janúar 09, 2005

Jólin búin

Loksins eru þessu jól búin, það væri best að sleppa þessu, en þá fengi maður ekki pakka :( En það er einmitt umræðuefni þessa bloggs. Ég fékk nokkra góða pakka, fékk glös og handklæði og þannig stuff, svo fékk ég nokkrar DVD myndir. Return of the King extended version, og á því allar ext. útgáfurnar af LOTR. Svo fékk ég American Beauty með Kevin Spacey. Stevie Ray Vaughan, Live at Montreux, sem er rosa flottir tónleikar. Svo fékk ég líka Minority Report með Tom Cruise, og svo nokkrar bækur. Dauðans óvissi tími eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann færir í stílinn en kemst víst ansi nálægt sannleikanum um það hvernig Björgólfur hraktist frá Hafskip og var að lokum ríkasti maður landsins með því að versla við mafíuna í Rússlandi og fleira. Lord of Misrule, Autobiography of Chistopher Lee, Aka, Saruman, Dracula, Count Dooku/Lord Tyrannus, Fu Manchu, Scaramanga with the Golden gun og fleira og fleira.... Magnaður leikari og geggjaður ferill. Við Skúli, Sveinbörn og einhverjir fleiri minnir mig sáum hann í Háskólabíói árið 1994 minnir mig þegar hann var hér sem dómari á Kvikmyndahátið, og flutti um leið fyrirlestur um Drakúla og þessar horror myndir frá Hammer sem hann lék mikið í. Svo sáum við myndina Nosferatu frá 1922. Hér er Chistorpher Lee að berjast við Yoda. Svo fékk ég líka bókina The Long Way Round eftir þá Charley Boorman og Ewan McGregor leikara. Þeir fóru frá London, gegnum Evrópu, Rússland, Úkraínu, Kazakstan, Mongólíu, Canada og USA á mótorhjólum. Tóku það upp og gerðu þættina The Long Way Round sem eru að mínu mati einir þeir bestu sem ég hef séð í langan tíma í sjónvarpi. 7 þættir og svo kom bók. Síðan þeirra er frábær og ég mæli með þessum þáttum fyrir alla. Alveg stórmerkilegir þættir og gaman að sjá það sem þeir gerðu og hvernig þeim leið og hvað kom fyrir þá á leiðinni. Einstaklega mannlegir og góðir þættir. Bókina er ég hálfnaður með og er gríðarlega skemmtileg. By the way, hér er mynd af þeim Ewan McGregor og Christopher Lee að berjast, því þeir leika í Star Wars saman. Núna er ég að hlusta á tónlistina úr Kill Bill myndunum, sem er rosalega fín, allskonar lög og að blogga, en er að fara að lesa meira úr The Long Way Round.... Until next time....

janúar 07, 2005

Loopman Returns III

Heij allir. Loxins er maður farinn að blogga aftur eftir smá hlé....rúmlega mánuð. Þetta verður stutt í kvöld allavega og ég held áfram á morgun. Allavega, ég var að horfa á eina mestu vírdó mynd sem ég hef séð lengi....Elvis has left the building...farið á imdb.com og skoðið allt um hana. Freyja grét af hlátri yfir myndinni og ég hló að Freyju. Annars hefur þetta meðal annars komið fyrir mig og mína síðan síðasta blogg kom í desember. Ég átti ammæli 3 des. Ég fékk einhverja helvítis pest sem hindraði mig í blogginu meðal annars. Ég kaypti jólagjafir og gaf þær, fór norður til tengdó og át veislumat og smákökur í marga daga. Svaf í bílnum, þegar rafmagninu sló út á leið okkar heim til Reykjavíkur í klikkuðu veðri í Borgarnesi. Drakk svo kaffi úr Elvis bollanum mínum og bloggaði þetta. Well þetta var allavega stiklað á stóru... meira á morgun.

Um mig

Myndin mín
I was born in Iceland and lived there for most of my life until I moved to the UK to study. I am enjoying life and educating myself at the same time.