nóvember 05, 2007

Smáþjóðar smásálin

Hvers konar bullfrétt er þetta hjá Vísi.is. Hannes “wanker” Smárason og félagar ætla að taka þátt í NYC maraþoninu. Þeir eru “í góðum félagsskap” þar sem Tom Cruise og frú sáust leggja bíl sínum í Central Park? Ég virkilega örvænti fyrir hönd Visis.is og þeirra Baugsmiðla þar sem þetta setur standardinn á blaðamennskunni það lágt að þessi bloggfærsla mín er innihaldsmeiri og meikar meira sens en þetta helvítis rugl. Hvað kemur það okkur við hvort Hannes Smárason sé að fara taka þátt í hlaupi í Ameríkunnni? Mér gæti ekki staðið meira á sama. Ekki tekur vísir.is fram að ég ætla að horfa á fótboltaleik á eftir og fara svo út að versla. Mér finnst það mikið mikilvægara. Annars á ég rosalega bágt með að skila hvers vegna þið íslendingar eruð alltaf að tala um útrásina og hvað við íslendingar eruð að gera það gott í erlendis-inu… Þetta eru nokkrir einstaklinkgar sem hafa flestir hagnast á pólitískum greiðum (þó ekki allir) og eru að fjárfesta (sko ég gat notað tískuorð) erlendis. Þjóðarsálin er eins og köttur á breimeríi og heldur ekki vatni yfir því hvað við erum að gera það gott erlendis. Margur telur mig sig er eitthvað sem þjóðarsálin eða réttara sagt smáþjóðar smásálin ætti að skoða, og reyna svo að slíta sig frá þessum hópsálar hugsunarhætti og horfa í eigin barm. Hætt að styðja stuttbuxnastrákana í Bónus “sem halda verðinu niðri” og hætta að velta sér uppúr hvað Mr. Wanker Smárason er að gera. Get a life.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað eru þetta fáir sem hafa meikað það í útrásinni. Við erum lítið land.

Ekki gleyma hinni margfrægu „höðfatölu“ sem við Íslendingar miðum okkur alltaf við þegar við viljum vera merkileg.

Gni.

Nafnlaus sagði...

Hahaha höfðatalan. Jamm hún er sannleikurinn.

En það sem angrar mig mest er þegar menn eru að hæla sjálfum sér persónulega hvað þeir hafa það gott í þessu rugli sem við köllum hagkerfi. Allir að meika það.

Nafnlaus sagði...

Kláraði Hannes nokkuð hlaupið?

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.