Eg valdi pakka sem var 80´s jóladiskur, þar sem fyrsta lagid var Bowie og Bing Crosby frá 1977, sem er ekki 80´s heldur 70´s, en það er annað mál. Þessum disk var stolið af mér, og ég stal dökku Nestle súkkulaði af Shaun sem er lika student rep. og hann var ekki sáttur. Svo stal Risham sem er lika student rep. Nestle súkkulaðinu af mér. Í staðinn fékk ég að velja og fékk aftur geisladisk með kínverskri þjóðlagatónlst leikn á svona einskonar langspil þeirra kínverja. Very traditional. Og frábær diskur. Ein stelpan kom svo upp að mér og sagðst hafa komið með diskinn alla leið frá kína. Þær hópuðust allar að mér og sögðu þetta vera rosalega fínan disk. Því er ég sammála. Snilld.
Svo var farið á barinn The Favesham, sem er studenta staður mikill. Vorum það sæmilegur hópur í talsverðann tíma. Svo forum við þrjú, ég Xun og Lana á stað sem heitir Baraka´s og sáum open mic night. Cool staður, þar sem hægt er að reykja Sheesha og þar má koma með eigið áfengi inn. Lana var rosalega full og ég fann smá á mér, en ekki mikið. Kom heim um klukkan 1. Svo var tími i dag og við Freyja fórum í bæinn og keyptum smá jólagjafir og skoðuðum í búðir.
2 ummæli:
Slæm tíðindi fyrir íkorna aðdáenda eins og þig. http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1171589
Kv. Gni.
Þetta er skemmtilegur pakkaleikur. Mikið spilaður í Dk. En voru ekki allar gjafirnar pakkaðar inn. Þannig veit enginn hvað hann er að stela frá hinum, fyrr en tíminn er runninn upp. Þá opna allir pakkana sína.
Skrifa ummæli