveiðar. Hann landaði fiski utan kvóta og er mikill baráttumaður gegn kvótakerfinu. Þá passar hann vel inn í Sjálfstæðisflokkinn á vestfjörðum sem eru líka á móti kvótakerfinu.
Gni.
Samkvæmt Kastljósinu í gær þá er hann kominn með þá skoðun að kvótakerfið er komið til að vera þó svo hann sé á móti því. Sem sagt allur vindur farinn úr hananum og nú vill hann ganga í flokk þar sem bitlingarnir ráða.
Fyrst kerfið er þannig að við getum ekki bara kosið fólk úr einum stórum potti heldur verðum að kjósa flokka þá á þetta ekki að vera hægt. Ef maðurinn vill hætta þá finnst mér að kerfið eigi að vera þannig að varamaðurinn (næsti inn á þing í Frjálslynda flokknum) eigi að taka sæti hans. Sætið á að vera bundið flokknum enda var fólk að kjósa flokk en ekki einstakan mann.
Ég er ekki stuðningsmaður Frjálslyndra en mér finnst þetta lágkúrulegt af Gunnari Erni og lýsir manninum sem mjög "Self centered" einstaklingi. Slíka einstaklinga ber að varast þar sem samvinna og hópvinna þarf að ríkja.
Cuzumus
Skrifa ummæli